Efnisyfirlit
1. Samantekt – yfirlit yfir samfélagslega mikilvæg verkefni og starfsgetu þeirra
I. HLUTI BAKGRUNNUR TILGANGUR, AÐFERÐ O.S.FRV.
3.5. SAMFÉLAGSLEGA MIKILVÆG VERKEFNI
II. HLUTI SAMFÉLAGSLEGA MIKILVÆG VERKEFNI OG GETA TIL AÐ VIÐHALDA VIRKNI ÞEIRRA
4. Lýðræðisleg gildi og fullveldi
4.1. STJÓRNUN OG VIÐLAGASTJÓRNUN
4.1.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
4.2.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
5.1.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
5.2.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
5.3.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OGREGLUVERK
5.4.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
5.5.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.1.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.2.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.3.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.4. DREIFING Á HEITU VATNI OG RAFMAGNI
6.4.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.5. FJARSKIPTANET OG -ÞJÓNUSTA
6.5.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
6.6.1. LÝSING, ÁBYRGÐ OG REGLUVERK
Samkvæmt lögum nr. 82/2008 um almannavarnir bera dómsmálaráðuneytið og Almannavarnir (ríkislögreglustjóri) ábyrgð á almennri samhæfingu á vinnu við að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað. Í því felst m.a. að leiðbeina ráðuneytum og undirstofnunum þeirra sem og sveitarfélögum við þeirra vinnu í áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli. Hluti þeirra leiðbeininga felst í skilgreiningu á hvaða samfélagslegu verkefni teljast mikilvæg út frá þverfaglegu sjónarhorni og hvað þau fela í sér. Þessi skýrsla er unnin á þeim grundvelli en hún er staðfærsla og þýðing Almannavarna á norsku skýrslunni Samfunnets kritiske funksjoner.
Í stefnu í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015-2017 og skýrslu átakshóps vegna uppbyggingar innviða frá febrúar 2020 er mikilvægum innviðum íslensks samfélags skipt í átta flokka:
· Fjarskipti, net- og upplýsingakerfi
· Orkukerfi
· Heilbrigðisþjónusta
· Matvæla-, fæðu-, neysluvatns- og fráveitukerfi
· Löggæsla, viðbúnaðar- og neyðarþjónusta
· Samgöngukerfi
· Æðsta stjórn ríkisins
· Fjármálakerfi
Í þessari skýrslu er þessi sýn þróuð áfram í þeim tilgangi að auðvelda skilning á því hvaða mikilvægu verkefni í samfélaginu snúa að því að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað.
Almannaöryggi varðar grundvallarhagsmuni þjóðfélagsins sem ríkisvaldið og aðrir opinberir aðilar leitast við að verja, þ.m.t. öryggi einstaklinga og þjóðfélagshópa, vernd grundvallarréttinda, sjálfsmynda (e. identities), gilda og grunnvirkja, þ.e. samfélagslega mikilvægra innviða.
Skýrslan dregur fram hvaða aðgerðir eru mikilvægar fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna og eins hvaða getu samfélagið þarf að gera ráð fyrir að geta viðhaldið, óháð því sem getur komið fyrir. Tilgangurinn er að auðvelda markvissa vinnu við að tryggja öryggi borgaranna.
Skýrslunni Mikilvæg verkefni í samfélaginu er ætlað að vera leiðbeiningar fyrir störf við að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna sem og viðbúnað. Skýrslan var staðfærð með norsku skýrsluna Samfunnets kristiske funksjoner sem fyrirmynd en einnig var sú vinna sem farið hefur fram á vegum forsætisráðuneytisins við að móta lögformlega umgjörð um mikilvæga innviði íslensks samfélags höfð til hliðsjónar sem og Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015-2017 og Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum 2021.
Ráðuneytum var boðið að koma ábendingum á framfæri fyrir útgáfu þessara leiðbeininga. Þær ábendingar sem bárust hafa verið unnar inn í textann fyrir endanlega útgáfu hans.
Dagmar Sigurðardóttir veitti ráðgjöf um staðfæringu að íslensku lagaumhverfi og Hulda Vigdísardóttir sá um yfirferð á málfari. Þórunn Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, er þakkað fyrir gagnlegar ábendingar og góð ráð við vinnslu skýrslunnar.
Reykjavík, apríl 2022
Elísabet Pálmadóttir
Verkefnastjóri
Fjöldi áskorana sem varða öryggi borgaranna er þverfaglegur og innbyrðis tengsl innviða geta verið margvísleg. Ekki er hægt að takast á við slíkar áskoranir innan eins málaflokks eða á einu stigi í stjórnsýslunni. Þörf er á samhæfingu og samvinnu þvert á málefnasvið og á milli þeirra yfirvalda sem fara með tiltekinn málaflokk og annarra aðila í héraði. Almannavarna- og öryggismálaráð er ábyrgt fyrir því að marka stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum en skv. 3. gr. laga um almannavarnir þarf að „[…]fjalla um áhersluatriði varðandi skipulag almannavarna- og öryggismála, forvarnastarf, nauðsynlega samhæfingu á efni viðbragðsáætlana og starfsemi opinberra stofnana á því sviði[…]“ í stefnunni. Þessi samhæfing á efni viðbragðsáætlana er upphafspunktur þessarar skýrslu.
Tilgangurinn er að greina hvaða verkefni eru mikilvæg og skilgreina hvaða virkni þarf alltaf að viðhalda. Með því að gera þetta skýrt verður til betri grunnur fyrir markvissa vinnu til að tryggja öryggi borgaranna þvert á og innan málefnasviða.
Mikilvægir innviðir eru þau kerfi og mannvirki sem eru nauðsynleg til að halda mikilvægum verkefnum í samfélaginu gangandi.
Hægt er að skilgreina samfélagslega mikilvæg verkefni sem þau verkefni sem eru nauðsynleg til að sjá um grunnþarfir borgaranna og samfélagsins. Grunnþarfir eru skilgreindar sem „matur, vatn, hiti, öryggi og þess háttar“.
Í skýrslunni eru samfélagsleg verkefni flokkuð eftir því hvernig þau stuðla að því að vernda öryggi og öryggiskennd borgaranna. Flokkarnir þrír eru: lýðræðisleg gildi og fullveldi, öryggi borgaranna og virkni samfélagsins. Innan hvers samfélagslegs verkefnis er hugtakið starfsgeta skilgreint sem svo að það lýsi þeirri virkni verkefnisins sem samfélagið verður að geta viðhaldið hverju sinni. Matið er byggt á tveimur forsendum; samfélagslegt verkefni er talið mikilvægt ef brestur eða bilun í sjö daga eða skemur ógnar grunnþörfum íbúa og viðbúið er að það reyni á þolmörk viðbúnaðar á þeim tíma.
Þau samfélagslega mikilvægu verkefni sem hafa verið skilgreind og tilheyrandi starfsgeta eru sýnd í töflunum hér að aftan (sjá einnig Mynd 1).
Mynd 1: Yfirlit yfir samfélagslega mikilvæg verkefni og tengsl þeirra
LÝÐRÆÐISLEG GILDI OG FULLVELDI:
MIKILVÆGT VERKEFNI |
STARFSGETA |
||
NAFN |
VIRKNI |
ÁBYRGÐ OG HLUTAÐEIGANDI AÐILAR[1] |
|
1. Stjórnun og viðlagastjórnun |
1.1 Ríkisstjórn, ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýsla |
Geta til að viðhalda stjórnarskrárbundnum störfum og starfsemi á forgangsverkefnum stjórnsýslunnar |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Embætti forseta Íslands Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Fjarskiptastofa Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Forsætisráðuneytið Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Innviðaráðuneytið Landmælingar Íslands Lögreglustjórar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Mennta- og barnamálaráðuneytið Neyðarlínan Orkustofnun Ríkislögreglustjóri (RLS) Ríkisstjórnin Alþingi Hæstiréttur Samgöngustofa Seðlabanki Íslands Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Utanríkisráðuneytið Öryggissvið RLS Aðrar stofnanir |
|
1.2 Viðbúnaður og viðlagastjórnun |
Geta til að viðhalda viðbúnaði og takast á við neyð og önnur óæskileg atvik |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Dómsmálaráðuneytið Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið Forsætisráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Innviðaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Mennta- og barnamálaráðuneytið Neyðarlínan Rauði krossinn á Íslandi Ríkislögreglustjóri (RLS) RÚV Slysavarnafélagið Landsbjörg Stofnanir, opinber fyrirtæki o.fl. Sveitarfélög Sýslumenn Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð Önnur sjálfboðaliðasamtök |
2. Varnarmál |
2.1 Eftirlit og upplýsingaöflun |
Geta til að fylgjast með erlendum umsvifum sem hafa þýðingu fyrir fullveldi Íslands sem og afla, vinna úr og greina upplýsingar um aðila sem geta ógnað öryggishagsmunum |
Almannavarnir CERT-ÍS Dómsmálaráðuneytið Greiningardeild RLS Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Netöryggisráð Póst- og fjarskiptastofnun Ríkislögreglustjóri (RLS) Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð Öryggissvið RLS |
2.2 Forvarnir |
Geta til að koma í veg fyrir aðgerðir sem ríki, samtök eða einstaklingar hafa frumkvæði að sem geta ógnað öryggi |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Ríkislögreglustjóri (RLS) Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir málefnasviða Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð Önnur ráðuneyti |
|
2.3 Varnir ríkisins |
Geta til að afstýra og takast á við neyðarástand og atvik sem varða öryggisstefnu landsins sem og verja íslenskt landsvæði, ef nauðsyn krefur |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Forsætisráðuneytið Isavia Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Ráðuneyti og stjórnvöld sem bera ábyrgð á vörnum ríkisins (þ.m.t. Dómsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Rekstraraðilar öryggissvæða og loftvarnakerfis) Ríkiseignir Ríkislögreglustjóri (RLS) Samgöngustofa Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð |
|
3. Lög og regla |
3.1 Réttaröryggi |
Geta til að vernda gegn handahófskenndum, óréttmætum eða á annan hátt ólögmætum afskiptum af frelsi og réttindum einstaklings |
CERT-IS Dómsmálaráðuneytið Dómstólar Dómstólasýslan Héraðssaksóknari Landhelgisgæsla Ísands Lögreglustjórar Mannréttindastofnun Persónuvernd Póst- og fjarskiptastofnun Ríkislögmaður Ríkislögreglustjóri (RLS) Skatturinn Sýslumenn Öryggissvið RLS |
3.2 Barátta gegn glæpum |
Geta til að greina, koma í veg fyrir og hugsanlega stöðva alvarlega glæpastarfsemi, þar með talin starfsemi sem getur ógnað öryggi Íslands og annarra landa |
Dómsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisyfirvöld Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Mennta- og barnamálaráðuneytið Neytendastofa Ríkislögreglustjóri (RLS) Samband íslenskra sveitarfélaga Skatturinn Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð Öryggissvið RLS |
|
3.3 Rannsókn og saksókn |
Geta til að ákæra alvarlega refsiverð brot í samræmi við gildandi reglur |
Ákæruvaldið Dómsmálaráðuneytið Dómstólar Lögreglustjórar Ríkislögreglustjóri (RLS) Öryggissvið RLS |
|
3.4 Friður og regla |
Geta til að grípa inn í hegðun sem raskar almennum friði og reglu, hindrar lögmæta starfsemi eða ógnar almennu öryggi samfélagsins |
Dómsmálaráðuneytið Lögreglustjórar Ríkislögreglustjóri (RLS) Þjóðaröryggisráð |
|
3.5 Landamæraeftirlit |
Geta til að framkvæma nauðsynlegt landamæraeftirlit með einstaklingum og vörum |
Dómsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið Isavia Landhelgisgæsla Íslands Lögreglustjórar Ríkislögreglustjóri (RLS) Samgöngustofa Skatturinn Útlendingastofnun Þjóðaröryggisráð |
|
3.6 Öryggi fangelsa og stofnana |
Geta til að viðhalda nægjanlegu öryggisstigi í fangelsum, fangaklefum og á stofnunum sem meðhöndla einstaklinga sem dæmdir eru til geðheilbrigðisþjónustu eða vistunar á vistheimili |
Dómsmálaráðuneytið Embætti landlæknis Fangelsismálastofnun Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Félagsþjónusta sveitarfélaga Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir Heilsugæslur Lögreglustjórar á því svæði sem fangelsin eru Ríkislögreglustjóri (RLS) Sveitarfélög |
|
4. |
4.1 Heilbrigðisþjónusta |
Geta til að veita heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er til að forðast dauða, varanlega fötlun, alvarleg meiðsli eða mikla verki |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið) Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Geislavarnir ríkisins Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar Heilbrigðiseftirlitið Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir, Heilsugæslur, dvalarheimili o.fl. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Landhelgisgæsla Íslands Lyfjafyrirtæki Lyfjastofnun Lýðheilsa hjá embætti landlæknis Ríkislögreglustjóri (RLS) Slökkvilið Sóttvarnarlæknir Sóttvarnir hjá embætti landlæknis Sveitarfélög Umhverfisstofnun Þjóðskrá Íslands |
4.2 Velferðar- og félagsþjónusta |
Geta til að veita sjúkum og þeim sem þarfnast hjálpar nauðsynlega umönnun bæði heima og á stofnunum |
Almannavarnir Barnavernd Dómsmálaráðuneytið Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Félagsþjónusta sveitarfélaga Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir, Heilsugæslur, dvalarheimili o.fl. Sjálfboðaliðasamtök Sveitarfélög Vinnumálastofnun |
|
4.3 Lýðheilsuþjónusta |
Geta til að vernda líf og heilsu íbúa með íbúamiðuðum aðgerðum ef sjúkdómsfaraldur og önnur atvik koma upp |
Dómsmálaráðuneytið Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir Lýðheilsa hjá embætti landlæknis Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun (MAST) Rauði krossinn á Íslandi Slökkvilið Sóttvarnir hjá embætti landlæknis Sveitarfélög Umhverfisstofnun Vinnueftirlitið Vinnumálastofnun |
|
4.4 Geislavarnir |
Geta til að takast á við kjarnorkuatvik og tryggja skjóta framkvæmd ráðstafana til verndar lífi, heilsu, umhverfi og öðrum mikilvægum hagsmunum samfélagsins |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Eitrunarmiðstöð Landspítalans Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið) Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Hafrannsóknastofnun Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Landhelgisgæsla Íslands Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun (MAST) Ríkislögreglustjóri (RLS) Samgöngustofa Skatturinn Slökkvilið Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Utanríkisráðuneytið Veðurstofa Íslands Hafrannsóknastofnun |
|
5. Björgunarþjónusta |
5.1 Björgunarviðbúnaður |
Geta til að gera strax tilraun til að forða fólki frá dauða eða meiðslum vegna bráðra slysa eða hættulegra aðstæðna |
Aðgerðastjórnir Almannavarnir Björgunarstjórnstöð sjófarenda og loftfara (JRCC- Ísland) Dómsmálaráðuneytið Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Fyrirtæki sem eru skyldug til að hafa búnað og mannafla til slökkvistarfa Fyrirtæki sem falla undir löggjöf um stórslys af völdum hættulegra efna Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir, heilsugæslur, dvalarheimili o.fl. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Innviðaráðuneytið Isavia Landhelgisgæsla Íslands Landmælingar Íslands Lögreglustjórar Neyðarlínan Rannsóknarnefnd almannavarna Rauði krossinn á Íslandi Ríkislögreglustjóri (RLS) Samgöngustofa Samhæfingar- og stjórnstöð Sjúkraflug Sjúkraflutningamenn Skipulagsstofnun Slysavarnafélagið Landsbjörg Slökkvilið Sveitarfélög Sýslumenn Vaktstöð siglinga Veðurstofa Íslands Vegagerðin Þjóðskrá Íslands |
5.2 Slökkvilið |
Geta til að koma í veg fyrir skemmdir á eignum eða takmarka umfang tjóns ef slys eða hætta skapast |
Dómsmálaráðuneytið Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Húsnæðis– og mannvirkjastofnun Innviðaráðuneytið Slökkvilið Sveitarfélög |
|
5.3 Almannavarnir |
Geta til að gera nauðsynlegar bjargir aðgengilegar viðbragðsaðilum og öðrum |
Almannavarna- og öryggismálaráð Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkislögreglustjóri (RLS) |
|
5.4 Viðbúnaður við efnaslysum og sprengiefnaslysum |
Geta til að koma í veg fyrir og takast á við atvik með efnum og sprengiefnum og gera ráðstafanir til að vernda líf, heilsu, umhverfi og önnur samfélagslega mikilvæg verkefni |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Fyrirtæki sem eru skyld til að hafa búnað og mannafla til slökkvistarfs Fyrirtæki sem falla undir reglur um stórslys Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnanir, heilsugæslur, dvalarheimili o.fl. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Innviðaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands Lýðheilsa hjá embætti landlæknis Lögreglustjórar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun (MAST) Orkustofnun Ríkislögreglustjóri (RLS) Skatturinn Slökkvilið Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Utanríkisráðuneytið Vinnueftirlitið |
|
6. UT-öryggi |
6.1 Öruggar skrár, skjalasöfn o.s.frv. |
Geta til að viðhalda fullnægjandi aðgengi, sjálfstæði og trúnaði í gagnagrunnum, kerfum, skrám og skjalasöfnum sem nauðsynleg eru til að vernda samfélagslega mikilvæg verkefni og/eða einstaklinga og fyrirtækja |
CERT-IS Dómsmálaráðuneytið Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Eigendur einkakerfa, t.d. í fjármálageiranum. Embætti landlæknis Fjarskiptastofa Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilsugæslan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Innviðaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands, Vaktstöð siglinga Lögreglustjórar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Mennta- og barnamálaráðuneytið Netöryggisráð Neyðarlínan, fjarskiptafyrirtæki Opinberir kerfiseigendur, t.d.: Landmælingar Íslands, Skatturinn, Vinnumálastofnun og Þjóðskrá Íslands Orkufyrirtæki Orkustofnun Persónuvernd Ríkislögreglustjóri (RLS) Samgöngustofa Sýslumenn Umhverfisstofnun Utanríkisráðuneytið Þjóðaröryggisráð Þjóðskjalasafn Önnur ráðuneyti |
6.2 Persónuvernd |
Geta til að tryggja trúnað og friðhelgi skráa og skjalasafna sem innihalda trúnaðarupplýsingar (persónugreinanlegar upplýsingar) |
CERT-IS Dómsmálaráðuneytið Eigendur kerfa Fjarskiptastofa Forsætisráðuneytið Innviðaráðuneytið Persónuvernd |
|
6.3 Stjórnun atvika í upplýsinga- og samskiptakerfum |
Geta til að greina atvik í upplýsingaöryggi, takmarka tjón og endurheimta fljótt eðlilega starfsemi í skrám og kerfum með mikilvæg samfélagslega verkefni og/eða sem innihalda trúnaðarupplýsingar (persónugreinanlegar upplýsingar) |
CERT-ÍS Dómsmálaráðuneytið Eigendur kerfa Fjarskiptastofa Innviðaráðuneytið Ríkislögreglustjóri (RLS) Stjórnsýslan Utanríkisráðuneytið |
|
7. Náttúra og umhverfi |
7.1 Mengunarviðbúnaður |
Geta til að koma í veg fyrir eða takmarka umhverfisspjöll vegna bráðrar mengunar |
Almannavarnir RSL Einkafyrirtæki Embætti landlæknis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Hafrannsóknastofnun Heilbrigðisráðuneytið Innviðaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun (MAST) Orkustofnun Ríkislögreglustjóri (RLS) Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun |
7.2 Veðurþjónusta |
Geta til að viðhalda forgangsraðaðri veðurþjónustu |
Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Veðurstofa Íslands |
|
7.3 Vöktun á eldfjallavá, jarðskjálftum, landrisi, flóða- og skriðuhættu |
Geta til að viðhalda nauðsynlegu eftirliti og viðvörun vegna eldfjallavár, jarðskjálfta og landriss auk flóða, skriðu- og snjóflóðahættu |
Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið ÍSOR Jarðvísindastofnun HÍ Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Náttúrufræðistofnun Íslands Orkufyrirtæki Orkustofnun Samgöngustofa Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti Umhverfisstofnun Veðurstofa Íslands Vegagerðin |
|
8. Afhendingaröryggi |
8.1 Matarframboð |
Geta til að tryggja íbúum aðgang að mat svo hægt sé að viðhalda nánast eðlilegu mataræði |
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Fiskistofa Flutningageirinn Framleiðendur, innflytjendur, heildsalar, verslanir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Innviðaráðuneytið Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun (MAST) Sveitarfélög Utanríkisráðuneytið |
8.2 Eldsneytisframboð |
Geta til að tryggja fyrirtækjum og einstaklingum aðgang að nægjanlegu eldsneyti |
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Flutningageirinn Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Innflytjendur, flutningsaðilar, bensínstöðvar Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Orkustofnun Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti Umhverfisstofnun Utanríkisráðuneytið |
|
9. Vatn og frárennsli |
9.1 Framboð á neysluvatni |
Geta til að afhenda íbúum og fyrirtækjum sem sinna samfélagslega mikilvægum verkefnum nægjanlegt drykkjarvatn |
Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðisráðuneytið Lýðheilsa hjá embætti landlæknis Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Vatnsveitur (yfirleitt sveitarfélaga) |
9.2 Meðhöndlun frárennslis |
Geta til að viðhalda nægjanlegri tæmingu og hreinsun frárennslis |
Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Heilbrigðiseftirlitið Sveitarfélög |
|
10. Fjármálaþjónusta |
10.1 Fjármálamarkaðurinn |
Geta til að viðhalda öruggri miðlun fjármagns milli aðila innanlands og til og frá útlöndum |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Fjármálastofnanir Seðlabanki Íslands |
10.2 Fjármálaviðskipti |
Geta til að ljúka greiðslum og öðrum fjármálaviðskiptum á öruggan hátt. |
||
10.3 Greiðslumiðlar |
Geta til að viðhalda aðgangi íbúa að nauðsynlegum greiðslumiðlum |
||
11. Dreifing á heitu vatni og rafmagni |
11.1 Dreifing á rafmagni |
Geta til að tryggja endanotendum aðgang að fullnægjandi raforku |
Geislavarnir ríkisins Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðisráðuneytið Lýðheilsa hjá embætti landlæknis Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Matvælastofnun Sveitarfélög Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfisstofnun Vatnsveitur (yfirleitt sveitarfélaga) |
11.2 Dreifing á heitu vatni |
Geta til að tryggja notendum aðgang að nægjanlegri hitaveitu |
Byggingarfulltrúar Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Hitaveitur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Orkustofnun Orkuveitur Samorka Sveitarfélög |
|
12. Fjarskiptanet og -þjónusta |
12.1 Almenn fjarskiptaþjónusta |
Geta til að viðhalda aðgangi að fjarskiptaþjónustu |
Dómsmálaráðuneytið Fjarskiptafyrirtæki Fjarskiptastofa Innviðaeigendur Innviðaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Tetra-kerfið: Dómsmálaráðuneytið Neyðarlínan Öryggisfjaskipti |
12.2 Öryggi í almennum fjarskiptum |
Geta til að gæta trúnaðar og friðhelgi í fjarskiptum |
Dómsmálaráðuneytið Fjarskiptafyrirtæki Fjarskiptastofa Innviðaeigendur Innviðaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Tetra-kerfið: Dómsmálaráðuneytið Neyðarlínan Öryggisfjarskipti |
|
13. Samgöngur |
13.1 Flutningsgeta |
Geta til að viðhalda virkni í mannvirkjum og kerfum sem eru nauðsynleg til að mæta þörfum samfélagsins fyrir flutninga |
Einkareknir aðilar Hafnareigendur Innviðaráðuneytið Isavia Landhelgisgæsla Íslands Ríkisfyrirtæki Samgöngustofa Sveitarfélög Vegagerðin |
13.2 Örugg flutningskerfi |
Geta til að fylgjast með innviðum og stjórna umferð til að viðhalda viðunandi öryggisstigi |
Byggingarfulltrúar Dómsmálaráðuneytið Einkarekendur Flugafgreiðsluaðilar Flugfélög Flugmálastjórn Hafnareigendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Innviðaráðuneytið Isavia Landhelgisgæsla Íslands Ríkisfyrirtæki Samgöngustofa Skatturinn Skipulagsstofnun Slysavarnafélagið Landsbjörg Slökkvilið Sveitarfélög Umhverfisstofnun Vaktstöð siglinga Veðurstofa Íslands Vegagerðin |
|
13.3 Öruggar samgöngur |
Geta til að viðhalda viðunandi öryggisstigi við flutning sem getur orsakað stór slys |
Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Flugmálastjórn Flutningafyrirtæki Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Innviðaráðuneytið Landhelgisgæsla Íslands Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Samgöngustofa Veðurstofa Íslands Vegagerðin |
|
14. Gervihnattaþjónusta |
14.1 Gervihnattaþjónusta |
Geta til að tryggja öryggi við afhendingu þjónustu sem byggist á gervihnöttum til Íslands |
Aðilar á markaði Almannavarnir Dómsmálaráðuneytið Fjarskiptastofa Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Innviðaráðuneytið Landmælingar Íslands Landhelgisgæsla Íslands Matvælaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið Menntamálaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Veðurstofa Íslands |
ÁBYRGT RÁÐUNEYTI |
MIKILVÆGU VERKEFNIN Í SAMFÉLAGINU (MVS) |
ÖNNUR RÁÐUNEYTI MEÐ ÁBYRGÐ |
||
|
MVS NR. |
SKÝRING |
||
Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti |
SMV FRN 1 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
SMV FRN 2 |
4 |
Velferðar- og félagsþjónusta |
HRN, MRN |
|
Fjármála- og efnahagsráðuneyti |
SMV FJR 1 |
1 |
Geta til að fjármagna opinbera starfsemi |
|
SMV FJR 2 |
10 |
Fjármálaþjónusta |
|
|
SMV FJR 3 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Utanríkisráðuneyti |
SMV UTN 1 |
1 |
Utanríkisþjónusta |
|
SMV UTN 2 |
2 |
Varnarmál |
DMR |
|
SMV UTN 3 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Heilbrigðisráðuneyti |
SMV HRN 1 |
4 |
Heilbrigðisþjónusta |
FRN |
SMV HRN 2 |
9 |
Framboð á neysluvatni |
UAR |
|
SMV HRN 3 |
5 |
Björgunarþjónusta |
DMR; FRN |
|
SMV HRN 4 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Dómsmálaráðuneyti |
SMV DMR 1 |
2 |
Varnarmál |
UTN |
SMV DMR 2 |
3 |
Lög og regla |
|
|
SMV DMR 3 |
5 |
Björgunarþjónusta |
HRN, FRN |
|
SMV DMR 4 |
6 |
UT-öryggi |
SRN |
|
SMV DMR 5 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti |
SMV URN 1 |
9 |
Vatn og frárennsli |
HRN |
SMV URN 2 |
7 |
Náttúra og umhverfi |
|
|
SMV URN 3 |
14 |
Gervihnattaþjónusta |
|
|
SMV MAR 4 |
11 |
Dreifing á heitu vatni og rafmagni |
MAR |
|
SMV URN 5 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Innviðaráðuneyti |
SMV IRN 1 |
6 |
UT-öryggi |
DMR |
SMV IRN 2 |
12 |
Fjarskiptanet og þjónusta |
|
|
SMV IRN 3 |
13 |
Samgöngur |
|
|
SMV IRN 4 |
5 |
Björgunarþjónusta |
DMR;HRN |
|
SMV IRN 5 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Mennta- og barnamálaráðuneyti |
SMV MRN 1 |
1 |
Miðlun upplýsinga til almennings á neyðartímum |
MVF |
SMV MRN 2 |
4 |
Velferðar- og félagsþjónusta |
HRN, FRN |
|
SMV MRN 3 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Matvælaráðuneyti |
SMV MAR 1 |
8 |
Afhendingaröryggi |
HVIN |
SMV MAR 2 |
11 |
Dreifing á heitu vatni og rafmagni |
URN |
|
SMV MAR 3 |
9 |
Framboð á neysluvatni |
|
|
SMV MAR 4 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
SMV MVF 1 |
1 |
Miðlun upplýsinga til almennings á neyðartímum |
MRN |
SMV MVF 2 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
SMV HVIN 1 |
8 |
Afhendingaröryggi |
MAR |
SMV HVIN 2 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
|
Forsætisráðuneyti |
SMV FOR 1 |
1 |
Starfsemi ráðuneytisins, stjórnun og viðlagastjórnun |
|
Ríkislögreglustjóri annast málefni almannavarna í umboði ráðherra. Því fylgir að bera ábyrgð á eftirliti með skipulagi almannavarna á landinu öllu og eftirlit með almannavörnum sveitarfélaga. Hluti af þessu starfi er að hafa eftirlit með, hafa yfirsýn yfir og fylgja eftir vinnu við að tryggja öryggi borgaranna og samfélagsins sem og viðbúnað í ráðuneytum. Ríkislögreglustjóra ber einnig að fræða stjórnvöld um skipulag almannavarnakerfisins eftir því sem þurfa þykir en til þess að auðvelda þá fræðslu og setja í samhengi hefur ríkislögreglustjóri undirbúið yfirlit yfir verkefni sem eru mikilvæg fyrir samfélagslegt öryggi frá þverfaglegu sjónarhorni. Markmið þessarar vinnu Almannavarna er að styðja ráðuneyti og stofnanir og samhæfa starfið við að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað.
Lög um almannavarnir nr. 82/2008 gera ráð fyrir að yfirvöld á viðkomandi málefnasviði beri ábyrgð á öryggi mikilvægra innviða og samfélagslega mikilvægra verkefna og að viðlagastjórnun fari fram með stjórnunarleiðum sem þessi stjórnvöld nota frá degi til dags.
Til að auðvelda ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum sína vinnu er þörf á frekari skýringu þeirra verkefna sem eru mikilvæg fyrir samfélagið. Með það að leiðarljósi hafa Almannavarnir unnið skilgreiningar á hvað mikilvæg verkefni samfélagsins fela í sér. Í þessari skýrslu er farið yfir hvaða þjónusta og aðstoð er nauðsynleg til að viðhalda þeim.
Skýrslan er þýðing og staðfæring á norsku skýrslunni Samfunnets kritiske funksjoner (2006) með tilliti til aðferðafræði og nálgunar á viðfangsefni. Hún er þó staðfærð og vísar í viðeigandi íslensk lög og reglugerðir um tiltekin málefni og þá starfsemi á Íslandi sem sinnir þeim.
Yfirlit þessarar skýrslu yfir samfélagslega mikilvæg verkefni byggir m.a. á Stefnu í almannavarna- og öryggismálum 2015-2017 (2015) og verkefni forsætisráðuneytisins, Uppbygging innviða (2020), en þar eru tekin fram þau „kerfi sem eru nauðsynleg fyrir starfsemi samfélagsins og efnahag þess.“
Markhópur skýrslunnar eru stjórnvöld og lögaðilar sem bera ábyrgð á þeim verkefnum sem eru mikilvæg til að tryggja öryggi borgaranna á hjá ríki og sveitarfélögum, svo sem ráðuneyti, stofnanir og opinber hlutafélög, lögreglustjórar, sveitarfélög og aðrir.
Öryggi samfélagsins er hér skilgreint á eftirfarandi vegu:
Geta samfélagsins til að verjast atvikum sem ógna grundvallarverðmætum og grundvallarverkefnum eða stofna lífi og/eða heilsu í hættu. Slík atvik geta verið af völdum náttúrunnar, afleiðing tæknilegra eða mannlegra mistaka eða stafað af vísvitandi aðgerðum.
Verndun samfélagslega mikilvægra verkefna og hröð endurreisn þeirra þegarhennar gerist þörf, er þungamiðja vinnunnar við að tryggja öryggi borgaranna og samfélagsins sem og viðbúnað.
Tilgangur þessarar skýrslu er að greina hvaða verkefni eru mikilvæg og að skilgreina hvaða virkni þarf að viðhalda á hverjum tíma til að tryggja öryggi borgaranna.
Slík yfirsýn yfir samfélagslega mikilvæg verkefni er grundvöllur markvissrar vinnu við að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað, þvert á málefnasvið og innan þeirra.
Þeim samfélagslegu verkefnum sem lýst er í þessari skýrslu standa vörð um grundvallargildi og geta því talist grundvallarstoðir fyrir seiglu samfélagsins. Skýrslan hjálpar einnig til við að skýra ábyrgð og leggja grunn að markvissari vinnu til að efla öryggi borgaranna sem og viðbúnað.
Yfirsýn yfir samfélagslega mikilvæg verkefni og nauðsynlega virkni þeirra getur myndað grunn fyrir fjölda mismunandi verkefna, t.d.:
• Stöðu- og ástandsmat
• Greiningar og skýrslur
• Stjórnun í ráðuneytum, hjá stofnunum og í sveitarfélögunum
• Í 1. mgr. í 15. gr. almannavarnalaga er kveðið á um að ráðuneyti þurfi að kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssvið þeirra. Til þess geta sinnt því, er þörf á yfirsýn yfir samfélagslega mikilvæg verkefni og innviði á viðeigandi málefnasviði.
• Ákvörðun um hvaða samfélagslegu verkefni og innviði þarf að vernda með tilliti til eftirfarandi:
a) Þýðing þeirra fyrir getu til að sinna viðlagastjórnun og vörnum ríkisins
b) Þýðing þeirra fyrir önnur mikilvæg verkefni
c) Táknrænt gildi þeirra
d) Möguleg hætta fyrir umhverfi eða líf og heilsu íbúa sem skapast ef ekkert er að gert
Samkvæmt 3. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008, ber utanríkisráðherra ábyrgð á að gert sé hættumat á sviði varnarmála. Á vegum utanríkisráðuneytisins var áhættumatsskýrsla unnin fyrir Ísland árið 2009 þar sem farið er yfir áhættuþætti í öryggis- og varnarmálum og hver samfélagsleg áhrif þess yrðu ef öryggi á tilteknu sviði væri stefnt í hættu.[2] Þar var lagt mat á eftirfarandi:
· Þýðing samfélagslegra verkefna og grunnvirkja fyrir samfélagið
· Ógn fyrir umhverfi eða líf og heilsu íbúa
• Yfirlit yfir áhættu og viðkvæmni
• Ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum er gert að hafa yfirsýn yfir áhættu og viðkvæmni innan þess svið sem þeim er falið að bera ábyrgð á. Greining á því hvaða samfélagslegu verkefni geta orðið fyrir áhrifum frá atvikum innan eigin ábyrgðarsviðs er hluti af slíkri yfirsýn.
• Eftirlit
• Í skýrslunni er þeim eftirlitsyfirvöldum sem bera ábyrgð á að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað bent á sérstök svið sem gott væri að þau leggðu sérstaka áherslu á.
Hvert ráðuneyti ber ábyrgð á öryggi borgaranna og samfélagsins á eigin málefnasviðum og á því að samræma starfið í eigin málaflokkum við aðra viðeigandi starfsemi.[3] Unnið hefur verið yfirlit yfir samfélagslega mikilvæg verkefni þar sem tilgreindir eru viðeigandi aðilar, ráðuneyti, stofnanir og aðrir sem bera ábyrgð.[4]
Verkefni ráðuneyta eru að:
• eiga frumkvæði að því að skýra ábyrgð milli hlutaðeigandi aðila innan viðkomandi málefnasviðs og benda á grá svæði eða svið þar sem ábyrgð skarast.
• stuðla að sameiginlegum æfingum, mati á hvernig til tókst og draga lærdóm af því.
• hafa samvinnu um, upplýsa um og leggja fram tillögur um viðbúnaðaraðgerðir, áætlanir, reglugerðir og önnur mikilvæg mál fyrir viðeigandi stjórnvöld, þ.m.t. dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess sem sjá um samræmingu almannavarna.
• undirbúa stöðumat og/eða ástandsmat.
• eiga frumkvæði að og taka þátt í fundum og öðrum atburðum þar sem skipst er á reynslusögum.
• greina þörf fyrir sérhæfingu innan sinna málefnasviða. aðstoða dómsmálaráðuneytið við upplýsingaöflun og/eða skýrslugerð innan tiltekins sviðs, ef nauðsyn krefur.
Þessi skýrsla er leiðbeinandi en hún útfærir og ályktar um skiptingu á ábyrgð málefnasviða. Yfirlitið yfir ábyrgð og þá hlutaðeigandi aðila sem teknir hafa verið með, allt eftir hvaða virkni þarf að viðhalda í hverju samfélagslega mikilvæga verkefni, er ekki tæmandi.
Ráðuneyti, stofnanir og aðrir aðilar sem bera ábyrgð á mikilvægum verkefnum og innviðum verða að gera áætlun um hvernig tryggja á virkni og samfellu þeirra. Kortleggja þarf veika punkta og draga verður úr hættu á að þeir valdi skaða þegar á reynir. Þeir sem bera ábyrgð á og reka mikilvæga innviði eru ábyrgir fyrir öryggi og virkni kerfa. Hlutverk stjórnvalda er að veita hvatningu, leiðbeina, gera kröfur og hafa eftirlit. Á sama tíma er virkni margra ríkisstofnana einnig mikilvæg fyrir öryggi borgaranna og samfélagsins og bera ríkisstofnanir því einnig ábyrgð á að tryggja samfellu í eigin starfsemi.
Mjög mörg samfélagsleg verkefni eru réttlætanlega skilgreind mikilvæg þar sem missir þeirra gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þessi skýrsla fjallar um samfélagsleg verkefni sem einkennast af því að ef bilun eða brestir koma upp, gæti það fljótt leitt til tjóns eða missis á starfsemi og því er sérstaklega mikilvægt að forðast truflanir.
Eftirfarandi forsendur eru lagaðar fram sem grundvöllur skýrslunnar:
• Tímatakmarkanir: Hugtakið samfélagslega mikilvægt verkefni er eingöngu notað um verkefni sem samfélagið getur ekki verið án í sjö daga eða skemur án þess að það ógni öryggi íbúa og/eða öryggiskennd þeirra.
• Gert er ráð fyrir að atvik komi upp sem hafa í för með sér þörf fyrir viðbúnaðarúrræði á þessu sjö daga tímabili.
Við nánara niðurbrot í einstakar vöruafhendingar, þ.m.t. þjónustu á hverju og einu málefnasviði hjá ríki og í sveitarfélögum, er hægt að leggja sömu forsendur til grundvallar. Sama máli gegnirþegar innviðir eru skilgreindir mikilvægir til að tryggja afhendingu vöru, þ.m.t. þjónustu. Að öðru leyti hafa forsendurnar enga þýðingu fyrir notkun skjalsins.
Mörg samfélagslega mikilvæg verkefni, svo sem menning, skóli, menntun, rannsóknir og fleira, falla ekki undir hugtakið samfélagslega mikilvæg verkefni, þar sem forsendan felst í afmörkun í tíma. Þetta þýðir ekki að þau skipti minna máli út frá heildarhagsmunum, heldur liggur ástæðan í því að það tæki lengri tíma en sjö daga áður en neikvæðar afleiðingar þess að þau féllu niður yrðu merkjanlegar. Þörf bráðaviðbúnaðar er því ekki eins aðkallandi hjá þeim verkefnum.
Í þessaru skýrslu er aðferðafræði með afleiðslu notuð. Skilgreining á samfélagslega mikilvægum verkefnum er byggð á lýsingu á grunnþörfum íbúanna og samfélagsins til þess að viðhalda þeim. Nánari skýring á samfélagslega mikilvægum verkefnum er að finna í 4.–6. kafla þar sem verkefnunum er skipt í mismunandi „starfsgetu“. Starfsgetan er skilgreind með tilheyrandi virkni sem segir til um hvaða þjónustu og vöruafhendingu verður að viðhalda til þess að hægt sé að uppfylla nauðsynlegar þarfir íbúa.
Skýrslan er þýdd, staðfærð og aðlöguð að íslenskum aðstæðum úr Samfunnets kritiske funksjoner sem DSB, norska systurstofnun Almannavarna, gaf út 2016. Einnig var stuðst við þá greiningarvinnu sem forsætisráðuneytið vann í tengslum við uppbyggingu innviða eftir óveðrið 2019[5], Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland, Stefnu stjórnvalda í almannavarna og öryggismálum, Áhættuskoðun Almannavarna 2011 og fleiri greiningar og skýrslur sem varða málið.
Grenndarreglan: Ein af fjórum grundvallarreglum í viðbragðskerfi almannavarna. Staðbundin stjórnvöld undirbúa fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbragðsáætlanir.
Samfélagslega mikilvæg verkefni: Verkefni eru skilgreind mikilvæg ef missir þeirra gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þessi skýrsla fjallar um samfélagsleg verkefni sem einkennast af því að ef bilun eða brestir koma upp, gæti það fljótt leitt til tjóns eða missis á starfsemi og því er sérstaklega mikilvægt að forðast truflanir.
• Tímatakmarkanir: Hugtakið er eingöngu notað um verkefni sem samfélagið getur ekki verið án í sjö daga eða skemur án þess að það ógni öryggi íbúa og/eða öryggiskennd þeirra.
• Gert er ráð fyrir að atvik komi upp sem hafa í för með sér þörf fyrir viðbúnaðarúrræði á þessu sjö daga tímabili.
Samkvæmisreglan: Ein af fjórum grundvallarreglum í viðbragðskerfi almannavarna. Á hættutímum sér yfirvald eða stofnun um björgunarstörf á verksviði sínu.
Samræmingarreglan: Ein af fjórum grundvallarreglum í viðbragðskerfi almannavarna. Allir viðbragðsaðilar samhæfa störf sín við undirbúning á aðgerðum vegna hættuástands þannig að búnaður og mannafli sé nýttur á árangursríkan hátt.
Starfsgeta (e. functional capability of society): Hugtakið á við mikilvæga virkni en orðið geta er yfirleitt notað í sömu merkingu og hæfni[6] en í því felst hæfileiki og frammistaða.[7] Á sviði almannavarna gefur starfsgeta til kynna hvað samfélagið verður að gera ráð fyrir að geta viðhaldið, nánast sama hvað gerist.
Sviðsábyrgðarreglan: Ein af fjórum grundvallarreglum í viðbragðskerfi almannavarna. Sá aðili sem fer venjulega með stjórn tiltekins sviðs samfélagsins, tiltekins svæðis eða umdæmis skal skipuleggja viðbrögð og koma að stjórn aðgerða þegar hættu ber að höndum.
Viðbragð (e. response): Aðgerðir viðbragðsaðila og opinberra aðila til að bregðast við yfirvofandi hættu eða atburði sem þegar er orðinn í þeim tilgangi að bjarga lífi, lágmarka heilsufarsáhrif, tryggja öryggi og mæta grunnþörfum almennings á áhrifasvæði hamfara.
Viðbragðsáætlun: Hugtakið vísar hér til þeirrar viðbragðsáætlunar sem fjallað er um í 17. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og 3. gr. reglugerðar um efni og gerð viðbragðsáætlana nr. 323/2010:
„Einstök ráðuneyti, undirstofnanir þeirra, sveitarfélög og stofnanir á þeirra vegum skulu gera viðbragðsáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðbrögðum og aðgerðum í almannavarnaástandi. Í viðbragðsáætlun er fjallað um:
• Skipulagningu aðgerða.
• Viðbúnað viðbragðsaðila, m.a. liðsafla, þjálfun liðsafla og útbúnað og stjórnsýsluviðbúnað.
• Samgöngur og fjarskipti.
• Framkvæmd ráðstafana á hættustundu.
• Samhæfingu og stjórn aðgerða viðbragðsaðila og annarra aðila.
• Áfallahjálp og aðstoð við þolendur.
• Hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landi. “
Auk þess þurfa eftirfarandi atriði að koma fram í viðbragðsáætlun:
• „Inngangur þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðeigandi lögum og þeim forsendum sem viðbragðsáætlun byggir á
• Skilgreiningar á hugtökum
• Upplýsingar um staðhætti
• Stigskipting viðbragðsáætlunar í óvissu-, hættu- og neyðarstig
• Hverjir teljist til viðbragðsaðila, hlutverk þeirra, viðbrögð og starfssvæði
• Hvernig staðið skuli að boðun viðbragðsaðila
• Hver taki ákvörðun um virkjun viðbragðsáætlunar
• Breytingasaga viðbragðsáætlunar.“
Viðbúnaður (e. preparedness): Hugtakið á við um skipulagðar og undirbúnar aðgerðir sem gera ráðuneyti kleift að takast á við óæskileg atvik og neyð svo að afleiðingar verði sem minnstar.
Viðbúnaðaðaráætlun: Undirbúningur ráðuneyta fyrir viðbrögð eða til að draga úr líkum á að þörf sé á viðbragði. Viðbúnaðaráætlun byggir á greiningu ráðuneytisins á áhættu og áfallaþoli og inniheldur lýsingu á ábyrgð, hæfni og búnaði vegna þeirrar áhættu sem hefur verið greind. Samantekt viðbúnaðaráætlunarinnar verður hluti af viðbragðsáætlun, sbr. 2. tl. undir viðbragðsáætlun, og er undirstaða þess að til séu nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðbragðsaðila svo hægt sé að gera ytri neyðaráætlanir.
Öryggi samfélagsins og borgaranna: Markmið almannavarna sem hér er lýst sem getu samfélagsins til að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, að umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara, farsótta eða hernaðaraðgerða, af mannavöldum eða af öðrum ástæðum. Sömuleiðis miðast það við aðveita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur þegar orðið.
Samfélagsleg verkefni teljast mikilvæg ef brottfall þeirra hefur afleiðingar sem ógna grunnþörfum borgaranna og samfélagsins. Grunnþarfirnar eru skilgreindar sem „matur, vatn, hiti, öryggi o.þ.h.“
Tekið er mið af þarfapíramída Maslows enskilgreiningin á grunnþörfum tengist tveimur neðstu þrepum hans: líkamlegar grunnþarfir og þörf fyrir öryggi (sem tekur einnig til reglu og stöðugleika). Maslow flokkaði öryggi undir nauðsynjar, þ.á m. persónulegt öryggi, upplifun á öryggi (þ.e. öryggiskennd), vernd, stöðugleika og reglu (Maslow, 1943).
Grunnþarfir íbúa og samfélags má líka skilgreina sem samfélagsleg grundvallarverðmæti. Í skjalinu, Greining hættusviðsmynda (Almannavarnir, 2021), eru afleiðingar óæskilegra atvika metnar á grundvelli áhrifa þeirra á eftirfarandi fimm samfélagsleg verðmæti:
• Líf og heilsa
• Náttúra og menning
• Efnahagsleg verðmæti
• Stöðugleiki
• Lýðræðisleg gildi og stjórnarhættir
Kjarninn í vinnunni við að tryggja öryggi borgaranna er verndun öryggis og öryggiskenndar íbúa, hvort sem tekið er mið af kenningum Maslows eða samfélagslegum verðmætum.
Hugtökin öryggi og öryggiskennd geta þýtt nokkurn veginn það sama í íslensku máli en hér er þeim gefin svolítið ólík merking.
Með hugtakinu öryggi er hér átt við vernd gegn dauða, líkamlegum skaða eða sjúkdómum, missis lýðræðislegra réttinda og friðhelgi einstaklingsins, missis eða tjóns á nærumhverfi, eignum eða efnislegum gildum.
Með hugtakinu öryggiskennd er hér átt við aðgengi að nauðsynlegri þjónustu og afhendingu vöru sem eru svo mikilvægar að brottfall þeirrar hefur í för með sér alvarlega ólgu í samfélaginu, áhyggjur og vandamál í daglegu lífi.
Þessi samfélagslegu verkefni eru að mörgu leyti mjög háð hvert öðru. Brestur í einu verkefni breiðist í mörgum tilfellum út til annarra mikilvægra verkefna.
Ákvörðun um hvaða samfélagslegu verkefni eru mikilvæg og hverju þau samanstanda af miðast við þrjú skref: flokkun í tegundir samfélagslegra verkefna, sundurliðun í samfélagslega mikilvæg verkefni og skilgreining og lýsing á starfsgetu. Útgangspunkturinn er skilgreining á samfélagslega mikilvægu verkefni, en hún er tengd þeim neikvæðu áhrifum sem tap á verkefninu hefur fyrir getu samfélagsins til að vernda öryggi og öryggiskennd íbúa.
Í fyrsta skrefi er hugtakið samfélagslega mikilvægt verkefni skipt í þrjá flokka sem eru skilgreindir á grundvelli þess hvernig brestur eða bilun í verkefnum getur haft áhrif á grunnþarfir samfélagsins og íbúanna (sjá einnig Mynd 2).
A. Lýðræðisleg gildi og fullveldi
Í þessum flokki eru verkefni sem eru grundvallarskilyrði til að hægt sé að sinna öðrum verkefnum samfélagsins, s.s. að viðhalda landhelgi og sjálfstjórn, samfellu í stjórnun og heildargetu til að mæta óvenjulegum aðstæðum.
B. Öryggi borgaranna
Í þessum flokki eru verkefni sem fyrst og fremst hafa bein áhrif á getu samfélagsins til að standa vörð um grunnöryggi borgaranna. Aðalhlutverk þessara verkefna er að vernda gegn dauða, líkamlegum skaða eða sjúkdómum, missi lýðræðislegra réttinda og friðhelgi einstaklingsins, missi eða tjóni á umhverfi, eignum eða efnislegum verðmætum.
C. Virkni samfélagsins
Í þessum flokki eru verkefni sem fyrst og fremst hafa óbeina þýðingu fyrir getu samfélagsins til að viðhalda öryggi íbúa. Þau samfélagslegu verkefni, sem hér eru talin, eru afhendingar á mismunandi vöru og þjónustu sem byggist á innviðum. Verkefnin eru einnig mikilvæg fyrir öryggiskennd borgaranna en óháð afleiðingum, getur brestur eða bilun hrundið af stað ólgu, valdið áhyggjum og skapað vandamál í daglegu lífi.
Í öðru skrefi ákvörðunartökunnar eru þessir flokkar sundurliðaðir í samfélagslega mikilvæg verkefni en í því þriðja er þeim lýst með því að skilgreina ákveðna starfsgetu sem verkefnin og hlutaðeigandi aðilar þurfa að geta staðið undir með tilheyrandi skilgreindri virkni. Ákvörðunum er lýst í 4.-6. kafla.
Geta er hugtak sem er mikið notað í almannavörnum (e. capability) og það er almennt notað í varnarmálum. Hugtakið er skylt orðinu færni sem þýðir að „hafa hæfni eða vera fær um eitthvað“ Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók merkir geta að „vera fær um“ og er oft notað í sömu merkingu og „hæfni“. Á sviði almannavarna gefur starfsgeta (e. functional capability of society) til kynna hvað það er sem samfélagið verður að gera ráð fyrir að geta viðhaldið, nánast sama hvað gerist.
Mynd 2: Tegundir samfélagslegra verkefna
Til þess að hægt sé að nota umgjörðina í kafla 3.5 við stjórnun og eftirfylgni er sameiginlegur skilningur nauðsynlegur sem og skýr dæmi um hvaða virkni þarf fyrir ólíka starfsgetu.
Mikilvæg virkni getur tengst eftirfarandi:
• Samfella: Geta til að viðhalda þjónustu eða afhendingu vöru þegar starfsemi verður fyrir óæskilegu atviki. Sum verkefni þarfnast þess að hægt sé að halda uppi næstum eðlilegri afhendingu á vöru eða þjónustu en önnur krefjast þess að völdum þáttum sé haldið gangandi óslitið. Til þess að gefa til kynna að viðeigandi stjórnvöld verði að leggja mat á mikilvæga þætti í slíkum tilvikum, er m.a. gripið til orða eins og forgangsröðun, nauðsynlegur eða nægjanlegur.
• Öryggi: Geta til að viðhalda viðunandi öryggisstigi í starfsemi sem hugsanlega getur valdið – eða getur verið nýtt til að valda – skaða á lífi og heilsu, skaða á umhverfi eða tapi á öðrum samfélagslegum verðmætum. Í lýsingu slíkrar virkni eru hugtök eins og samþykkjanleg áhætta og viðunandi öryggi stundum notuð til að gefa til kynna að hlutaðeigandi stjórnvöld verði að meta hvaða áhættustig hægt er að búa við.
• Viðbúnaður: Geta til að hrinda fyrir fram skipulögðum aðgerðum í framkvæmd þegar óvenjulegar aðstæður koma upp. Gert er ráð fyrir að öll starfsemi sem ber ábyrgð á samfélagslega mikilvægum verkefnum hafi viðbúnaðargetu. Það er því aðeins fyrir þá sem hafa viðbragð að aðalverkefni og fyrir stjórnsýsluna sem slík virkni er skilgreind í yfirlitinu.
Útgangspunkturinn fyrir skýrsluna er þörf fyrir samfellu í verkefnum sem eru mikilvæg fyrir öryggi borgaranna og samfélagsins, sama hvað gerist. Skýrslan fjallar ekki um hvort núverandi geta samfélagsins til að starfa á ýmsum sviðum sé nægjanleg eða ekki. Geta til að takast á við aðstæður sem krefjast mun meira en að viðhalda eðlilegri virkni (t.d. styrjöld) er ekki heldur umfjöllunarefni hér. Starfsemi sem ber ábyrgð á samfélagslega mikilvægum verkefnum verður engu að síður að gera ráð fyrir að geta tekist á við slík atvik.
Flokkurinn lýðræðisleg gildi og fullveldi nær til verkefna sem lýsa má sem grundvallarskilyrðum annarra verkefna samfélagsins. Meðal mikilvægra verkefna í þessum flokki er að viðhalda landhelgi og sjálfstjórn og að tryggja samfellu í stjórnun og heildargetu til að mæta óvenjulegum aðstæðum.
Grunnforsenda þess að vernda öryggi íbúa er að íslensk stjórnvöld ráði yfir íslensku yfirráðasvæði og geti starfað óháð ótilhlýðilegum þrýstingi frá erlendum ríkjum og öðrum aðilum. Sömuleiðis er grundvallaratriði að stjórnvöld hafi getu til að viðhalda eðlilegri stjórnun og mæta óvenjulegum aðstæðum með þeim auðlindum sem þarf. Á þeim grundvelli hafa tvö samfélagslega mikilvæg verkefni verið skilgreind innan flokksins lýðræðisleg gildi og fullveldi: stjórnun og viðlagastjórnun og varnarmál. Þau verkefnin fela í sér að viðhalda fullveldi Íslands og tryggja frelsi til athafna og sjálfstjórnar gagnvart öðrum ríkjum, sem og virkni óháð því hvaða atvik geta átt sér stað. Sé þessum tveimur samfélagslegu verkefnum sinnt hafa ríkið og önnur stjórnvöld nauðsynlegar forsendur til að vernda öryggi og öryggiskennd íbúanna (sjá Mynd 3).
Mynd 3: Samfélagsleg verkefni í flokknum lýðræðisleg gildi og fullveldi
Samfélagslega verkefnið stjórnun og viðlagastjórnun er tengt stjórnskipan samfélagsins en það felur í sér þau störf sem æðsta stjórn landsins, s.s. ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, fer með og einnig þau sem opinber stjórnsýsla fer með (bæði ríki og sveitarfélög). Verkefnið felur í sér getu til að viðhalda sjálfstæði og nauðsynlegu athafnafrelsi, vernd gegn áþreifanlegum og stafrænum árásum og viðhald tilheyrandi starfsemi undir margvíslegu álagi. Stjórnun og forysta í óvenjulegum aðstæðum falla einnig undir þetta verkefni (sjá Mynd 4).
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
· Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands
· Leiðbeiningar fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli fyrir stærri einingar (t.d. stofnanir og sameinaðar almannavarnanefndir fyrir fleiri sveitarfélög)
· Leiðbeiningar fyrir ráðuneyti um greiningu á áhættu og áfallaþoli
· Leiðbeiningar við greiningu á áhættu og áfallaþoli í sveitarfélagi Lög um almannavarnir
· Lög um brunavarnir
· Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
· Lög um fjarskipti
· Lög um heilbrigðisþjónustu
· Lög um Landhelgisgæslu Íslands
· Lög um landlækni og lýðheilsu
· Lög um Stjórnarráð Íslands
· Lög um þjóðaröryggisráð
· Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
· Lögreglulög
· Raforkulög
· Sóttvarnarlög
· Sveitarstjórnarlög
· Útvarpslög
· Varnarmálalög
· Orkulög
· Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Mynd 4: Samfélagslega verkefnið stjórnun og viðlagastjórnun
Ríkisstjórn, ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýsla
Stjórnarskráin er grundvöllur stjórnskipanar ríkisins og stjórnsýslunnar og er grundvöllur íslenska réttarríkisins. Stjórnarskráin hefur m.a. ákvæði um stjórnarform, um löggjafarvald (Alþingi), framkvæmdarvald (forseti Íslands og ráðherrar) og dómskerfi (dómstólar). Stjórnarskráin, venjuréttur, mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar eru mikilvægustu undirstöður stjórnarforms Íslands og skilnings á lögum og löggjöf. Önnur löggjöf á Íslandi dýpkar og skýrir ákvæði stjórnarskrárinnar.
Viðhald ríkisstjórnar sem er í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar er grundvallaratriði í þjóðaröryggi. Hlutverk ríkisstjórnarinnar sem framkvæmdarvalds er mikilvægast, ekki síst í neyðarástandi. Að lokum er ríkisstjórn sem getur unnið á grundvelli þjóðarhagsmuna forsenda sjálfstæðis landsins. Mikilvægt er fyrir ríkisstjórn að tryggja að hægt sé að taka ákvarðanir án óeðlilegs þrýstings frá erlendum ríkjum eða sterkra takmarkana af diplómatískum eða hernaðarlegum toga. Forsenda þess er virk stefna til langtíma í utanríkis- , varnar- og öryggismálum.
Hlutverk stjórnsýslunnar er m.a. að undirbúa og hrinda í framkvæmd pólitískum ákvörðunum. Starfandi stjórnsýsla er því forsenda þess að ríkið geti sinnt verkefnum sínum. Stjórnsýslan samanstendur af ráðuneytum og undirstofnunum þeirra auk annarra stofnana sem fara með stjórnsýslu. Hver ráðherra er stjórnskipulega ábyrgur gagnvart Alþingi innan síns málefnasviðs. Ráðuneyti bera sjálfstæða ábyrgð á að tryggja öryggi og samfellu í eigin starfsemi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber heildarábyrgð á ytra öryggi ríkisbygginga, innviðum þeirra og öryggi sameiginlegra lausna, t.d. á UT-sviði sem ráðuneytum er boðið upp á.[8] Innviðaráðuneytið fer með ábyrgð á fjarskiptamálum.
Í íslensku stjórnsýslunni hefur fjöldi fagsviða verið starfræktur hjá stofnunum. Hlutverk stofnananna er að styðja faglega við ráðuneytin og framkvæma stefnu sem ríkisstjórnin og Alþingi samþykkja. Margar stofnanir hafa fengið framseldar heimildir og ábyrgð á eftirliti og stjórnun á málefnasviðinu og gegna lykilhlutverki í neyðarstjórnun. Eftirlitshlutverk geta verið inni í fagstofnunum eða verið aðgreindar í sérstökum eftirlitsstofnunum, t.d. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.
Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um.[9] Innviðaráðuneytið ber ábyrgð á leiðsögn, eftirfylgni og eftirliti með sveitarfélögum. Verkefni sem varða samhæfingu sveitarfélaga eru m.a. hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skipulagsstofnun.
Fjöldi samfélagslega mikilvægra verkefna hefur verið falin sveitarfélögunum. Stórum hluta þarfa íbúanna á sviði öryggis og velferðar er sinnt af sveitarfélögum en stofnanir sveitarfélaga og að einhverju leyti einnig stjórnsýsla sveitarfélaganna gegna mjög mikilvægu hlutverki í mörgum neyðaraðstæðum.
Vel starfandi stjórnsýsla hvílir á ýmsum forsendum. Mikilvægi sjálfstjórnar ríkisins og athafnafrelsis er lýst hér að framan. Í framhaldi er nauðsyn þess að tryggja sig gegn njósnum, skemmdarverkum og hagræðingum í vafasömum tilgangi.
Fjárhagslegt frelsi til athafna er ekki síður mikilvægt en að vera án utanaðkomandi þrýstings.
Hryðjuverk sem beinst hafa að stjórnsýslu víða um heim, t.d. atvikið þann 22. júlí árið 2011 í Noregi, sýna mikilvægi þess að tryggja öryggi bygginga og starfsfólks gegn árásum. Auk þess eru ýmsar aðrar forsendur sem þurfa að vera fyrir hendi til að starfsemi geti farið fram óhindrað, svo sem aðgangur að raforku, rafræn samskipti, nægilegur fjöldi starfsfólks, húsnæði, upplýsingatæknikerfi.
Viðbúnaður og viðlagastjórnun
Ríkisstjórnin og stjórnsýslan verða ekki aðeins að geta séð um athafnir frá degi til dags, heldur einnig að geta tekist á við óvenjulegar aðstæður þar sem þau úrræði sem alla jafna eru til staðar og það skipulag sem gildir dugar ekki.
Ríkisstjórnin ber æðstu ábyrgð á viðbúnaði þjóðarinnar og meðhöndlun atvika sem hafa áhrif á samfélagið. Ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að takast á við óæskileg atvik, eru faldar hverju ráðuneyti og undirstofnunum þeirra. Í héraði liggur ábyrgðin hjá viðeigandi sveitarfélagi eða sveitarfélögum. Lögreglan hefur forystu í aðgerðastjórnum í samræmi við 11. gr. almannavarnalaga og 8 gr. lögreglulaga og ber ábyrgð á því að hrinda í framkvæmd og skipuleggja björgunaraðgerðir þar sem lífi eða heilsu fólks er ógnað. Til viðbótar ábyrgð sinni á málefnasviðinu hefur dómsmálaráðuneytinu verið falið samræmingarhlutverk til að tryggja alhliða og samræmdan viðbúnað.
Öll starfsemi sem miðar að því að tryggja öryggi borgaranna sem og viðbúnað byggir á meginreglum um sviðsábyrgð, nálægð, samkvæmi og samræmingu, sbr. athugasemdir við stjórnarfrumvarp 204/135 um almannavarnir og stefnu í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017.
Ábyrgð og verkefni í viðlagastjórnun eru að hluta fest í lög og leiðbeiningar. Hið sama gildir um hernaðarstjórnun þar sem alþjóðalög (þjóðarréttur) skipta einnig miklu máli.
Hlutverk og verkefni samhæfingar- og stjórnstöðvar koma fram í 12. og 13. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 en þar fer samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða fram. Í lögunum kemur fram að ráðuneyti þurfi að vinna greiningu á áhættu og áfallaþoli og gera viðbragsáætlun, útbúa áætlun um samskipti og upplýsingagjöf um óvænta atburði og vera reiðubúin til að takast á við allar tegundir neyðar.
Þegar frumvarp til laga um almannavarnir var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1962, voru lögin sett fram eftir að allar varúðarráðstafanir til varnar, aðstoðar og líknar almenningi sem leiða kynnu af hernaðaraðgerðum annarra þjóða höfðu fallið niður. Spennan í heimsmálum var hins vegar mikil og því þótti nauðsynlegt að setja lög um skipulagningu og framkvæmdir ráðstafana til að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum hernaðaraðgerða.
Við brottför varnarliðsins árið 2006 þótti þörf á að efla almennt öryggi en þágildandi lög voru að stofninum til frá 1962 þó breytingar hafi verið gerðar á þeim níu sinnum og þar af sex sinnum frá árinu 1996. Í lögunum kom fram fjöldi nýmæla, m.a. mikil rýmkun markmiðs og gildissviðs laganna auk þess sem komið var á fót sérstakri samhæfingar- og stjórnstöð sem hefur yfirumsjón með og stjórnar aðgerðum við leit og björgun á landi, sjó og í lofti.
Dreifing á heitu vatni og rafmagni skiptir miklu máli fyrir stjórnunargetu landsins. Nánar er fjallað um þessi samfélagslegu verkefni í kafla 6.4. Ábyrgð á orkuöryggi liggur hjá stjórnvöldum, ráðherrum, ráðuneytum og undirstofnunum. Lögum samkvæmt gegna fyrirtæki á orkumarkaði einnig mikilvægu hlutverki þegar kemur að orkuöryggi. Regluverk mælir fyrir um skýra ábyrgð, yfirsýn og hlutverk þessara aðila. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer með yfirstjórn málefnasviðsins. Afhending raforku og dreifing á heitu vatni er hluti af þeim þáttum sem fellur undir stjórnun samhæfingar- og stjórnstöðvar ef um almannavá er að ræða[10]. Neyðarsamstarf raforkukerfisins á fulltrúa í samhæfingar- og stjórnstöð. Orkustofnun er ekki skilgreindur viðbragðsaðili en styður við viðbrögð viðbragðsaðila eins og þurfa þykir. Neyðarsamstarf raforkukerfisins er samvinnuvettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Orkustofnun er eftirlitsstofnun og hefur því eftirlit með því að undirbúningur og skipulag viðbúnaðar orkugeirans sé fullnægjandi, eftirlit með framkvæmdum á meðan hættuástand varir og gerir úttekt á árangri aðgerða auk þess að taka þátt í starfsemi Almannavarna- og öryggismálaráðs.[11]
RÚV ber skylda að koma á framfæri tilkynningum frá stjórnvöldum til að tryggja að upplýsingar frá stjórnvöldum berist íbúum ef brýna nauðsyn ber til. Lög um fjölmiðla nr. 38/2011 krefjast þess að allar fjölmiðlaveitur sendi skilaboð fá yfirvöldum þegar þau eru mikilvæg. Almannavarnir eru ábyrgar fyrir heimasíðunni almannavarnir.is en sú síða er gátt sem m.a. safnar upplýsingum stjórnvalda í neyðarástandi og tengir við viðeigandi upplýsingar frá öðrum aðilum.
Sýslumaður og stofnanir[12] hafa tengingu við sveitarfélögin og þjónustu þeirra. Ábyrgð þeirra á viðbúnaði og viðlagastjórnun má lesa nánar um í Leiðbeiningum fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli fyrir stærri einingar (t.d. stofnanir og sameinaðar almannavarnanefndir fyrir fleiri sveitarfélög) en leiðbeiningarnar lýsa m.a. ábyrgð á eigin viðbúnaðaráætlun og ábyrgð vegna samhæfingar í héraði við meðhöndlun óæskilegra atvika. Í Leiðbeiningum um störf almannavarnanefnda[13] er m.a. fjallað um samsetningu almannavarnanefndar.
Lög um almannavarnir nr. 82/2008 setja reglur um almenna ábyrgð sveitarfélags innan viðbúnaðar og viðlagastjórnunar og bæta við ákvæði sem sett eru í löggjöf málefnasviðsins. Markmið almannavarnalaga er m.a. að vernda líf, heilsu, umhverfi, efnisleg gildi og mikilvæga innviði þegar ógnir og óæskileg atvik steðja að af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum, af völdum farsótta, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum. Verkefnum og ábyrgð almannavarna er stýrt með lögum. Verkefni almannavarna er m.a. að skipuleggja og hrinda í framkvæmd ráðstöfunum til verndar almenningi, umhverfinu og efnislegum verðmætum. Lög um almannavarnir stjórna einnig viðbúnaðarskyldu sveitarfélaga. Sveitarfélagi er m.a. skylt að útbúa viðbúnaðaráætlun sem felur í sér yfirlit yfir hvaða aðgerðir eru tilbúnar til að takast á við óæskileg atvik, þ.á m. áætlun um neyðarstjórnun sveitarfélagsins, rýmingaráætlun og áætlun um upplýsingar til íbúa og fjölmiðla. Sveitarfélög gegna einnig mikilvægu hlutverki í viðbúnaði samfélagsins á sviði heilbrigðis-, félags- og velferðarmála.
Sérstakar ráðstafanir gilda innan málefnasviðanna geislavarnir (sjá kafla 5.2.1) og vernd gegn bráðamengun (sjá kafla 5.5.1).
Þeirri virkni sem samfélagið verður að viðhalda hverju sinni vegna Stjórnunar og viðlagastjórnunar er skipt í tvo flokka eftir starfsgetu: Ríkisstjórn, ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýsla og svo Viðbúnaður og viðlagastjórnun.
Ríkisstjórn, ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýsla
Geta til að viðhalda stjórnarskrárbundnum störfum og starfsemi á forgangsverkefnum stjórnsýslunnar
Starfsgetan felur í sér að halda uppi starfsemi aðila í æðstu stjórn ríkisins, eins og ríkisstjórninni, Alþingi og Hæstarétti, svo og þeim þáttum í starfsemi stjórnsýslunnar sem eru nauðsynlegir til að tryggja stjórnun og þjóðaröryggi frá degi til dags. Þetta felur í sérforsendu að viðhalda sjálfræði ríkisins og athafnafrelsi, þar með talin eftirgrennslan, samanber umfjöllun í samfélagslega verkefninu varnir ríkisins.
Starfsgetan á við um bæði stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Með forgangsverkefnum er átt við að stjórnsýslustofnanir verði að skilgreina hvaða verkefni eru brýn á hverjum tíma og skipuleggja starfsemi út frá því. Þetta felur einnig í sér öryggi starfsmanna, upplýsinga og mannvirkja.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti forseta Íslands
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Fjarskiptastofa
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
• Forsætisráðuneytið
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Landmælingar Íslands
• Lögreglustjórar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Mennta- og barnamálaráðuneytið
• Neyðarlínan
• Orkustofnun
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Ríkisstjórnin, Alþingi og Hæstiréttur
• Samgöngustofa
• Seðlabanki Íslands
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Utanríkisráðuneytið
• Öryggissvið RLS
• Aðrar stofnanir
Viðbúnaður og viðlagastjórnun
Geta til að viðhalda viðbúnaði og takast á við neyð og önnur óæskileg atvik
Með því að viðhalda viðbúnaði er hér átt við getu starfseminnar til að skipuleggja, úthluta auðlindum til og hrinda í framkvæmd fyrirframskipulögðum aðgerðum ef hætta skapast eða slys verða til að takast á við eða draga úr tjóni. Hér er neyðarviðbúnaður notaður í skilningi neyðarviðbúnaðar hjá stofnunum ríkis (ráðuneyti, stofnanir, sýslumenn o.s.frv.) og sveitarfélaga. Viðbúnaður hjá lögreglu og Landhelgisgæslu og starfsemi sem ber ábyrgð á samfélagslega mikilvægum verkefnum og þjónustu við íbúa (heilbrigðisþjónusta, slökkvilið, fjármálageirinn o.s.frv.) er ekki meðtalin hér, heldur er hún samþætt í virkni fyrir starfsgetu þeirrar þjónustu.
Allur viðbúnaður vegna varnarmála og í tengslum við neyð sem varðar öryggis- og varnarmál er innifalinn.
Með neyð er hér átt við óæskilegt ástand með mikla óvissu og mögulega óviðunandi afleiðingar fyrir einstaklinga, starfsemi eða ríki sem verða fyrir áhrifum. Með viðlagastjórnun er átt við allar athafnir sem starfsemi ræðst í til að geta, eins og kostur er, tekist á við og takmarkað afleiðingar þess ástands sem upp er komið tafarlaust og til lengri tíma. Yfirleitt er ekki hægt að uppfylla brýna þörf fyrir þær auðlindir sem þörf er á í neyðarástandi með þeim auðlindum sem að starfsemi hefur alla jafna yfir að ráða. Það getur því verið nauðsynlegt að forgangsraða á ný og hugsanlega bæta við viðbótarauðlindum.
Félagslegur viðbúnaður, samanber lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, er hér meðtalinn. Viðbúnaður vegna heilbrigðisþjónustu er hluti af samfélagslega verkefninu heilsa og velferð. Að auki er íbúaviðvörun talin með, t.d. að nota lúðra eða SMS sendingar í síma sem staðsettir eru á ákveðnum landssvæðum og önnur samskipti vegna áhættu og neyðar, þ.e. geta starfseminnar til að sjá íbúum fyrir samræmdum og markvissum upplýsingum áður en neyðarástand hefst og á meðan það varir. Markmiðið með því að miðla upplýsingum um áhættu er að gera samfélagið minna viðkvæmt og gera einstaklinga hæfari til að takast á við og takmarka afleiðingar hættulegra aðstæðna ef þær koma upp.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Forsætisráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Mennta- og barnamálaráðuneytið
• Neyðarlínan
• Rauði krossinn á Íslandi
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• RÚV
• Slysavarnafélagið Landsbjörg
• Stofnanir, opinber fyrirtæki o.fl.
• Sveitarfélög
• Sýslumenn
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
• Önnur sjálfboðaliðasamtök
Samfélagslega verkefnið varnarmál er tengt viðhaldi sjálfstæðis Íslands og vörnum ríkisins gagnvart mögulegum hagsmunum erlendra ríkja af því að ná yfirráðum yfir íslensku yfirráðasvæði eða íslenskum auðlindum eða þrýsta á íslensk stjórnvöld til að draga úr athafnafrelsi stjórnvalda. Samfélagslega verkefnið tengist aðallega verkefnum í varnarmálum og það sama á m.a. við um þann hluta af starfsemi öryggissviðs RLS sem tengist eftirliti með starfsemi erlendra ríkja á Íslandi (sjá Mynd 5). Utanríkisþjónustan, sem er einnig mikilvæg til að gæta íslenskra hagsmuna gagnvart öðrum ríkjum, er hluti af samfélagslega verkefninu stjórnun og viðlagastjórnun en eftirlit með einstaklingum og samtökum innanlands og varnir gegn hryðjuverkaárásum eru hluti af samfélagslega verkefninu lög og regla.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um almannavarnir
• Lög um Landhelgisgæslu Íslands
• Lög um loftferðir
• Lög um samgöngustofu
• Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála
• Lög um Stjórnarráð Íslands
• Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
• Lög um þjóðaröryggisráð
• Lögreglulög
• Varnarmálalög
• Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála
• Reglugerð um greiningardeild ríkislögreglustjóra
• Reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjóra
• Reglugerð um starfsemi sprengjusérfræðinga, hæfisskilyrði og menntun
• Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
• Verklagsreglur fyrir starfsemi Greiningardeildar RLS
Mynd 5: Samfélagslega verkefnið varnarmál
Að standa vörð um sjálfstæði Íslands og fullveldi, friðhelgi landamæra Íslands og pólitískt athafnafrelsi eru grundvallaröryggishagsmunir og eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Íslenskra öryggishagsmuna er gætt með utanríkis-, öryggis- og varnarmálum og þessi málefnasvið þarf að sjá í samhengi. Íslensk öryggisstefna byggir á aðild að NATO en einnig á þátttöku í öðru alþjóðasamstarfi og á tvíhliða samskiptum við ríki sem eru mikilvæg fyrir öryggi Íslands.[14]
Megintilgangur með framkvæmd varnarmála er að viðhalda fullveldi Íslands og sjálfstæði, verja landið gegn alvarlegum ógnum, innrásum og árásum sem og koma á fyrirstöðu gegn valdbeitingu erlendra ríkja. Að ráðast á Ísland ætti að vera veruleg áhætta fyrir þá sem kunna að hafa hug á því.
Verndun öryggis Íslands gegn utanaðkomandi ógnum er í höndum Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Grunnhlutverk þeirra er að vernda og gæta öryggis Íslands, hagsmuna og verðmæta. Landhelgisgæslan og lögreglan er, ásamt bandamönnum Íslands, ætlað að leggja sitt af mörkum til að verja fullveldi Íslands og landhelgi og leggja sitt af mörkum til að verja og framfylgja réttindum Íslands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis. Lögreglan og Landhelgisgæslan hafa það hlutverk að stuðla að því að koma í veg fyrir og takast á við öryggisáskoranir gagnvart íslenskum hagsmunum og stuðla þannig að því að tryggja stöðugleika og þróun í samræmi við þá.
Íslenskir öryggishagsmunir tengjast ekki aðeins vernd gegn hefðbundnum hernaðaraðferðum. Stafræna rýmið gegnir sífellt mikilvægara hlutverki og árásir á stafræna rýmið geta haft áhrif á kerfi og aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði og ógnað fullveldi Íslands og öryggi ríkisins. Hernaður er því ekki lengur takmarkaður við raunheima heldur á sér einnig stað í netheimum og tekur á sig aðrar myndir en áður. Íslenska örygginu getur einnig verið ógnað af njósnum og skemmdarverkum sem eiga sér stað með hjálp þeirra tækifæra sem hafa opnast með alþjóðlegri samtengingu upplýsingatækniauðlinda sem internetið auðveldar. Sú þróun á þátt í að gera skilin á milli hernaðarlegra og borgaralegra málefnasviða óljósari.
Þróun umhverfis okkar, á norðurslóðum og á heimsvísu, hefur áhrif á öryggið á Íslandi. Forsenda fyrir fullveldi og friðhelgi landamæra Íslands er getan til að fylgjast með starfsemi erlendra aðila á og nálægt íslensku yfirráðasvæði. Tilgangurinn er m.a. að viðhalda fullveldi Íslands og torvelda erlendar njósnir. Framkvæmd einstakra áhersluþátta í varnarmálum Íslands fellur undir ábyrgðarsvið mismunandi ráðuneyta. Utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og innviðaráðuneytið vinna að framkvæmd stefnunnar ásamt undirstofnunum sínum. Landhelgisgæslan og lögreglan gegna mikilvægu hlutverki í þessu samhengi.
Innviðaráðuneytið fer með málefni sem varða netöryggi. Dómsmálaráðuneytið fer með mál er lúta að afbrotum tengd netinu og utanríkisráðuneytið fer með formleg tengsl við önnur ríki, t.d. vegna netvarna. Eftirlit og upplýsingaöflun eru einnig mikilvæg í netheimum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með óæskilegum aðgerðum sem beinast að íslenskum upplýsingum í gegnum CERT-ÍS.
Stefnur í öryggis- og varnarmálum, utanríkisstefna og stefna í almannavarna- og öryggismálum þurfa að taka til langtímasjónarmiða og hafa getu til að bregðast hratt við. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir mögulega getu og áform ýmissa erlendra aðila til að ógna íslenskum öryggishagsmunum. Lögreglan ber ábyrgð á eftirliti með njósnastarfsemi erlendra aðila á Íslandi og í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld að fylgjast með slíkri starfsemi sem varðar Ísland erlendis.
Eitt meginmarkmið varnarmála er að koma í veg fyrir valdbeitingu erlendra ríkja og samtaka gegn Íslandi. Forvarnir felast m.a. í því að gera líklegt að slík valdbeiting muni hafa mjög mikinn kostnað í för með sér fyrir árásaraðila og að hluta til að gera það erfitt að beita valdi með því að koma á ýmsum hindrunum.
Í netheimum er fyrirbyggjandi öryggi sérstaklega mikilvægt. Hér eru margir aðilar og árásir á einn þeirra geta þýtt að aðrir verði einnig fyrir óbeinum áhrifum, annað hvort með því að nýjar stafrænar árásir séu byggðar á neti viðkomandi aðila eða vegna þess að samfélagslega mikilvæg verkefni séu sett úr leik og hafi þannig áhrif á samfélagið í heild.
Varnarmálalög og tilheyrandi reglugerðir gilda um yfirvöld sem og tiltekin einkafyrirtæki og skilgreina kröfur um upplýsingaöryggi, starfsmannamál og rekstur öryggissvæða, loftvarnarkerfis o.fl. Pólitískt forræði varnarmála liggur hjá utanríkisráðherra. Landhelgisgæslan og embætti ríkislögreglustjóra sinna framkvæmd hinna varnartengdu verkefna.[15]
Greiningardeild RLS rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Í því sambandi eru verkefni greiningardeildar RLS m.a. að safna saman upplýsingum, vinna úr þeim, greina þær og skipta á til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á afbrotum. Eins þarf Greiningardeild RLS að veita lögregluliðum aðstoð vegna landamæravörslu og taka þátt í aðgerðarstjórn ríkislögreglustjóra vegna sérstakra verkefna. Ríkislögreglustjóri mælir fyrir um almennt vástig og sérstakt vástig vegna flugverndar og siglingaverndar í samræmi við alþjóðasáttmála sem Ísland er aðili að. [16]
Til þess að viðhalda fullveldi er mikilvægt er að geta borið kennsl á og afmarkað umferð skipa og loftfara frá erlendum ríkjum, vinveittra eða óvinveittra, á íslensku yfirráðasvæði eða á íslenska efnahagssvæðinu. Með mikla fiskveiðahagsmuni gegnir Landhelgisgæslan mikilvægu hlutverki og sér um löggæslu á hafinu. Landhelgisgæslan getur einnig veitt lögreglu og öðrum stjórnyfirvöldum aðstoð í samræmi við nánari reglur.
Utanríkisráðuneytið er tengiliður við erlend hermálayfirvöld sem eru til aðstoðar skv. milliríkja- og fjölþjóðasamningum þegar almannavarnaástand skapast á Íslandi. Borgaraleg yfirvöld sinna samstarfi bæði við erlend hermála- og borgaraleg yfirvöld á sviði almannavarna. Ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæslan sinna verkefnum á sviði varnarmála samkvæmt samningi við Utanríkisráðuneytið. Þessir aðilar þurfa að stilla saman strengi, varðandi móttöku erlends hjálparliðs og gera áætlun um framlag Íslands vegna ástæðna sem kalla á viðbrögð almannavarna, þ.á m. hernaðaraðgerða. Í neyðarástandi í öryggis- og varnarmálum þurfa þessir aðilar með aðgerðum sínum að búa þannig um hnútana að tryggðar séu hefðbundnar landvarnir í samvinnu við önnur ríki og stofnanir þ.m.t. að óvinveittu ríki sé gert ljóst með hvaða hætti því verði mætt að sé hlutleysi Íslands virt að vettugi og að búið sé í haginn fyrir móttöku aðstoðar.[17]
Varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna lýtur að landvörnum en íslensk stjórnvöld gæta sjálf að innra öryggis þjóðarinnar. „Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, [..], að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum.“[18] Íslensk stjórnvöld reiða sig á lögregluvald en ekki hervald. Lögregla og Landhelgisgæsla þurfa því að hafa getu til að verja íslenskt landsvæði gegn innrásum og árásum innan ramma sameiginlegra varna NATO. Slíkri árás getur fylgt árás á íslensk lén og lén bandalagsaðila og hugsanlega einnig með öðrum aðferðum sem henta til að skapa óróa meðal íbúanna um hvað er að gerast og hverjir standa að baki. Samfélagið verður að hafa getu til að mæta slíkum netárásum.
Í gegnum NATO er Ísland hluti af sameiginlegu öryggis- og varnarsamstarfi og Ísland verður einnig að vera reiðubúið til að taka þátt í vörnum bandalagsaðila.
Í neyðar- eða stríðsástandi verður starfsgeta lögreglunnar, Landhelgisgæslunnar og bandalagsþjóðanna háð fjölmörgum þeirra samfélagslegu verkefna sem hafa verið skilgreind sem mikilvæg og þörf verður á að nota núverandi innviði og flutningskerfi í miklu meira mæli en áður. Þó utanríkisráðuneyti, lögregla og landhelgisgæslan gegni aðalhlutverkum í þeim verkefnum sem snúa að varnarmálum er því ekki hægt að meta getu samfélagsins til að viðhalda fullveldi landsins og athafnafrelsi án þess að leggja einnig áherslu á það að hversu miklu leyti hægt er að viðhalda mörgum öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum sem fjallað er um í þessu skjali.
Þeirri virkni sem samfélagið verður að hafa á hverjum tíma innan málefnasviðsins varnarmál er lýst í starfsgetu sem tengist eftirliti og upplýsingaöflun, forvörnum og vörnum ríkisins.
Eftirlit og upplýsingaöflun
Geta til að fylgjast með erlendum umsvifum sem hafa þýðingu fyrir fullveldi Íslands sem og afla, vinna úr og greina upplýsingar um aðila sem geta ógnað öryggishagsmunum
Starfsgetan felur í sér eftirfarandi:
• Eftirlit með starfsemi erlendra valdhafa (ríkja, samtaka) sem hafa þýðingu fyrir fullveldi Íslands á landi, til sjós og í lofti
• Eftirlit með erlendri starfsemi sem ógnar öryggishagsmunum Íslands í netheimum
• Eftirlit með njósnastarfsemi erlendra ríkja á Íslandi
• Greiningarstarfsemi til að afla, vinna úr og greina upplýsingar um erlend ríki, samtök eða einstaklinga og áform þeirra og getu til að ógna þjóðaröryggishagsmunum
Starfsgetan er mikilvæg til að viðhalda fullveldi Íslands, bæði að því leyti að það gerir yfirvöldum landsins kleift að grípa inn gegn athöfnum sem ógna öryggi og vegna þess að það veitir grundvöll til að gera áætlanir og undirbúa varnir landsins.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• CERT-ÍS
• Dómsmálaráðuneytið
• Greiningardeild RLS
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Netöryggisráð
• Póst- og fjarskiptastofnun
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
• Öryggissvið RLS
Forvarnir
Geta til að koma í veg fyrir aðgerðir sem ríki, samtök eða einstaklingar hafa frumkvæði að sem geta ógnað öryggi
Starfsgetan felur í sér eftirfarandi:
• Upplýsingaöryggi
• Starfsmannamál og rekstur öryggissvæða, loftvarnakerfis
• Öryggisstjórnun í þeim tilgangi að vinna gegn njósnum og skemmdarverkum
Hugtakið upplýsingaöryggi felur bæði í sér öryggi í upplýsingakerfum og öryggi fyrir upplýsingarnar í kerfunum og fyrir upplýsingar sem liggja fyrir á öðrum sniðum (formati).
Fyrirbyggjandi öryggi miðar að því að skapa skilyrði til að vinna gegn ógnunum við sjálfstæði, öryggi ríkisins og öðrum mikilvægum þjóðaröryggishagsmunum en það er byggt á gildandi lögum og reglugerðum.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir málefnasviða
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
• Önnur ráðuneyti
Varnir ríkisins
Geta til að afstýra og takast á við neyðarástand og atvik sem varða öryggisstefnu landsins sem og verja íslenskt landsvæði, ef nauðsyn krefur
Starfsgetan felur í sér eftirfarandi:
• Geta til að afstýra og takast á við neyðarástand og atvik sem varða öryggis- og varnarmál landsins, þ.m.t. að auðvelda þátttöku bandamanna, ef nauðsyn krefur
• Að viðhalda fullveldi landsins og tryggja varnir íslensks yfirráðasvæðis og yfirráðasvæðis bandalagmanna gegn alvarlegum ógnum, innrásum og árásum innan ramma sameiginlegrar varnar NATO
• Þátttaka í fjölþjóðlegri neyðarstjórnun, þ.m.t. í aðgerðum til að styðja við frið
• Varnir stafrænna auðlinda
• Stuðningur borgaralegs samfélags við bandalagsherlið á íslenskri grundu
Varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna lýtur að landvörnum en íslensk stjórnvöld gæta sjálf að innra öryggis þjóðarinnar. „Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, [...], að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum.“ [19] Íslensk stjórnvöld reiða sig á lögregluvald en ekki hervald. Lögregla og Landhelgisgæsla þurfa því að hafa getu til að verja íslenskt landsvæði gegn innrásum og árásum innan ramma sameiginlegra varna NATO. Samfélagið verður að hafa getu til að viðhalda fullveldi landsins eða forðast að lenda í aðstæðum þar sem frelsi yfirvalda er takmarkað með hótunum um beitingu herafla.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Forsætisráðuneytið
• Isavia
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Ráðuneyti og stjórnvöld sem bera ábyrgð á vörnum ríkisins, þ.m.t.:
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Rekstraraðilar öryggissvæða og loftvarnakerfis, ,
• Ríkiseignir
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samgöngustofa
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
Flokkurinn öryggi borgaranna tengist vernd gegn dauða, líkamlegum meiðslum eða veikindum, tapi á lýðræðislegum réttindum og friðhelgi einkalífs, tapi eða skemmdum á umhverfi, eignum eða efnislegum gildum. Brestir eða bilun í samfélagslegum verkefnum sem eru í þessum flokki hafa bein áhrif á getu samfélagsins til að vernda öryggi borgara sinna.
Verndun lífs og heilsu íbúa er aðalhlutverk málefnasviða sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðar- og félagsþjónustu, starfsemi lögreglu, slökkviliða og Landhelgisgæslunnar. Öryggisstarf tengt duldum hættum sem tengjast útsetningu fyrir hættulegum efnum af ýmsum toga snýr einnig að því að vernda líf og heilsu íbúa. Sama gildir um viðvörun um náttúruvá sem tengist eldfjallavá, jarðskjálftum, landrisi, veðurfari, skriðum og flóðum. Hluti af starfi lögreglu og Fangelsismálastofnunar miðar einnig að því að vernda líf og heilsu íbúa.
Innan þess ramma sem gildir um þessa skýrslu verður verndun lífríkis fyrst og fremst tengd viðbúnaði gegn bráðri mengun.
Vernd lýðræðislegra réttinda og friðhelgi einkalífs eru fyrst og fremst verkefni fyrir lögregluna, ákæruvaldið og dómstóla en einnig er þetta mikilvægt markmið í vinnu sem snýr að upplýsingatækniöryggi (UT-öryggi) á vegum ýmissar starfsemi.
Innan flokksins Öryggi borgaranna hafa fimm samfélagsleg verkefni verið skilgreind: lög og regla, heilsa og velferð, björgunarþjónusta, upplýsingatækniöryggi og náttúra og umhverfi (sjá Mynd 6).
Mynd 6: Samfélagsleg verkefni í flokknum öryggi borgaranna
Samfélagslega verkefnið lög og regla samanstendur í grófum dráttum af verkefnum sem eru á ábyrgðarsviðum dómstóla, lögreglu, ákæruvalds og fangelsismála (sjá Mynd 7). Að auki eru verkefni tekin með þar sem ábyrgðin hvílir hjá Skattinum og heilbrigðisstofnunum. Verkefnið byggist á skyldu ríkisins til að tryggja réttindi og frelsi borgaranna, auk þess að vernda þá gegn líkamlegu ofbeldi og misnotkun á eignum, almannagæðum eða löglegri starfsemi. Hlutverk ríkisins byggir á því að menn geri með sér samfélagssáttmála, samkomulag um að fylgja einum lögum og framselja réttinn til að verja líf sitt og eigur til samfélagsins. Siðferðileg réttlæting ríkisins er fólgin í því að það hefur umboð borgaranna til lagasetningar, framkvæmdarvald á grundvelli laganna og heimild til að skera úr um ágreining er varðar framkvæmdarvaldið. Með þessu móti er komið í veg fyrir að geðþótti og stjórnleysi ríki í landinu.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Almenn hegningarlög
• Lög um dómstóla
• Lög um fullnustu refsinga
• Lög um heilbrigðisþjónustu
• Lög um meðferð sakamála
• Lög um réttindi sjúklinga Lög um útlendinga
• Lög um þjóðaröryggisráð
• Lögreglulög
• Lögræðislög
• Reglugerð um eftirlit Landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur
• Reglugerð um fullnustu refsinga
• Reglugerð um handtekna menn
• Reglugerð um heilbrigðisumdæmi
• Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
• Tollalög
Mynd 7: Samfélagslega verkefnið lög og regla
Vel starfandi réttarkerfi er afgerandi fyrir öryggi samfélagsins og borgaranna, bæði vegna þess að það verndar þörf íbúa fyrir öryggi og fyrirsjáanleika í daglegu lífi og vegna þess að þegar allt kemur til alls þarf að standa vörð um réttindi einstaklingsins gagnvart yfirvöldum, fyrirtækjum og öðrum einstaklingum.
Lykilaðilar innan samfélagslega verkefnisins lög og regla eru dómstólar, lögregla og ákæruvald.
Dómstólar eru hluti af opinberri stjórnsýslu. Sjálfstæði dómsvaldsins frá öðrum valdhöfum er ein af mikilvægu meginreglunum í réttarríkinu og er lögfest í 59. grein stjórnarskrárinnar. Dómstólar á Íslandi eru Hæstiréttur, Landsréttur og héraðsdómstólar. Dómstólar dæma bæði í einkamálum og sakamálum. Hæstiréttur er æðsti dómstóll og áfrýjunardómstóll dóma sem falla undir lægri dómstig. Um Hæstarétt gilda lög um dómstóla nr. 50/2016. Samkvæmt þeim lögum er hægt að óska eftir endurupptöku á málum sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti og Hæstarétti til Endurupptökudóms.
Aðrir dómstólar eru Félagsdómur og Landsdómur.
Ákæruvaldið er sá opinberi aðili sem stýrir rannsókn í sakamálum og ákveður ákæruatriðið. Ákærendur eru ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar. Notkun þvingunarúrræða er ákveðin af ákæruvaldinu meðan á rannsókn stendur, þ.á m. handtöku og beiðni um gæsluvarðhald. Ákæruvaldið getur lokið sakamáli með því að vísa málinu frá, beita sektum eða láta fella það niður, ef það þykir ólíklegt til sakfellingar. Eins getur það ákveðið að ákæra verði höfðuð fyrir dómstólum. Æðsti handhafi ákæruvaldsins er ríkissaksóknari en neðra stig ákæruvaldsins er hjá lögreglu og héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og ber ábyrgð á sakamálum lögreglunnar. Fjallað er um ákæruvaldið í lögum um meðferð sakamála, III. kafla.[20]
Meginreglan um að ríkið haldi upp starfsemi lögreglu er lögfest í 1. gr. lögreglulaga[21] en þar er kveðið á um að það sé ríkið sem sjái um þá þjónustu lögreglunnar sem samfélagið þarfnast. Í Löggæsluáætlun[22] lögreglunnar er sett fram almenn stefnumörkun í löggæslumálum þar sem umfang og eðli lögreglustarfsins er skilgreint auk þeirra verkefna sem lögreglunni er ætlað að sinna. Stefnumörkunin byggir á framtíðarsýn og er í samræmi við hlutverk lögreglu samkvæmt lögreglulögum. Lögreglan skal vernda einstaklinga, eignir og almannagæði, vernda alla lögmæta starfsemi, viðhalda almennri reglu og öryggi sem og vernda gegn öllu sem ógnar almennri öryggiskennd í samfélaginu, ýmist ein eða með öðrum yfirvöldum. Að auki skal lögreglan veita íbúum aðstoð og þjónustu við hættulegar aðstæður. Hlutverki lögreglu og Ríkislögreglustjóra er lýst í 1. og 5. gr. í lögreglulaga. Einnig er fjallað um heimildir lögreglu í III. kafla lögreglulaga nr. 90/1996 og VIII. kafla laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu er starfrækt af Héraðssaksóknara sem annast verkefni ákæruvalds á landsvísu sem ekki falla undir aðra handhafa ákæruvalds samkvæmt lögum. Héraðssaksóknari annast m.a. rannsóknir alvarlegra fjármuna- og efnahagsbrota. Formlegar reglur um fjármála- og efnahagsglæpi er að finna í fyrirmælum ríkissaksóknara til ákærenda.
Landamæraeftirlit er eitt af verkefnum lögreglunnar en það felur í sér eftirlit með einstaklingum og vegabréfaeftirlit, þ.m.t. eftirlit með aðgangi útlendinga að ríkinu. Kveðið er á um framkvæmd landamæraeftirlits í II. kafla laga um útlendinga nr. 80/2016. Ábyrgð á eftirliti með vörum, þ.m.t. tollafgreiðsla á vörum, liggur hjá Skattinum, skv. ákvæðum tollalaga nr. 88/2005. Stofnunin hefur m.a. mikilvægt hlutverk í afhjúpun refsiverðs innflutnings og útflutnings á vörum og vinnur náið með lögreglunni.
Fangelsisdómar þjóna ýmsum tilgangi. Einn þeirra er að vernda samfélagið gegn hættulegum glæpamönnum.[23] Gæsluvarðhald er úrræði sem hefur einkum þennan tilgang.[24] Lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og reglugerðir skv. þeim kveða á um starfsemi í fangelsum og fangageymslum. Einstaklingar sem dómstólar telja ósakhæfa sökum geðveiki eða andlegs vanþroska geta verið dæmdir til vistunar eða til að taka út refsingu með vistun á sérstökum stofnunum (sjá 15 og 16. gr. Almennra hegningarlaga).
Þeirri virkni sem samfélagið verður að hafa á hverjum tíma innan verkefnisins lög og regla er lýst í starfsgetu sem tengist réttaröryggi, baráttu gegn glæpum, rannsókn og saksókn, friði og reglu, landamæraeftirliti og öryggi fangelsa og stofnana.
Réttaröryggi
Geta til að vernda gegn handahófskenndum, óréttmætum eða á annan hátt ólögmætum afskiptum af frelsi og réttindum einstaklings
Útgangspunkturinn hér er sá að allt sem ekki brýtur í bága við gildandi lagareglur er löglegt. Kveðið er á um réttindi einstaklingsi í VII. kafla Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (mannréttindakafli).
Í starfsgetunni gegna dómstólar mikilvægu hlutverki. Lögreglan, gegnir einnig mikilvægu hlutverki; í fyrsta lagi er mikilvægt að lögreglan skuli vernda mannréttindi við valdbeitingu sína; í öðru lagi er mikilvægt að lögreglan verndi alla löglega starfsemi í samfélaginu. Sýslumenn gegna einnig mikilvægu hlutverki en þeir sjá m.a. um nauðungarsölur og fullnustugerðir. Ákæruvaldið er sömuleiðis mikilvægt, bæði vegna þess að það ber ábyrgð á að sækja mál fyrir dómstólum og vegna þess að það ber ábyrgð á því að rannsókn og möguleg notkun þvingunarúrræða fari fram í samræmi við gildandi lagareglur.
Í réttarríki eru yfirvöld bæði bundin og takmörkuð af réttarreglum; yfirvöld geta hvorki hagað sér eins og þeim sýnist né geta þau athafnað sig á öllum sviðum sem þau telja sig eiga að geta athafnað sig á. Fylgni við réttarríkið er grundvallarverkefni lýðræðislegs samfélags. Einstaklingurinn verður að vera viss um að framkvæmdavaldið geti aldrei haft afskipti af borgurum landsins án þess að hafa lagalegan grundvöll fyrir þessu í gildandi lagareglum.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• CERT-IS
• Dómsmálaráðuneytið
• Dómstólar
• Dómstólasýslan
• Héraðssaksóknari
• Landhelgisgæsla Ísands
• Lögreglustjórar
• Mannréttindastofnun
• Persónuvernd
• Póst- og fjarskiptastofnun
• Ríkislögmaður
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Skatturinn
• Sýslumenn
• Öryggissvið RLS
Geta til að greina, koma í veg fyrir og hugsanlega stöðva alvarlega glæpastarfsemi, þar með talin starfsemi sem getur ógnað öryggi Íslands og annarra landa
Starfsgeta í tengslum við kjarnastarfsemi lögreglunnar er byggð á Lögreglulögum sem lýsa flestum verkefnum og völdum lögreglunnar.[25] Lögin fjalla um verkefnin á almennan hátt og í aðalatriðum. Ekki er hægt að veita öllum glæpum (eða truflun á almannaró) sömu athygli. Sumar tegundir mála og aðstæðna verða þó alltaf að vera viðráðanlegar, t.d. í tilfellum þar sem lífi og heilsu er ógnað. Geta til að takast á við slíkt er mikilvægt verkefni fyrir til að tryggja öryggi samfélagsins og því er lýsingarorðið alvarlegur notað hér í lýsingum á hugtakinu geta. Lögreglan hefur mikla reynslu af því að forgangsraða á þennan hátt en eins og kemur fram hér að framan, getur ábyrgð lögreglu ekki talist óháð ábyrgð ákæruvaldsins.
Starfsgetan felur einnig í sér vernd gegn glæpastarfsemi sem getur ógnað þjóðaröryggi á Íslandi eða í öðrum löndum, þ.m.t. alþjóðlegt samstarf til að koma í veg fyrir og berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum.
Í aðalatriðum og í sögulegu samhengi er verndunsamfélagsins gegn refsiverðum athöfnum eitt mikilvægasta verkefni ríkisins. Það er mjög mikilvægt fyrir íbúa að upplifa nauðsynlegt öryggi frá degi til dags.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisyfirvöld
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Mennta- og barnamálaráðuneytið
• Neytendastofa
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samband íslenskra sveitarfélaga
• Skatturinn
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
• Öryggissvið RLS
Rannsókn og saksókn
Geta til að ákæra alvarlega refsiverð brot í samræmi við gildandi reglur
Barátta gegn glæpum er óháð rannsókn og saksókn. Þegar athafnir sem þegar hafa verið framdar eru rannsakaðar, er hægt að afhjúpa fyrri eða aðra fyrirhugaða refsiverða starfsemi. Lögreglan getur beitt ýmsum þvingunarúrræðum í tengslum við rannsóknina, t.d. handtöku og gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald getur m.a. verið réttlætanlegt í hættu á endurtekningu refsiverðra brota, sbr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Sakamál eru á ábyrgð ákæruvaldsins, sem fer með eftirlit og gefur fyrirmæli um meðferð ákæruvalds.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Ákæruvaldið
• Dómsmálaráðuneytið
• Dómstólar
• Lögreglustjórar
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Öryggissvið RLS
Friður og regla
Geta til að grípa inn í hegðun sem raskar almennum friði og reglu, hindrar lögmæta starfsemi eða ógnar almennu öryggi samfélagsins
Í 1. gr. lögreglulaga um hlutverk lögreglu kemur fram að lögreglan skuli „[…]gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi[…]“. Þó að dómstólar ákveði að lokum hvað sé löglegt, er verkefni lögreglunnar að grípa inn í bráðar aðstæður þar sem frelsi og réttindum borgara er ógnað.
Hugtök eins og lög og regla, lög og réttur eða friður og spekt eru notuð til að lýsa verkefnum lögreglunnar sem tengjast öryggiskennd borgara en liggur utan þess sem snýr að baráttunni gegn glæpum. Lögreglulög nr. 90/1996 kveða einnig á um að lögreglan skuli vernda gegn öllu sem ógnar almennu öryggi samfélagsins. Samkvæmt 1. gr. lögreglulaga getur lögreglan haft afskipti til „[…]að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu[…]“. Þetta felur m.a. í sér afskipti af hegðun sem kann að virðast ógnandi fyrir almenning.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Lögreglustjórar
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Þjóðaröryggisráð
Landamæraeftirlit
Geta til að framkvæma nauðsynlegt landamæraeftirlit með einstaklingum og vörum
Ákvæði um landamæraeftirlit er að finna í útlendingalögum og útlendingareglugerð sem og í tollalögum ásamt reglugerðum. Virknin felur í sér persónulegt eftirlit við ytri Schengen-landamærin og við innri Schengen-landamærin ef þetta hefur verið tekið upp tímabundið. Þetta getur gerst ef að allsherjarreglu eða innra öryggi stafar alvarleg ógn. Virknin felur einnig í sér almennt útlendingaeftirlit lögreglunnar sem heimilað er samkvæmt 18. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Að auki er tollgæslan hluti af landamæraeftirlitinu að því marki sem slíkt eftirlit er nauðsynlegt til að greina eða torvelda alvarlega glæpastarfsemi.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Isavia
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lögreglustjórar
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samgöngustofa
• Skatturinn
• Útlendingastofnun
• Þjóðaröryggisráð
Öryggi fangelsa og stofnana
Geta til að viðhalda nægjanlegu öryggisstigi í fangelsum, fangaklefum og á stofnunum sem meðhöndla einstaklinga sem dæmdir eru til geðheilbrigðisþjónustu eða vistunar á vistheimili
Eins og fyrr segir, er markmið fangelsisvistunar og gæsluvarðhalds að hluta til að vernda samfélagið gegn nýrri refsiverðri starfsemi. Þetta er einnig tilgangurinn með því að dæma einstaklinga sem ekki eru sakhæfir til viðeigandi meðferðar.
Öryggi fangelsa, fangageymslna og stofnana sem meðhöndla eða annast ósakhæfa einstaklinga er því mikilvægt til að tryggja öryggi íbúa og samfélagsins.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti landlæknis
• Fangelsismálastofnun
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Félagsþjónusta sveitarfélaga
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir
• Heilsugæslur
• Lögreglustjórar á því svæði sem fangelsin eru
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Sveitarfélög
Samfélagslega verkefnið heilsa og velferð tekur til heilbrigðisþjónustu, velferðar- og félagsþjónustu, lýðheilsu-þjónustu og geislavarna (sjá Mynd 8).
Mynd 8: Samfélagslega verkefnið heilsa og velferð
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Alþjóða heilbrigðisreglugerðin
• Barnaverndarlög
• Lyfjalög
• Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
• Lög um félagslega aðstoð
• Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
• Lög um geislavarnir
• Reglugerð um geislavarnir við notkun lokaðra geislalinda
• Reglugerð um geislavarnir við notkun opinna geislalinda
• Lög um heilbrigðisþjónustu
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
• Lög um landlækni og lýðheilsu
• Lög um matvæli
• Lög um málefni aldraðra
• Lög um réttindi sjúklinga
• Lög um umboðsmann barna
• Lög um vinnumarkaðsaðgerðir
• Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
• Reglugerðir um félagsþjónustu og félagslega aðstoð
• Reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga
• Reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkarahúsa
• Reglugerðir um heilbrigðisþjónustu
• Reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk
• Reglugerð um neysluvatn
• Reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna
• Reglugerð um sóttvarnarráðstafanir
• Sóttvarnarlög
• Þingsályktun um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna (nr. 40/149, 2019)
• Þingsályktun um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu (nr. 38/150, 2020)
Heilbrigðisþjónusta, velferðar- og félagsþjónusta og lýðheilsa
Heilbrigðisþjónusta er samheiti yfir allar einkareknar og opinberar stofnanir og fyrirtæki sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla sjúkdóma, veita veiku fólki umönnun og hjúkrun eða endurhæfa og meðhöndla sjúklinga eftir veikindi og meiðsli.
Heilbrigðisráðuneytið fer með ábyrgð á landsvísu á heilbrigðisþjónustu og lýðheilsustarfi sem og ábyrgð á öruggu framboði lyfja og öryggi þeirra (þ.m.t. geislavarnir og smitvarnir). Matvælaráðuneytið fer með ábyrgð á matvælum og matvælaöryggi sem og ábyrgð á nýtingu vatns. Innviðaráðuneytið fer með ábyrgð á öruggu framboði drykkjarvatns sem og ábyrgð á eftirliti með öryggi og heilnæmi drykkjarvatns. Þó svo að ráðuneyti hafi yfirleitt ekki beina stjórnun yfir sveitarfélögum og fyrirtækjum, getur ráðuneytið sem hefur ábyrgð gert væntingar sýnilegar, fylgt eftir og veitt nauðsynlegar leiðbeiningar sem tengjast viðkomandi fagsviði til annarra aðila á málefnasviðinu Ráðuneytin fara með ábyrgðina með því að setja reglugerðir, hafa eftirlit með fjárheimildum, skipulagningu, eigendastýringu og með öðru viðeigandi eftirliti. Eftirlit með opinberum aðilum og einkaaðilum sem bera ábyrgð á heilbrigðis- og velferðarmálum, félagsþjónustu og lýðheilsu er falið Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti í héraði, Geislavörnum ríkisins, Matvælastofnun (MAST) og Almannavörnum. Samkvæmt XI. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er ráðherra falið að hafa eftirlit ríkisins með sveitarfélögum og stjórnsýslu þeirra.
Málefnasviðinu er m.a. stjórnað með lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 en þar er kveðið á um grunnskipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Markmið laganna er að allir landsmenn eigi kost á sem fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði í samræmi við þau lög, lög um almannatryggingar, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og önnur lög eftir því sem við á. Aðilar sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu og félagslegum viðbúnaði eru skilgreindir í II. kafla laganna. Réttindum einstaklings til heilsu og velferðar og félagslegrar þjónustu er stýrt með lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Markmið laganna er að stuðla að því að tryggja íbúum jafnan aðgang að góðri þjónustu. Ákvæði laganna þjóna einnig þeim tilgangi að hlúa að trúnaðarsambandi milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna, stuðla að og tryggja virðingu fyrir lífi, mannhelgi og mannréttindum.
Í sóttvarnarlögum nr. 19/1997 er fjallað um að vernda íbúa gegn smitsjúkdómum með forvörnum og með því að koma í veg fyrir að þeir smitist á milli íbúa auk þess að koma í veg fyrir að slíkir sjúkdómar berist til Íslands eða séu fluttir út frá Íslandi til annarra landa. Lögin eiga að sjá til þess að heilbrigðisyfirvöld og önnur yfirvöld framkvæmi nauðsynlegar sóttvarnarráðstafanir og samræmi starfsemi sína við sóttvarnarstarf.
Matvælaeftirlit og hollustuhættir ná til þeirra þátta í umhverfinu sem geta hvenær sem er haft áhrif á heilsuna, beint eða óbeint.[26] Þetta felur í sér líffræðilega, efnafræðilega, eðlisfræðilega og félagslega þætti. Þegar kemur að viðbúnaði eru þetta sérstaklega mikilvægir þættir í lýðheilsustarfi.
Lög um heilbrigðisþjónustu fjalla um þá sérfræðiþjónustu, sem ríkið og einkaaðilar bjóða eða veita. Markmið laganna er að allir landsmenn eigi kost á eins fullkominni heilbrigðisþjónustu og völ er á hverju sinni til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Lögin eiga einnig að stuðla að því að tryggja gæði þjónustunnar.
Þeirri félagsþjónustu sem sveitarfélög eða einkaaðilar með samning við þau bjóða upp á er lýst í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga en í þeim eru ákvæði sem staðfesta heildarábyrgð sveitarfélags á slíkri þjónustu. Í lögunum er m.a. kveðið á um að öllum einstaklingum í sveitarfélagi sé boðin nauðsynleg félagsþjónusta en í lögunum kemur fram hvað tiltekið sveitarfélag þarf að bjóða til að geta sinnt ábyrgð sinni á málefnasviðinu. Um heilbrigðis- og velferðarmál sem eru boðin eða veitt af sveitarfélögum eða einkaaðilum sem hafa samning við ríkið gilda lög um heilbrigðisþjónustu. Í lögunum er m.a. kveðið á um að öllum einstaklingum í heilbrigðisumdæminu verði boðin nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Landið skiptist í sjö heilbrigðisumdæmi. Heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í hverju umdæmi eiga að hafa með sér samstarf um skipulag þjónustunnar á viðkomandi svæði, með eftirfarandi markmið:
• Tryggja öllum íbúum aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð.
• Tryggja að allir íbúar í umdæminu eigi kost á fullnægjandi hjúkrunarþjónustu í samræmi við þarfir sínar.
Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 stjórna því hvað ríkið verður að bjóða í hverju heilbrigðisumdæmi til að geta sinnt ábyrgð sinni á málefnasviðinu.
Félagsmálaráðherra fer með yfirstjórn málefna er varða félagsþjónustu og fer með eftirlit, þ.á m. að viðbúnaður sveitarfélaga og annarra aðila sem veita þjónustuna sé nægjanlegur til að geta viðhaldið þjónustunni á hverjum tíma.
Landlæknisembættið hefur mikilvægt viðbúnaðarhlutverk: [27]
• Stofnunin skal sjá um heildarsamhæfingu á viðleitni heilbrigðisgeirans og framkvæma viðeigandi ráðstafanir þegar neyðarástand ógnar eða ríkir.
• Í neyðarástandi er aðalverkefni stofnunarinnar að tryggja íbúum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu hérlendis og ef ekki er hægt að mæta þörf fyrir þjónustu hér á landi þá þarf einnig að gera ráð fyrir að geta veitt hana erlendis.
• Í öllu viðbúnaðarstarfi fyrir heilbrigðisþjónustuna, leggur Embætti Landlæknis sitt af mörkum til að tryggja að þörf fyrir samvinnu sé sinnt bæði við skipulagningu viðbúnaðar og í neyðarástandi.
Embætti landlæknis fer með fjölda viðfangsefna er varða viðbúnað en sóttvarnarsvið er sérstaklega mikilvægt fyrir viðbúnað við smitgæslu og smitvarnir. Sóttvarnasvið Embættis landlæknis fylgist með útbreiðslu farsótta innanlands og tekur þátt í eftirliti með alþjóðlegu faraldsfræðilegu ástandi, framkvæmir heilsufarsgreiningar og tryggir nauðsynlegt bóluefni og viðbúnað bóluefna.
Sóttvarnarsvið hjá Embætti landlæknis skal m.a. veita aðstoð, ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar um smitsjúkdóma, smitvarnir og val á smitvörnum til stofnana sveitarfélaga og ríkis, heilbrigðisstarfsfólks og íbúa. [28]
Matvælastofnun (MAST) er stjórnsýslustofnun ríkisins með fjölda mismunandi verkefna. Í lýðheilsusamhengi hefur MAST sérstaklega mikilvægt verkefni við að tryggja neytendum örugg matvæli og öruggt drykkjarvatn en MAST hefur viðbúnaðarhlutverk í tengslum við aðstæður þar sem mengun drykkjarvatns og sjúkdómstilfelli vegna matar-borinna sýkinga eiga í hlut. Vatnsból og vatnsveitur sem þjóna matvælafyrirtækjum og/eða fleiri en fimmtíu manns eða tuttugu heimilum og/eðasumarbústöðum hafa starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefndir fara með eftirlit með þeim.
Eins og áður segir er Íslandi skipt í sjö heilbrigðisumdæmi. Í hverju þeirra er svæðisbundin heilbrigðisþjónusta ábyrg fyrir því að íbúum sé boðin fullnægjandi heilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta í heilbrigðisumdæmum er eign ríkisins. Auk þess að reka sjúkrahús hefur svæðisbundin heilbrigðisþjónusta verkefni innan rannsókna, fræðslu og þjálfunar sjúklinga og aðstandenda. Svæðisbundin heilbrigðisyfirvöld leysa verkefni sín annað hvort með því að sjúkrahús í eigu ríkisins sinna verkefnunum eða með þjónustu sem einkaaðilar bjóða.
Í reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa nr. 1111/2020 kemur fram að heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæma skuli hafa samráð um að tryggja öllum íbúum aðgengi að heilsugæslu í heimabyggð og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Skipulag hjúkrunarþjónustu í heimahúsum, hjúkrunarrýmum stofnana og á hjúkrunarheimilum skal hafa það að markmiði að allir íbúar í umdæminu eigi kost á fullnægjandi hjúkrunarþjónustu í samræmi við sínar þarfir.
Félagsþjónusta hefur snertifleti við og skarast að hluta við þann hluta velferðarþjónustunnar sem tilheyrir heilbrigðisgeiranum. Viðkvæmir hópar eru háðir stuðningi og eftirfylgni velferðarþjónustunnar og í sumum tilvikum geta sjálfboðaliðasamtök einnig gegnt mikilvægu hlutverki. Lög um félagsþjónustu, lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, barnaverndarlög nr. 80/2002 og lög um almannatryggingar nr. 100/2007 eru lykilatriði við að tryggja félagslegan stuðning og miða að því að stuðla að félagslegu og efnahagslegu öryggi.
Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga skv. 1. gr. laga nr. 40/1991 er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna og stuðla að velferð á grundvelli samhjálpar. Það er m.a. gert með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti, tryggja uppeldisskilyrði barna, veita aðstoð til þess að fólk geti búið sem lengst á eigin heimili, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Einnig er gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Við framkvæmd félagsþjónustunnar er einstaklingurinn hvattur til að bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum, sjálfsákvörðunarréttur hans virtur og hann styrktur til sjálfshjálpar.
Fyrir heilbrigðisþjónustu skiptir stöðug afhending rafmagns og heits vatns allt árið miklu máli einnig er þjónustan að mörgu leiti háð því að fjarskipti og samgöngur séu virk á hverjum tíma.
Geislavarnir
Geislavarnir ríkisins hafa það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Jafnframt snýr hlutverk stofnunarinnar að leyfisveitingum vegna geislavirkra efna, mati á áhættu við notkun geislunar og eftirliti með geislatækjum og geislavirkum efnum.
Lögum um geislavarnir nr. 44/2002 er ætlað að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum í því skyni að takmarka skaðleg áhrif hennar. Markmiði laganna skal náð með markvissum aðgerðum, m.a. með athugunum og rannsóknum, eftirliti með allri meðferð geislavirkra efna og geislatækja, fræðslu og leiðbeiningum um geislavarnir, viðbúnaði við geislavá og vöktun á geislavirkum efnum í umhverfi. Stofnunin annast geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið. Geislavarnir ríkisins sjá einnig um vöktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi, rannsóknir á sviði geislavarna og nauðsynlega mælifræði og varðveislu landsmæligrunna vegna notkunar jónandi geislunar á Íslandi.
Geislavarnir ríkisins er stofnun undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra sem hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum, sbr. lög um geislavarnir nr. 44/2002. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins miðast við að geta brugðist við hættu vegna geislunar sem gæti ógnað lífi, heilsu eða umhverfi. Geislavá vegna notkunar geislavirkra efna á Íslandi getur m.a. skapast vegna slysa, meðhöndlunar af vanþekkingu og förgunar af vangá. Geislavá á Íslandi, bein eða óbein, getur einnig orðið vegna kjarnorkuslysa í lögsögu Íslands eða erlendis. Komi upp alvarleg atvik á Íslandi varðandi geislavá virkjar ríkislögreglustjóri, í samvinnu við Geislavarnir ríkisins, almennt skipulag almannavarna. Slökkvilið hefur stjórn á vettvangi við mengunaróhöpp á landi. Rýmingar og ráðstafanir sem tengjast fæðuöryggi, þ.m.t. drykkjarvatn og dýravernd, fylgja sviðsábyrgðar-, samræmingar-, samkvæmnis- og grenndarreglunni.
Í samræmi við sviðsábyrgðarregluna bera ráðuneyti ábyrgð á því að viðbúnaður á þeirra eigin málefnasviði sé fullnægjandi og samræmdur við önnur málefnasvið. Ekki er til heildaráætlun um viðbúnað í heilbrigðismálum og málum sem varða félagsþjónustu með lýsingu á þátttakendum í heilbrigðis- og félagsþjónustu, hlutverkum, verkefnum og auðlindum, samspili og leiðum til að koma á framfæri viðvörunum við neyðarástand. Allir aðilar sem gegna hlutverki í velferðarkerfinu hafa eigin viðbúnaðar og viðbragðsáætlanir sem mynda grunn að neyðarstjórnun.
Þeirri virkni sem samfélagið verður að hafa á hverjum tíma innan þessa málefnasviðs er lýst í eftirfarandi köflum um heilbrigðisþjónustu, velferðar og félagsþjónustu, lýðheilsuþjónustu og geislavarnir.
Heilbrigðisþjónusta
Geta til að veita heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er til að forðast dauða, varanlega fötlun, alvarleg meiðsli eða mikla verki
Heilbrigðisþjónusta nær yfir starfsemi sem þjónar forvarnar-, greiningar-, meðferðar-, heilsuverndar eða endurhæfingar tilgangi og er framkvæmd af löggiltu heilbrigðisstarfsfólki. Starfsemin hefur mismikið mikilvægi fyrir samfélagið, jafnvel þó mikill meirihluti heilbrigðisþjónustunnar sé mikilvægur fyrir öryggi íbúanna.
Heilbrigðisþjónusta sem er mikilvægt samfélagslegt verkefni í þeim skilningi að jafnvel skammtímatap af henni gæti ógnað grunnþörfum íbúanna getur falið í sér:
• Bráðaþjónustu á og utan sjúkrahúsa.
• Rannsókn og meðferð, sem vegna sjúklingsins, er ekki hægt að fresta.
• Geðheilbrigðisþjónustu.
• Mæðravernd.
• Aðgang að og dreifingu lyfja og lækningatækja.
Orðalagið „til að forðast dauða, varanlega fötlun, alvarleg meiðsli eða mikla verki“ er byggt á skýrslunni Forgangsröðun í heilbrigðismálum – niðurstöður nefndar um forgangsröðun[29], lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um réttindi sjúklinga og heilbrigðisstefnu stjórnvalda, Heilbrigðisstefna -Stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Geislavarnir ríkisins
• Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar
• Heilbrigðiseftirlitið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir, Heilsugæslur, dvalarheimili o.fl.
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lyfjafyrirtæki
• Lyfjastofnun
• Lýðheilsa hjá embætti landlæknis
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Slökkvilið
• Sóttvarnarlæknir
• Sóttvarnir hjá embætti landlæknis
• Sveitarfélög
• Umhverfisstofnun
• Þjóðskrá Íslands
Geta til að veita sjúkum og þeim sem þarfnast hjálpar nauðsynlega umönnun bæði heima og á stofnunum
Velferðar- og félagsþjónusta felur í sér starfsemi sem miðar að því að annast fólk sem annars gæti ekki sinnt eigin þörfum, t.d. vegna veikinda eða annarrar skerðingar af líkamlegum eða andlegum toga. Þjónustan getur skipt sköpum vegna þess að brestir í henni geta leitt til dauða eða (frekara) heilsutaps en einnig af virðingu við einstaklinga og tilfinningu aðstandenda um öryggi og mannlega reisn.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Barnavernd
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Félagsþjónusta sveitarfélaga
• Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir, Heilsugæslur, dvalarheimili o.fl.
• Sjálfboðaliðasamtök
• Sveitarfélög
• Vinnumálastofnun
Geta til að vernda líf og heilsu íbúa með íbúamiðuðum aðgerðum ef sjúkdómsfaraldur og önnur atvik koma upp
Tilgangur lýðheilsustarfs er að vernda líf og heilsu íbúa með því að koma í veg fyrir veikindi og meiðsli. Lýðheilsustarf nær til smitvarna, heilbrigðiseftirlits, vinnueftirlits og matvælaöryggis.
Helstu þættir starfsgetunnar eru eftirfarandi:
• Eftirfylgni með áhættuþáttum og draga úr viðkvæmni gagnvart útbreiðslu faraldurs og öðrum atvikum
• Snemmbúin uppgötvun faraldurs og/eða atvika, viðvörun og greining sýkla (smitefna) og/eða mengandi efna
• Ná yfirsýn og meta afleiðingar fyrir heilsu íbúa, berist alvarlegur sjúkdómur og/eða komi upp óæskileg atvik sem og láta í té upplýsingar og framkvæma ráðstafanir til að draga úr afleiðingum fyrir heilsu íbúanna, skýra orsök útbreiðslu, og/eða losunar og stöðva framþróun ásamt því að framkvæma lýðheilsukannanir og sinna eftirfylgni
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir
• Lýðheilsa hjá embætti landlæknis
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun (MAST)
• Rauði krossinn á Íslandi
• Slökkvilið
• Sóttvarnir hjá embætti landlæknis
• Sveitarfélög
• Umhverfisstofnun
• Vinnueftirlitið
• Vinnumálastofnun
Geislavarnir
Kjarnorku- og geislaatvik eru skilgreind sem kjarnorkuslys og önnur atvik sem geta falið í sér jónandi geislun eða útbreiðslu geislavirkni.
Grundvallarreglur viðbragðskerfis almannavarna eiga við um kjarnorku- og geislaatvik eins og aðra neyðarstjórnun. Sviðsábyrgðarreglan og grenndarreglan snúa að því að staðbundin stjórnvöld undirbúi fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbragðsáætlanir og að sá aðili sem fer venjulega með stjórn tiltekins sviðs komi að stjórn aðgerða þegar hættu ber að höndum. Kjarnorku- og geislaatvik eru einnig líkleg til að krefjast samhæfingar og samræmingar allra viðbragðsaðila. Þegar kjarnorkuatvik eiga sér stað, eru þau líkleg til að vera alþjóðlegir atburðir sem krefjast alþjóðlegra viðbragða. Að auki þarfnast flest alvarleg kjarnorkuatvik mikillar faglegrar hæfni við meðhöndlun. Þau snerta mörg yfirvöld og krefjast skjótra gangsetningar viðeigandi aðgerða.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Eitrunarmiðstöð Landspítalans
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið)
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Hafrannsóknastofnun
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Landhelgisgæsla Íslands
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun (MAST)
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samgöngustofa
• Skatturinn
• Slökkvilið
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Utanríkisráðuneytið
• Veðurstofa Íslands
• Hafrannsóknastofnun
Landspítali – Háskólasjúkrahús
Björgunarþjónusta samanstendur af viðbragðsaðilum hins opinbera sem veita bráðaviðbragð ýmissa aðila til að bjarga fólki frá dauða eða meiðslum vegna bráðra slysa eða hættuástands sem ekki er sinnt af öðrum aðilum sem sérstaklega eru stofnaðir til að sinna viðbragðinu.
Mynd 9: Samfélagslega verkefnið björgunarþjónusta
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Brunavarnaáætlanir slökkviliða
• Hafnalög
• Lög um almannavarnir
• Lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn
• Lög um brunavarnir
• Lög um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu
• Lög um félagslega aðstoð
• Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga
• Lög um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra
• Lög um heilbrigðisþjónustu
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
• Lög um Landhelgisgæslu Íslands
• Lög um landlækni og lýðheilsu
• Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis
• Lög um mannvirki
• Lög um meðhöndlun úrgangs
• Lög um siglingavernd
• Lög um stjórn vatnamála
• Lög um vaktstöð siglinga
• Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
• Löggæsluáætlun
• Lögreglulög
• Reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP)
• Reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi
• Reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga
• Reglugerð um kerfisbundið heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstarf í fyrirtækjum
• Reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita
• Reglugerð um meðhöndlun hættulegra efna
• Reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
• Reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar
• Reglugerð um starfsemi slökkviliða
• Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna
• Skipulagslög
• Sóttvarnarlög
• Vinnuverndarlög
Björgunarþjónusta, slökkvilið og almannavarnir
Dómsmálaráðuneytið fer með samræmingu björgunarþjónustu á landi, sjó og vegna flugs. Um er að ræða samstarf opinberra aðila, sjálfboðaliða og einkaaðila undir forystu samhæfingar- og stjórnstöðvar eða aðgerðastjórna í héraði.
Skipulag leitar og björgunar er fest í lögum um almannavarnir nr. 82/2008, lögreglulögum nr. 90/1996 og lögum um Landhelgisgæsluna nr. 52/2006.
Lögreglan ber ábyrgð á leitar- og björgunaraðgerðum á landi. Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir einnig mikilvægu hlutverki, enda er rík hefð hér á landi fyrir öflugu starfi sjálfboðaliða vegna leitar og björgunar.[30] Hlutverk björgunarsveita og björgunarsveitarmanna er að starfa í þágu almannaheilla með þátttöku við björgun, leit og gæslu á ábyrgð stjórnvalda og í samvinnu við þau. Björgunarsveitum er skylt að hefja björgun, leit og gæslu ef stjórnvöld óska þess.[31]
Neyðarlínan og Öryggisfjarskipti gegna einnig lykilhlutverki í þessu samstarfi vegna neyðarfjarskipta sem leitar- og björgunaraðilar þurfa að geta reitt sig á.
Landhelgisgæslan ber samkvæmt lögum um Landhelgisgæsluna nr. 52/2006 ábyrgð á stjórn leitar- og björgunaraðgerða á hafsvæði umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan rekur einnig stjórnstöð sem móttekur og miðlar upplýsingum frá og til skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir einnig mikilvægu hlutverki í björgunaraðgerðum á sjó. Landstjórn björgunarsveita fer með tæknilega stjórn eigin liðsafla við þær aðgerðir. Landstjórn er tengiliður björgunarsveita við Landhelgisgæsluna. Á aðgerðastað eru svæðisstjórnir björgunarsveita tengiliðir vettvangsstjóra við björgunareiningar. Þó skal tryggt að björgunarstjórnstöð sjófarenda og loftfara (JRCC-Ísland) geti ávallt verið í beinu sambandi við björgunareiningar.
Jafnframt er í gildi þjónustusamningur ráðuneytisins við Slysavarnaskóla sjómanna. Við leit og björgun á hafi er mikilvægt að geta stuðst við upplýsingar frá Vaktstöð siglinga.[32]
Leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara afmarkast á hverjum tíma í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og tilkynntar hafa verið til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Leitar- og björgunarsvæðið nær talsvert langt út fyrir efnahagslögsögu Íslands. Þá sinnir Landhelgisgæslan einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.
Í samhæfingar- og stjórnstöð fer samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða fram með hliðsjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun. Þar getur einnig farið fram samhæfing hvers kyns aðgerða við leit og björgun á landi, sjó og í lofti eða viðbragða við hættuástandi þótt ekki hafi verið lýst yfir almannavarnaástandi.
Í almannavarnaástandi starfa í stjórnstöðinni fulltrúar lögreglu, Landhelgisgæslu Íslands, heilbrigðisstarfsmanna, slökkviliða, Neyðarlínunnar, Vegagerðarinnar, Rauða krossins á Íslandi, Isavia og Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt fleiri stofnunum eftir aðstæðum og ber þeim skylda til að fara að fyrirmælum þess aðila sem stýrir samhæfingu aðgerða úr samhæfingar- og stjórnstöð samkvæmt viðbragðsáætlun.
Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða kross Íslands, hlutaðeigandi viðbragðsaðila svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð. Í stjórn aðgerða felst m.a. skipulag björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns sem getur eða hefur skapast og stýring neyðaraðgerða í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð.
Landhelgisgæslan rekur björgunarþyrlur með leit og björgun sem aðalverkefni. Landhelgisgæslan ræður yfir þremur björgunarþyrlum og aðstoðar einnig við björgun og sjúkraflutninga á landi. Dómsmálaráðuneytið er ábyrgt fyrir þeirri þjónustu sem og fyrir ráðstöfun þyrlnanna í gegnum samhæfingar- og stjórnstöð og aðgerðastjórnir í héraði.
Alþjóðlegar og innlendar stofnanir hafa sett reglur um neyðarrásir, hlustunarskyldu, neyðarviðvörun og verklag við tilkynningu um neyð á sjó en allir skipstjórar eiga að þekkja þær. Innviðaráðuneytið er ábyrgt fyrir því að uppfylla innlendar skyldur til að hlusta á neyðarrásir til sjós en því er sinnt í gegnum Vaktstöð siglinga sem er hluti af starfsemi Samgöngustofu og Vegagerðarinnar. Landhelgisgæslan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan annast rekstur vaktstöðvarinnar samkvæmt þjónustusamningi þar að lútandi. Landhelgisgæslan fer með faglega forystu í vaktstöðinni og sér um stjórn hennar frá degi til dags. Berist neyðarsímtal kemur Vaktstöð siglinga skilaboðunum strax áleiðis til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Vaktstöð siglinga fær sömuleiðis tilkynningar um bráða mengun á sjó en við slíkar aðstæður er Landhelgisgæslunni og Umhverfisstofnun einnig tilkynnt um atvikið. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar getur haldið uppi fjarskiptasambandi við varðskipin eða erlendar björgunarstöðvar undir flestum kringumstæðum, um eigin gervihnattastöðvar og stuttbylgju fjarskiptabúnað, auk búnaðar strandastöðva-þjónustunnar í VSS sem er öflugasti hluti fjarskiptakerfanna. Vaktstöð siglinga hefur 6 strandstöðvar (TFA, TFM, TFT, TFZ, TFX og TFV) með allri ströndinni. Þá eru 45 VHF stöðvar eru meðfram ströndinni.
Ríkislögreglustjóri veitir lögreglustjórum aðstoð vegna leitar- og björgunaraðgerða sem varða sjófarendur og loftför og annast viðfangsefni sem eðli málsins samkvæmt eða vegna aðstæðna, kalla á miðstýringu eða samhæfingu lögregluliða. Ríkislögreglustjóri mælir fyrir um skipulag samstarfs lögregluliða við slíkar leitar- og björgunaraðgerðir, annast samstarf við lögreglu í öðru landi og er tengiliður við erlend lögregluyfirvöld er varða björgun og rannsókn slíkra slysa.[33]
Aðgerðastjórn fær umboð frá almannavarnanefnd til að skipuleggja og undirbúa viðbragðsáætlanir og verklagsreglur vegna neyðaraðgerða í umdæmi nefndarinnar í samræmi við hættumat og leggur þær fyrir almannavarnanefnd til staðfestingar. Henni eru jafnframt falin verkefni frá almannavarnanefnd er varða skipulag almannavarna í héraði, t.d. að gera tillögur að skipulagi fjarskiptamála og búnaði aðgerðastjórnar, aðstoð við fyrirframskipaða vettvangsstjórn þéttbýliskjarna við undirbúning og skipulagningu neyðaraðgerða á sínu svæði.
Aðgerðastöð aðgerðastjórnar skal vera staðsett í þeim byggðarkjarna sem lögreglustjóri situr, nema að viðkomandi ákveði annað. Almannavarnanefnd ákveður húsnæði aðgerðastjórnar að fengnum tillögum viðbragðsaðila. Fulltrúar í aðgerðastjórn þurfa að vera búsettir í nánd við aðgerðastöðina. Aðgerðastjórn kallar fólk til starfa í aðgerðastöð, eftir eðli og umfangi útkallsins.
Lögreglustjóri tilnefnir vettvangsstjóra sem fer með stjórn og samhæfingu á vettvangi. Vettvangsstjórnir þéttbýliskjarna þurfa að bregðast tafarlaust við áföllum í heimabyggð sem eru umfangsmeiri en svo að hefðbundin neyðarþjónusta frá degi til dags dugi. Hún þarf einnig að takast á við vandamál sem skapast í þéttbýliskjarnanum og verkefnum sem aðgerðastjórn úthlutar, sem og sinna verkefnum sem lúta eingöngu að byggðinni þó svo að aðgerðastjórn taki ekki til starfa, t.d. aðgerðir vegna óveðurs.
Í samhæfingar- og stjórnstöð fer samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða fram með hliðsjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun en stöðin er virkjuð þegar nauðsyn krefst. Einnig getur viðbragðsaðili eða almannavarnanefnd óskað eftir því að samhæfingar- og stjórnstöðin annist stjórn vegna tiltekinnar hættu. Samhæfingar- og stjórnstöðin er ekki ofan við aðgerðastjórn heldur til hliðar og starfa þessar einingar saman í almannavarnaástandi. Lögreglustjórar fara með stjórn almannavarna, hver í sínu umdæmi.
Aðgerðastjórn er sameiginleg aðgerðastjórn viðbragðsaðila. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða krossins, slökkviliðs og heilbrigðisstarfsmanna auk hlutaðeigandi viðbragðsaðila, sbr. viðbragðsáætlun, svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni. Viðbragðsaðilar almannavarna eru: Lögreglan, Landhelgisgæsla Íslands, Heilbrigðisstarfsmenn, Slökkvilið, Neyðarlínan, Rauði krossinn á Íslandi, Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Auk þessara teljast til viðbragðsaðila almannavarna allir þeir sem hlutverki hafa að gegna samkvæmt viðbragðsáætlun hverju sinni.
Slökkviliðið er stærsti viðbragðsaðili sveitarfélagsins í flestum sveitarfélögum. Slökkviliðið sinnir umfangsmiklu forvarnarstarfi og er mikilvægasta björgunarúrræðið á staðnum, ekki aðeins í tengslum við eld, heldur í öllum atvikum sem krefjast tæknilegrar úrlausnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með stjórnsýslu ríkisins vegna brunamála.
Ein björgunarsamtök eru starfandi í landinu, þ.e. Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Aðildarsveitir þess eru um eitt hundrað talsins og virkir félagsmenn á bilinu þrjú til fjögur þúsund. Landinu er skipt í átján svæði eða umdæmi. Svæðisstjórn er í hverju umdæmi sem fer með tæknilega stjórn aðgerða af hálfu björgunarsveita viðkomandi svæðis. Björgunarsveitarmenn koma sem liðsstyrkur við úrlausn þeirra verkefna, sem framkvæmd eru á ábyrgð opinberra aðila.
Helstu störf björgunarsveitarmanna eru á sviði leitar, björgunar, fyrstu hjálpar með áherslu á uppsetningu og rekstur söfnunarsvæða slasaðra og flutninga. Þá hafa björgunarsveitarmenn komið sem liðsstyrkur vegna gæslustarfa. Störf björgunarsveitarmanna eru flest unnin á vettvangi og falla undir stjórn vettvangsstjóra.
Rauði krossinn á Íslandi er með þrjátíu og átta deildir um allt land og virkir sjálfboðaliðar sem eru til taks allan sólarhringinn ef hamfarir eða önnur áföll dynja yfir eru um þrjú þúsund.
Helstu hlutverk Rauða krossins á Íslandi eru fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól sem og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu. Fjöldahjálparstöðvar eru opnaðar þegar koma þarf stórum hópum fólks í skjól, svo sem vegna rýminga hverfa eða landssvæða og í kjölfar náttúruhamfara.[34]
Ríkislögreglustjórinn og hjálparlið almannavarna, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnafélagið Landsbjörg, hafa gert samning um hlutverk þeirra í heildarskipulagi almannavarna á hættu- og neyðartímum. Þeirra hlutverk nær til landsins alls og er mikilvægt í öllum viðbúnaði, viðbragði og enduruppbyggingu vegna hamfara. Þá gera almannavarnanefndir samninga við björgunarsveitir í héraði.
Almannavarnir eru borgaraleg starfsemi undir stjórn Ríkislögreglustjóra sem hefur rekstrargetu til að bregðast hratt og örugglega við neyðarástandi, stjórna aðgerðum þegar neyðarástand skapast í landinu og sjá til þess að nauðsynleg úrræði séu til staðar ef leita þarf að týndum einstaklingum eða ef óæskileg atvik verða, t.d. eldar, flóð, kjarnorkuslys, skriður og snjóflóð, stormar og óveður. Almannavarnir hafa einnig hlutverk við að aðstoða óbreytta borgara við hernaðaraðgerðir, t.d. með viðvörun, skjóli og rýmingu. Lög um almannavarnir nr. 82/2008 setja reglur um starfsemina.
Almannavarnanefndir eru tuttugu og ein talsins í níu lögregluumdæmum. Almannavarnir eru eins konar samnefnari viðbragða og úrræða þegar hættu- og neyðarástand skapast í samfélaginu og hefðbundin þjónusta, svo sem lögregla, björgunarsveitir, slökkvilið og landhelgisgæslan duga ekki koma almannavarnir landsins saman og vinna að því að tryggja öryggi og sinna björgunarstörfum. Í samhæfingar- og stjórnstöð fer fram samhæfing á milli umdæma fyrir landið allt og er það hlutverk samhæfingarstöðvar að úthluta mannafla og tækjum á það svæði sem þarfnast hjálpar hverju sinni einnig er það hlutverk samhæfingarstöðvar að hafa yfirsýn yfir þau björgunarstörf sem standa yfir. Ríkislögreglustjóri hefur heimild til að starfrækja tímabundna þjónustumiðstöð þegar hættu ber að garði eða hún er um garð gengin. Verkefni þjónustumiðstöðvar felast m.a. í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess annast þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi yfirvöld og stofnanir, samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Meðhöndlun efna og sprengiefna
Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið eru ábyrg fyrir samhæfingu ríkisins á viðbúnaði vegna efna og sprengiefna. Umfjöllunin hér nær ekki til bráðamengunar en þar fara Umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti, innviðaráðuneyti, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan með hlutverk (sjá kafla 5.5). Mikilvægustu viðbúnaðaraðilarnir í efna- og sprengiefnaviðbúnaði eru slökkviliðin, sjúkraflutningaþjónusta, lögreglan, sveitarfélögin, embætti landlæknis, heilbrigðisstofnanir og öryggisstjórnkerfi hjá fyrirtækjunum sem er skylt að hafa slíkt kerfi.
Sérsveit ríkislögreglustjóra ber ábyrgð á viðbúnaði vegna sprengjutilfella. Hjá sérsveitinni er einnig sprengju- og tæknihópur starfandi sem sinnir sprengjueyðingu og ýmsum öðrum tæknimálum. Verkefni sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er að gera sprengjur sem finnast í sjó og/eða á landi óvirkar og eyða þeim.
Fjöldi laga og reglna gilda um forvarnir og neyðarviðbúnað á sviði efna og sprengiefna, þ.á m. lög um brunavarnir nr. 75/2000, lög um almannavarnir nr. 82/2008, lög um landlækni nr. 41/2007 og lýðheilsu, lögreglulög nr. 90/1996, skipulagslög nr. 123/2010 og lög um mannvirki nr. 106/2010, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, efnalög nr. 61/2013, lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, lög um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010 og vopnalög nr. 16/1998.
Umhverfisstofnun fer með eftirlit samkvæmt lögum um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra nr. 17/2000. Ríkislögreglustjóri annast framkvæmd samningsins að því er varðar viðbúnað fyrir almenning.
Í fjölda fyrirtækja á Íslandi er farið með hættuleg efni í þeim mæli að þau geta skapað hættu fyrir líf og heilsu í umhverfi sínu. Í u.þ.b. tuttugu og tveimur fyrirtækjum er magnið svo mikið að þau falla undir stórslysareglugerðina sem er íslensk framkvæmd Seveso-tilskipunar ESB.[35] Að meðaltali eru flutt þrjú þúsund tonn af hættulegum farmi daglega til Íslands. Þeir sem starfa hjá fyrirtækjum sem falla undir reglugerðir um hættuleg efni og íbúar sem búa og dvelja nálægt slíkum hættum verða að geta treyst því að öryggi fyrirtækjanna sé ávallt gætt á góðan hátt og að fyrirtæki og yfirvöld hafi skipulagt hvernig þau munu takast á við hugsanleg atvik sem upp kunna að koma.
Yfirlit yfir stærri og minni hættu- og slysatilvik sýna að slysahætta á Íslandi er bæði í tengslum við flutning á hættulegum farmi og hjá fyrirtækjum sem fara með hættuleg efni. Flutningur á hættulegum farmi er mikill og landfræðilega stór svæði sem slys geta valdið tjóni á. Sumar starfsstöðvar eru staðsettar nálægt byggð og fyrir sumar þeirra geta afleiðingar af slysi þar sem hættuleg efni eiga í hlut verið miklar.
Fyrirtæki sem meðhöndla eða flytja hættuleg efni eru háð ströngum öryggiskröfum og þau eru undir eftirliti og þurfa að hafa ýmis leyfi fyrir starfseminni auk annarrar eftirfylgni frá umhverfis, heilbrigðis- og vinnuverndar yfirvöldum. Á Íslandi skipa fjögur yfirvöld samráðsnefnd um stórslysavarnir í iðnaði, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Almannavarnir, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlit ríkisins. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja samráð og samstarf hlutaðeigandi stofnana í því skyni að tryggja öryggi starfsmanna, almennings og umhverfis þegar stórslys í iðnaði ber að höndum. Vinnueftirlit ríkisins skal hafa eftirlit með að viðeigandi skilyrðum sé fullnægt og að nauðsynlegar öryggisráðstafanir vegna hættu á slysi hafi verið gerðar. Flutningi hættulegra efna er stjórnað með alþjóðlegum samningum, sem Ísland er aðili að og á það við um hverja og eina flutningsaðferð.
Tilskipanir ESB og innlendar reglugerðir setja einnig kröfur til yfirvalda bæði ríkis og sveitarfélaga í héraði sem tengjast málsmeðferð og eftirliti, mögulegra keðjuverkandi áhrifa milli fyrirtækja, viðbúnað til að takast á við atvik og kröfur um langtímastefnu um landnotkun sem tryggir viðunandi fjarlægð milli slíkra fyrirtækja og þess sem er í umhverfi þeirra.
Samkvæmt 24. gr. laga um brunamál nr. 75/2000 er hægt að skylda fyrirtæki sem af stafar sérstök eldhætta eða þar sem margir starfa, koma saman, fara um eða dveljast eða þar sem hætta er á stórfelldu eignatjóni í eldsvoða til að setja upp sérhæfðan búnað til viðvörunar og slökkvistarfs og þjálfa tiltekna starfsmenn í brunavörnum og slökkvistarfi. Hlutverk þeirra er að takmarka afleiðingarnar fyrir líf, heilsu, umhverfi og eignir og stuðla að hraðri endurreisn komi til óæskilegra atvika. Í dag eru fjögur fyrirtæki sem hafa slíkar skyldur. Mikilvægt er að tryggja gott samspil þessara aðila og almenns viðbúnaðar.
Nokkur stór fyrirtæki (olíufélög og stóriðja) hafa samstarf um um gagnkvæma aðstoð vegna froðubirgða og stúta til slökkvistarfs. Auk þeirra hafa slökkvilið aðgang að búnaðinum og froðubirgðunum. Fyrirtækin hafa samþykkt að hjálpa hvert öðru með búnað og sérþekkingu í sérstaklega krefjandi neyðarástandi.
Viðbragð fyrirtækja, fyrst og fremst olíufélaganna, er hluti af viðbúnaði til meðhöndlunar slysa á landi. Markmiðið er að beita sérþekkingu fyrirtækjanna á efni sem þau eru vön að fara með.
Samstarf við björgunarþjónustu
Undir samfélagslega mikilvæga verkefninu björgunarþjónusta er fjórum starfsgetum lýst: björgunarviðbúnaður; slökkvilið; almannavarnir; viðbúnaður við efnaslysum og sprengiefnaslysum.
Björgunarviðbúnaður
Geta til að gera strax tilraun til að forða fólki frá dauða eða meiðslum vegna bráðra slysa eða hættulegra aðstæðna
Verkefni björgunarviðbúnaðar er að veita íbúunum aukið öryggi fyrir líf og heilsu.
Björgunarviðbúnaður er samþætt þjónusta, sem þýðir að hún nær til alls konar aðgerða sem tengjast land-, sjó- og flugbjörgun. Þetta þýðir að björgunarviðbúnaður felur einnig í sér slökkvistarf til að bjarga mannslífum í tengslum við elda, umferðarslys o.s.frv.
Björgunarviðbúnaður eru samstarf opinberra aðila, sjálfboðaliða og einkafyrirtækja undir stjórn og samhæfingu samhæfingar – og stjórnstöðvar, aðgerðastjórna eða vettvangsstjórna. Öllum opinberum aðilum sem hafa getu, upplýsingar eða hæfni sem henta í björgunarskyni er skylt að leggja sitt af mörkum til björgunarviðbúnaðar. Samræmingarreglan felur í sér að allir aðilar bera sjálfstæða ábyrgð á að samhæfa störf sín bæði í undirbúningsvinnunni og meðan á björgunaraðgerðum stendur.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Aðgerðastjórnir
• Almannavarnir
• Björgunarstjórnstöð sjófarenda og loftfara (JRCC- Ísland)
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Fyrirtæki sem eru skyldug til að hafa búnað og mannafla til slökkvistarfa
• Fyrirtæki sem falla undir löggjöf um stórslys af völdum hættulegra efna
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir, heilsugæslur, dvalarheimili o.fl.
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Innviðaráðuneytið
• Isavia
• Landhelgisgæsla Íslands
• Landmælingar Íslands
• Lögreglustjórar
• Neyðarlínan
• Rannsóknarnefnd almannavarna
• Rauði krossinn á Íslandi
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samgöngustofa
• Samhæfingar- og stjórnstöð
• Sjúkraflug
• Sjúkraflutningamenn
• Skipulagsstofnun
• Slysavarnafélagið Landsbjörg
• Slökkvilið
• Sveitarfélög
• Sýslumenn
• Vaktstöð siglinga
• Veðurstofa Íslands
• Vegagerðin
• Þjóðskrá Íslands
Slökkvilið
Geta til að koma í veg fyrir skemmdir á eignum eða takmarka umfang tjóns ef slys eða hætta skapast
Megintilgangur slökkviliðsins er að vernda líf, heilsu og umhverfi gegn eldi, gegn slysum með hættulegum efnum og hættulegum varningi og öðrum bráðum slysum. Megintilganginn er hægt að tengja við starfsgetuna Björgunarviðbúnaður. Samkvæmt lögum um brunavarnir þarf slökkviliðið að hafa getu til að vernda gegn og koma í veg fyrir skemmdir á eignum og umhverfi eða takmarka umfang tjóns á eignum og umhverfi komi til slyss. Eignatjón hefur áhrif á íbúa og samfélag bæði praktískt og fjárhagslega. Árangursríkt slökkvistarf snýst því einnig um að vernda eignir og efnisleg gildi. Fjallað er um vernd gegn umhverfisspjöllum í kafla 5.5.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Húsnæðis– og mannvirkjastofnun
• Innviðaráðuneytið
• Slökkvilið
• Sveitarfélög
Geta til að gera nauðsynlegar bjargir aðgengilegar viðbragðsaðilum og öðrum
Starfsgetan felur í sér störf Almannavarna við að aðstoða neyðar- og viðbúnaðaraðila um allt land með starfsmönnum og búnaði í tengslum við forvarnir og mótvægisaðgerðir.
Kerfi til að vara íbúa við (sms-kerfi) er hluti af samfélagslega verkefninu stjórnun og viðlagastjórnun.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarna- og öryggismálaráð
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
Viðbúnaður vegna efnaslysa og sprengiefnaslysa
Geta til að koma í veg fyrir og takast á við atvik með efnum og sprengiefnum og gera ráðstafanir til að vernda líf, heilsu, umhverfi og önnur samfélagslega mikilvæg verkefni
Starfsgetan felur í sér forvarnir og meðhöndlun efna- og sprengiefnaatvika.
Efnaatvik fela í sér dreifingu efna í loft, vatn, matvæli eða jarðveg (iðnaðarefni, eitraður reykur, efni til efnahernaðar, eiturefni o.s.frv.) um er að ræða efni sem geta valdið heilsufarsskaða og / eða skaða á umhverfi og eignum. Sprengiefnaatvik fela í sér sprengingar af völdum sprengiefna, flugelda eða heimatilbúinna sprengiefna, auk mjög eldfimra efna, efna undir þrýstingi eða hvarfgjarnra efna.
Slys með eitraðar og eldfimar lofttegundir geta haft verulegar afleiðingar fyrir líf, heilsu og efnahag. Starfsgetan felur einnig í sér getu til að koma í veg fyrir, greina, afstýra og mögulega draga úr afleiðingum efna- og sprengiefna atvika sem geta ógnað lífi, heilsu, umhverfi eða eignum.
Fjallað er um vernd gegn umhverfisspjöllum sem tengjast bráðri mengun í kafla 5.5.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Fyrirtæki sem eru skyld til að hafa búnað og mannafla til slökkvistarfs
• Fyrirtæki sem falla undir reglur um stórslys
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Heilbrigðisstofnanir, heilsugæslur, dvalarheimili o.fl.
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Innviðaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands
• Lýðheilsa hjá embætti landlæknis
• Lögreglustjórar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun (MAST)
• Orkustofnun
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Skatturinn
• Slökkvilið
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Utanríkisráðuneytið
• Vinnueftirlitið
Samfélagslega verkefnið UT-öryggi felur í sér öryggi fyrir samfélagslega mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í gagnagrunnum, svo og fyrir kerfi, verkefni og þjónustu sem gagnagrunnar og skrár eru háðir í tengslum við uppfærslu upplýsinganna og/eða að hægt sé að nálgast upplýsingarnar (sjá Mynd 10).
Verkefnið nær einnig til verndar á hliðrænum (e. analog) upplýsingum í skjalasöfnum.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Læknalög
• Lög um fjarskipti
• Lög um heilbrigðisþjónustu
• Lög um opinber skjalasöfn
• Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
• Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi
• Lög um þjóðskjalasafn
• Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
• Lög um réttindi sjúklinga
• Lögreglulög
• Reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál
•
Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga,
öryggisvottanir og
öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála
• Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu
• Stjórnsýslulögin
• Upplýsingalög
Mynd 10: Samfélagslega verkefnið UT-öryggi
Gagnagrunnur er skipulagt safn tengdra upplýsinga. Hugtakið er venjulega tengt rafrænum tölvukerfum. Gagnagrunnskerfi þarf að geta unnið mikið magn gagna skilvirkt, villulaust og á öruggan hátt.
Skrá er venjulega gagnagrunnur. Hér ber að skilja hugtakið sem safn gagna um einstaklinga, fyrirtæki, fasteignir eða lausafé sem er haldið af yfirvaldi eða einkaaðila. Skrár í fjármálageiranum eru dæmi um einkareknar samfélagslega mikilvægar skrár.
Öryggi skráa og skjalasafna getur skipt miklu máli fyrir öryggi einstaklingsins ef skráin eða skjalasafnið inniheldur:
• trúnaðar- og/eða viðkvæmar persónuupplýsingar sem óviðkomandi mega ekki hafa aðgang að (t.d. heilbrigðisskrár, sakavottorð, verndaðar upplýsingar) sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
• upplýsingar um réttindi og skyldur sem tengjast t.d. fasteignum, fjármálum, leyfum og staðfestingu á réttindum
Gagnagrunnar, skrár og skjalasöfn geta einnig verið samfélagslega mikilvæg vegna þýðingu þeirra fyrir önnur samfélagslega mikilvæg verkefni. Kortagagnagrunnar Landmælinga eru t.d. í grundvallaratriðum mikilvægir fyrir ýmis mikilvæg verkefni. Þjóðskráin er sömuleiðis mikilvæg fyrir mörg verkefni.
Nokkrar skrár eru mikilvægar bæði vegna öryggis einstaklingsins og vegna þess að þær eru mikilvæg aðföng fyrir önnur samfélagslega mikilvæg verkefni. Skrár og skjalasöfn þurfa því að vera tiltæk við neyðaraðstæður.
Kerfi sem tengjast flutningi upplýsinga til, frá og milli gagnagrunna / skráa geta einnig skipt sköpum. Í þessu samhengi má nefna gáttir eins og island.is, skattur.is og Auðkenni. Rafræn samskipti eru einnig forsenda þessa flutnings upplýsinga. Fyrir nánari lýsingu á ábyrgð og stjórnsýslu vegna fjarskipta, sjá kafla 6.5. Fjarskiptanet og þjónusta.
Ísland.is og auðkenni eru flokkuð sem sameiginlegir íhlutir. Þessi þjónusta á að tryggja að almenningur og lögaðilar geti haft samskipti við stofnanir ríkisins með einum og sömu skilríkjum og að fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti notað rafræn skilríki í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki erlendis.
Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar getur fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu. Íslandsrót er rótarskilríki fyrir Ísland sem ætlað er að staðfesta önnur skilríki sem gefin eru út á Íslandi. Íslandsrót er gefin út af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, fyrir ríkið og er eign fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Auðkenni annast alla þjónustu sem tengist rafrænum skilríkjum.
Aðrir sameiginlegir innlendir þættir eru skrár með upplýsingum um einstaklinga (Þjóðskrá), fasteignir (fasteignaskrá) og fyrirtæki (skrá um lögaðila). Mikilvægar skrár eru einnig t.d. fyrirtækjaskrá, lausafjárskrá og ökutækjaskrá.
Þróunin í átt að rafrænni opinberri stjórnsýslu þar sem samspil opinberra yfirvalda og fyrirtækja og íbúa fer í auknum mæli fram með UT-kerfum og á grundvelli sameiginlegra íhluta, þýðir að öryggi slíkra kerfa verður sífellt mikilvægara. Fjármálageirinn byggir einnig á notkun nokkurra sameiginlegra íhluta og annarra mikilvægra skráa, á sama tíma og greinin hefur sínar eigin skrár og mikilvæg kerfi fyrir fjármálaviðskipti o.s.frv.
UT-öryggi eða upplýsingaöryggi felur í sér:
• að aðgangur að upplýsingum fyrir auðkennda notendur sé tryggður (aðgengi)
• að geyma og vinna með upplýsingar á þann hátt að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að upplýsingunum (trúnaður)
• að upplýsingarnar verði ekki fyrir óheimilum eða öðrum röngum breytingum (friðhelgi)
Hugtakið UT-öryggi felur bæði í sér vernd gegn verknaði sem framinn er af ásetningi, eins og skemmdarverkum og njósnum sem og vernd vegna bresta og bilana vegna rökvillu, mannlegra mistaka eða efnislegs tjóns.
Óháð því hvort atburður er afleiðing vísvitandi athafnar eða er óviðráðanlegs atviks, þá þurfa eigendur gagnagrunna, skráa, skjalasafna og annarra kerfa að hafa myndað sér skoðun á því hvernig haga skuli viðbrögðum. Það er grundvallaratriði að hafa kerfi sem gerir eigandanum kleift að uppgötva að brotist hafi verið inn í gögnin eða þau hafi orðið fyrir annarri óæskilegri starfsemi. Góður viðbúnaður og atviksstjórnun hjálpar til við að draga úr mögulegu tjóni í neyðarástandi, draga úr kostnaði sem fylgir endurreisn kerfisins og uppfylla kröfur regluverksins.
Um upplýsingaöryggi almennt gilda sömu meginreglur og um öryggi fyrir geymslu annarra upplýsinga. Upplýsingaöryggi er grundvallarforsenda fyrir öryggi allrar starfsemi sem fer með samfélagslega mikilvæg verkefni og er samþætt mörgum starfsgetum sem lýst er í öðrum hlutum þessa skjals.
Ábyrgðin á UT-öryggi er tengd ábyrgðinni á hverju kerfi. Innviðaráðuneytið er ábyrgt fyrir því að samræma vinnuna við öryggi í upplýsingatækni.
Innan stjórnsýslunnar liggur ábyrgðin hjá innviðaráðuneytinu. Fjarskiptastofa hefur umsjón með framkvæmd og eftirlit með lögum um fjarskipti.
Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun, Skatturinn, Landmælingar og Þjóðskrá eru mikilvægir eigendur skráa, gagnagrunna og kerfa.
Hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands er m.a. að safna og varðveita skjöl og aðrar skráðar heimildir þjóðarsögunnar til notkunar fyrir stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga til þess að tryggja hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við vísindalegar rannsóknir og fræðiiðkanir. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 kveða á um hvaða aðilum er skylt að afhenda safninu og öðrum opinberum skjalasöfnum (héraðsskjalasöfnum) skjöl sín til varðveislu. Safninu er jafnframt falið eftirlit með starfsemi héraðsskjalasafna og skjalamálum afhendingarskyldra aðila, að tryggja aðgengi að skjölum í vörslu safna í samræmi við ákvæði laga og fleira. Hlutverk Þjóðskjalasafns er ekki síst að tryggja öryggi þegnanna með því að geyma á tryggan hátt mikilvæg gögn sem snerta réttindi ríkis, sveitarfélaga, og þegna landsins. Oftast er um að ræða gögn sem hafa mikið réttarfarslegt gildi auk þess að vera mikilvægar sögulegar heimildir. Þjóðskjalasafn Íslands hefur ríku hlutverki að gegna í skjalavörslu opinberra aðila, m.a. með setningu reglna, ákvörðun um eyðingu skjala, samþykkt skjalavistunarkerfa og eftirliti með skjalavörslu opinberra aðila. Einnig eru til önnur opinber og einkarekin skjalasöfn sem fara með upplýsingar sem þarf að tryggja öryggi hjá af lagalegum, rannsóknar- eða menningarástæðum.
Hér á eftir er gerð grein fyrir lykilákvæðum sem tengjast stjórnun upplýsinga. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 hafa að geyma ákvæði um stjórnun og eftirlit með upplýsingaöryggi. Nálgun upplýsingaöryggis í lögunum er áhættumiðuð en það krefst þess að fyrirtækið ákveði markmið um öryggi og komi á innra eftirliti til að geta stjórnað og haft eftirlit með því að starfsemin uppfylli þessi markmið.
Lögin um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 eru grundvöllur fyrir öll lög og reglur varðandi varðveislu og notkun persónuupplýsinga. Lögin eru á verkefnasviði dómsmálaráðuneytis en markmið þeirra er að tryggja friðhelgi og persónuvernd einstaklingsins, friðhelgi einkalífsins og að persónulegar upplýsingar séu af nægilegum gæðum. Með persónuupplýsingum er átt við upplýsingar sem, beint eða óbeint, er hægt að tengja við einstaklinga.
Viðkvæmar persónuupplýsingar eru upplýsingar sem varða:
• Aðild að stéttarfélagi
• Heilsufarsupplýsingar og erfðafræðilegar upplýsingar
• Kynþáttur, þjóðernislegur uppruni stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða lífsskoðun
• Lífkennaupplýsingar, þ.e. upplýsingar sem fást með sérstakri tæknivinnslu og tengjast líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða atferlisfræðilegum eiginleikum einstaklings, t.d. andlitsmyndir eða gögn um fingraför, enda sé unnið með upplýsingarnar til að persónugreina einstaklinga með einkvæmum hætti
• Upplýsingar um hvort einstaklingur hefur verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir ólögmætar athafnir
• Upplýsingar um kynlíf manna og kynhneigð
Í IV. kafla. laga um persónuvernd og vinnslu eru almennar reglur um skyldur ábyrgðaraðila og vinnsluaðila sem og öryggi persónuupplýsinga. Þær gera kröfur um að ábyrgðaraðilinn og vinnsluaðilinn geri margvíslegar ráðstafanir, bæði tæknilegar og skipulagslegar, til að tryggja öryggi upplýsinga og að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lögin.
Í lögum nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga á sviði refsivörslu. Þar eru settar reglur um þær skrár og þau upplýsingakerfi sem notast er við af hálfu yfirvalda, auk þess að lögfesta skýrar heimildir til að miðla persónuupplýsingum sín á milli og til annarra aðila, þ.m.t. yfirvalda í öðrum löndum. Lögunum er ætlað að stuðla að því að yfirvöld á sviði refsivörslu fari með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs sem og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga.
Lögin um sjúkraskrár nr. 55/2009 setja reglur um notkun og öryggi sem tengist heilsufarsupplýsingum sem geymdar eru til að tryggja að heilbrigðisþjónustan og stjórnsýsla heilbrigðismála hafi þá þekkingu sem þarf til að geta veitt trausta þjónustu. Markmið laganna er að auðvelda söfnun og aðra vinnslu heilsufarsupplýsinga til að stuðla að bættri heilsu, koma í veg fyrir veikindi og meiðsli og veita betri heilsu-, velferðar- og félagsþjónustu. Lögin skulu sjá til þess að siðferðileg gildi séu í hávegum höfð við meðferð gagnanna, persónuvernd einstaklingsins sé tryggð og þau notuð í með hagsmuni einstaklingsins og samfélagsins að leiðarljósi.[36]
Markmið laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 er að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala, þ.e. menningar-, rannsóknar- eða stjórnsýsluskjala, til að tryggja réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar.
Fara þarf með skrár og skjalasöfn sem talin eru hafa verndunargildi eða innihalda upplýsingar sem hafa verndargildi og/eða skrár og skjalasöfn sem innihalda leynilegar upplýsingar í samræmi við lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019. Um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála er fjallað í reglugerð nr. 959/2012. „Markmið reglugerðar þessarar er:
• að vernda gögn […] sem mikilvægt er að óviðkomandi fái ekki aðgang að, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins, varnarmál eða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir krefjast að fari leynt[…]
• að uppfylla skuldbindingar samkvæmt alþjóðasamningum á sviði öryggis- og varnarmála sem kveða á um trúnað og sérstaka varðveislu tiltekinna upplýsinga eða gagna[…]
• að tryggja viðeigandi meðferð og öryggi slíkra gagna, hvaðan sem þau eru upprunnin […]
• að kveða á um öryggisvottun fyrirtækja sem hana þurfa vegna útflutningshagsmuna.“
Trúnaðarupplýsingar skal flokka eftir trúnaðarstigi og skal auðkenna trúnaðarstigið með greinilegum hætti. Trúnaðargögn eru flokkuð og merkt sem takmarkaður aðgangur, trúnaðarmál, leyndarmál eða algjört leyndarmál. Upplýsingakerfi sem annast upplýsingar af þessu tagi þurfa að framfylgja alþjóðlega viðurkenndum forskriftum, stöðlum eða viðmiðum um bestu framkvæmd.
Eftirfarandi eftirlitsstjórnvöld geta einnig framkvæmt prófanir á kerfum fyrirtækja til að kanna hvort þau noti samskiptaleiðir án aðgangsheimilda fyrir öryggisflokkaðar upplýsingar:
• Embætti landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu
• Fjármálaeftirlitið vegna bankastarfsemi og innviða fjármálamarkaða
• Orkustofnun vegna orku- og hitaveitna
• Fjarskiptastofa vegna stafrænna grunnvirkja
• Samgöngustofa vegna flutninga
• Umhverfisstofnun vegna vatnsveitna
Þeirri virkni sem samfélagið þarf að hafa á hverjum tíma innan þessa málaefnasviðs er lýst í þremur starfsgetum: öruggar skrár, skjalasöfn o.s.frv.; persónuvernd; stjórnun atvika í upplýsinga- og samskiptakerfum.
Öruggar skrár, skjalasöfn o.s.frv.
Geta til að viðhalda fullnægjandi aðgengi, sjálfstæði og trúnaði í gagnagrunnum, kerfum, skrám og skjalasöfnum sem nauðsynleg eru til að vernda samfélagslega mikilvæg verkefni og/eða einstaklinga og fyrirtækja
Starfsgetan nær til gagnagrunna, kerfa, þjónustu, aðgerða, skráa og skjalasafna sem eru nauðsynleg til að viðhalda samfélagslega mikilvægum verkefnum eða sem innihalda upplýsingar um réttindi og skyldur einstaklinga eða fyrirtækja, þar með taldar eignir, fjármál, leyfi, réttindi o.fl.
Með „fullnægjandi“ er átt við að öryggisstigið er skilgreint á grundvelli áhættumats þar sem gildi upplýsinganna og ógnir og hættur sem fylgja kerfunum annars vegar og rekstur þeirra hins vegar er haft til hliðsjónar.
Kerfin sem eru skilgreind sem sameiginlegir íhlutir (sjá umfjöllun hér að framan), t.d. island.is, þjóðskrá, skattur.is o.fl. eru innifalin í starfsgetunni ásamt fjölda annarra opinberra og einkaskráa sem annað hvort veita mikilvæg gögn til fyrirtækja sem fara með samfélagslega mikilvæg verkefni og / eða innihalda upplýsingar af ýmsum toga um réttindi einstaklinga eða fyrirtækja.
Innri kerfi í starfsemi eða á málefnasviði eru ekki með í þessari starfsgetu ef þau innihalda ekki upplýsingar um réttindi, heldur eru þau innifalin sem forsendur til að geta sinnt ýmsum af þeim starfsgetum sem eru skilgreindar innan hinna mismunandi samfélagslegu verkefna. Meginreglurnar um stjórnun upplýsingaöryggis í slíkum kerfum eru þó þær sömu.
Upplýsingar í kerfum sem tryggja þarf mt.t. sjálfstæðis, öryggis og annarra þjóðaröryggishagsmuna ríkisins eru innifaldar í starfsgetunni ríkisstjórn, ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýsla, sbr. Kafla 4.1.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• CERT-IS
• Dómsmálaráðuneytið
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Eigendur einkakerfa, t.d. í fjármálageiranum.
• Embætti landlæknis
• Fjarskiptastofa
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilsugæslan
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Innviðaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands, Vaktstöð siglinga
• Lögreglustjórar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Mennta- og barnamálaráðuneytið
• Netöryggisráð
• Neyðarlínan, fjarskiptafyrirtæki
• Opinberir kerfiseigendur, t.d.:
· Landmælingar Íslands
· Skatturinn
· Vinnumálastofnun
· Þjóðskrá Íslands.
• Orkufyrirtæki
• Orkustofnun
• Persónuvernd
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samgöngustofa
• Sýslumenn
• Umhverfisstofnun
• Utanríkisráðuneytið
• Þjóðaröryggisráð
• Þjóðskjalasafn
• Önnur ráðuneyti
Persónuvernd
Geta til að tryggja trúnað og friðhelgi skráa og skjalasafna sem innihalda trúnaðarupplýsingar (persónugreinanlegar upplýsingar)
Starfsgetan felur í sér skrár og skjalasöfn sem innihalda persónugreinanleg gögn sem, samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, er að líta á sem trúnaðarmál og óháð því hvort líta eigi á skrárnar sjálfar sem mikilvægar fyrir öryggi borgaranna og samfélagsins. Stjórnsýslulög hafa einnig slík ákvæði.
Persónuvernd er tengd réttinum til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Einstaklingurinn þarf að vera öruggur um að upplýsingar af persónulegum toga séu ekki aðgengilegar óviðkomandi.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• CERT-IS
• Dómsmálaráðuneytið
• Eigendur kerfa
• Fjarskiptastofa
• Forsætisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Persónuvernd
Stjórnun atvika í upplýsinga- og samskiptakerfum
Geta til að greina atvik í upplýsingaöryggi, takmarka tjón og endurheimta fljótt eðlilega starfsemi í skrám og kerfum með mikilvæg samfélagslega verkefni og/eða sem innihalda trúnaðarupplýsingar (persónugreinanlegar upplýsingar)
Starfsgetan er almenn í þeim skilningi að hún nær til allra kerfa sem eru innifalin í hinum starfsgetunum sem eru skilgreindir undir þessum flokki. Það verður varla hjá því komist að af og til komi upp óæskileg atvik í UT kerfi. Nauðsynlegt er að sérhver kerfiseigandi geti greint slík óæskileg atvik eins fljótt og auðið er til að takmarka skemmdir og endurheimta virkni og öryggi kerfisins. Aðili sem brýst inn í kerfi og uppgötvast ekki getur valdið næstum óbætanlegu tjóni og einnig notað kerfið sem upphafspunkt til að brjótast inn í önnur kerfi.
CERT-ÍS er netöryggissveit á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem hefur það hlutverk að samræma meðferð alvarlegra UT atvika gegn samfélagslega mikilvægum innviðum og upplýsingum.
Þjónustuhópur CERT-IS er:
• Skráð fjarskiptafyrirtæki
• Rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu og veitendur stafrænnar þjónustu samkvæmt lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
• Stjórnarráð Íslands.
• Aðrir aðilar sem hafa gert sérstakan þjónustusamning við CERT-IS.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• CERT-ÍS
• Dómsmálaráðuneytið
• Eigendur kerfa
• Fjarskiptastofa
• Innviðaráðuneytið
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Stjórnsýslan
• Utanríkisráðuneytið
Þetta samfélagslega verkefni er tengt viðbúnaði samfélagsins gegn bráðamengun umhverfisins vegna óæskilegrar losunar á föstu efni, vökva eða gastegundum í loft, vatn eða jarðveg. Viðbúnaður vegna losunar sem einnig hefur í för með sér hættu fyrir líf og heilsu er hluti af samfélagslega verkefninu björgunarþjónusta.
Að auki er veðurþjónusta og vöktun og viðvörun vegna eldfjallavár, jarðskjálfta og landriss auk flóða og skriðufalla innifalin. Náttúruvá er mikilvægur hluti af áhættumyndinni á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar, sterkur vindur og fljúgandi hlutir geta valdið verulegu tjóni á byggingum og öðrum innviðum og mikil úrkoma getur komið af stað skriðuföllum og stuðlað að flóði. Vöktun jarðskjálfta og landriss, veður- og vatnafræðilegra aðstæðna og viðvörun við eldgosum og jarðskjálftum, óveðri og flóða- og skriðuhættu eru því mjög mikilvæg fyrir öryggi borgaranna og samfélagsins.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um brunavarir
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
• Lög um landlækni og lýðheilsu
• Lög um meðhöndlun úrgangs
• Reglugerð um starfsemi Veðurstofunnar
• Lög um umhverfisábyrgð
• Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
• Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
• Lög um Veðurstofu Íslands
• Lög um veðurþjónustu
• Reglugerð um loftgæði
Mynd 11: Samfélagslega verkefnið náttúra og umhverfi
Vernd gegn bráðamengun
Lögin um umhverfisábyrgð, lögin um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögin um meðhöndlun úrgangs kveða á um að hver sá sem stundar starfsemi sem getur valdið bráðri mengun verði að tryggja nauðsynlegan viðbúnað til að koma í veg fyrir, uppgötva, stöðva, fjarlægja og takmarka áhrif mengunarinnar. Neyðarviðbúnaður þarf að vera í hæfilegu hlutfalli við líkurnar á bráðri mengun og umfangi þess tjóns og óþæginda sem geta orðið.
Lögin kveða einnig á um kröfur til neyðarviðbúnaðar sveitarfélaga og ríkisins. Sveitarfélög skulu sjá fyrir nauðsynlegum neyðarviðbúnaði gegn bráðri mengun sem getur komið fram eða valdið skaðlegum áhrifum innan sveitarfélagsins og sem ekki fellur undir viðbúnað einkaaðila. Ríkið skal sjá fyrir neyðarviðbúnaði gegn tilfellum bráðrar mengunar utan sveitarfélagamarka. Umhverfisstofnun, Vinnueftirlit ríkisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skulu, eins og kostur er, sjá til þess að neyðarviðbúnaður einkaaðila, sveitarfélaga og ríkis sé samræmdur og samvinnu þeirra sem starfa við viðbúnað. Verði bráð mengun eða hætta á bráðri mengun verður ábyrgðaraðili að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða takmarka tjón og óþægindi. Ef ábyrgðaraðili framkvæmir ekki fullnægjandi ráðstafanir skal viðkomandi slökkvilið bregðast við slysinu. Slökkviliðið skal tilkynna heilbrigðiseftirliti sem veitir nauðsynlega aðstoð. Eins og við önnur stór slys er hægt að virkja samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna.
Í lögum um brunavarnir er kveðið á um að sveitarfélögin skuli tryggja stofnun og rekstur slökkviliðs sem getur sinnt forvarnar- og neyðarviðbúnaðarverkefnum í samræmi við lögin á skilvirkan og öruggan hátt. Sveitarfélögin skulu gera greiningu á áhættu og áfallaþoli auk þess sem slökkviliðum ber að gera brunavarnaáætlun þannig að tryggt sé að þau séu mönnuð og búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. Þetta á einnig við varðandi varnir gegn bráðri mengun.
Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan hafa viðbúnaðarskyldu og sjá um aðgerðir vegna meiri háttar tilfella bráðrar mengunar sem ekki falla undir neyðarviðbúnað einkaaðila eða sveitarfélaga. Þetta snýst aðallega um viðbúnað vegna olíuleka frá skipum og skipsflökum. Þau ber einnig ábyrgð á framkvæmd aðgerða gegn skipum sem af stafar hætta á bráðri mengun.
Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda er öllum höfnum landsins skylt að gera viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða. Utan hafnarsvæða er slík áætlun hins vegar verkefni Umhverfisstofnunar í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðina. Hafnir, Umhverfisstofnun og Landhelgisgæsla Íslands þurfa auk þess að hafa yfir að ráða fullnægjandi búnaði til að takast á við mengunaróhöpp.
Ef bráðamengun verður utan hafnarsvæðis kemur það í hlut Umhverfisstofnunar að tryggja að bráðaaðgerðir hefjist og að annast stjórn á vettvangi. Ýmis önnur stjórnvöld geta einnig komið að bráðaaðgerðum, t.d. Samgöngustofa, Vegagerðin, Landhelgisgæsla Íslands og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga. Íslensk stjórnvöld geta kallað eftir aðstoð nágrannaríkja vegna mengunarslysa í íslenskri lögsögu á grundvelli alþjóðasamninga og aðildar Íslands að Siglingaöryggisstofnun Evrópu.
Landhelgisgæsla Íslands hefur heimild til að grípa til íhlutunar og eftir atvikum að taka yfir stjórn skips ef nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu vegna bráðamengunar.
Slökkviliðunum ber skylda til viðbúnaðar og aðgerða gegn tilfellum bráðri mengun innan marka sveitarfélagsins sem ekki falla undir neyðarviðbúnað einkaaðila og þar sem mengunarvaldur er ekki fær um að bregðast sjálfur við. Ábyrgðin nær einnig til tilvika þar sem mengunarvaldur er óþekktur.
Um 23 iðnaðarfyrirtæki á landi, mest olíubirgðastöðvar falla undir kröfur um stórslysavarnir. Þessir aðilar hafa eigin viðbragðsáætlanir.
Umhverfisstofnun setur kröfur um viðbúnað einkafyrirtækja gagnvart bráðri mengun og kannar hvort kröfurnar séu uppfylltar. Öllum fyrirtækjum ber skylda til viðbúnaðar og aðgerða við bráða mengun vegna eigin starfsemi og skylda til að veita aðstoð þegar ríki og sveitarfélag grípa til aðgerða. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkir brunavarnaáætlanir slökkviliða, þar með talið að nægjanlegur búnaður og mannafli sé til staðar vegna viðbúnaðar við bráðri mengun.
Veðurþjónusta
Lög um Veðurstofu Íslands kveða á um verkefni Veðurstofa Íslands sem eru m.a. að bera ábyrgð á opinberri veðurþjónustu. Stofnunin skal vinna að því að yfirvöld, atvinnulíf, stofnanir og almenningur geti sem best gætt hagsmuna sinna til verndar lífi og eignum, til skipulags og til verndar umhverfinu. Stofnunin útbýr veðurspár og fylgist með loftslagsbreytingum, aflar veðurfræðilegra gagna á Íslandi og nærliggjandi hafsvæðum, sinnir rannsóknum og þróunarstarfi, veðurþjónustu, sinnir verkefnum á sviði ofanflóðavarna, kortleggur stöðuvötn og vatnsfarvegi og jarðskjálftavirkni og tekur þátt í alþjóðlegu veðurfræðasamstarfi.
Veðurstofan annast rauntímavöktun á veðri með rekstri veðurathugunarkerfa, veðurlíkana og öflun fjarkönnunargagna (háloftamælinga, ratsjár- og gervihnattagagna). Hún gefur út veðurlýsingar, veðurspár og viðvaranir um ýmsa þætti veðurs, bæði á landi og sjó.
Veðurstofa Íslands gerir veðurspár fyrir Ísland og skilgreind hafsvæði umhverfis landið og sendir út sérstakar viðvaranir um yfirvofandi óveður. Einnig sér stofnunin um flugveðurþjónustu á flugvöllum og á flugleiðum í samræmi við óskir flugmálayfirvalda og samkvæmt alþjóðlegum reglum og samþykktum. Stofnunin vaktar hættu á snjóflóðum, vatnsflóðum, aurskriðum, jarðskjálftum, eldgosum, hlaupum, sjávarflóðum og ísingu, svo og hafísútbreiðslu og sendir út viðvaranir og upplýsingar til að draga úr hættu á manntjóni og öðrum skaða.
Lög um veðurþjónustu kveða á um að Veðurstofa Íslands inni af hendi grunnþjónustu með því að:
• veita öryggisþjónustu vegna veðurs á landi, í lofti og á legi
• miðla rauntímagögnum og sjá um að gerðar séu almennar veðurspár eins og þær eru skilgreindar á hverjum tíma fyrir Ísland og umhverfi þess
• veita veðurþjónustu fyrir flugvelli og flugumferð í samræmi við lög, fyrirmæli stjórnvalda og samkvæmt alþjóðlegum reglum og samþykktum
• veita öryggisþjónustu vegna veðurtengdra þátta; e. veita aðra þá grunnþjónustu sem ráðherra ákveður eða samið er um í alþjóðlegum samningum
Lögin kveða einnig á um að Veðurstofa Íslands gefi út viðvaranir um yfirvofandi hættu af völdum veðurs og veðurtengdra þátta eftir því sem tilefni er til hverju sinni og í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir. Stofnunin annast gerð hættumats vegna snjóflóðahættu og hættu á jarðskjálftum auk hættumats á hverri þeirri náttúruvá sem stofnuninni er ætlað að vakta. Stofnunin sendir út viðvaranir um yfirvofandi hættu bæði til almennings og almannavarnayfirvalda.
Innviðir vegna veðurs samanstanda af sjálfvirkum og einstaka handvirkum mælistöðvum, veðurratsjám, rekabaujum og gervihnöttum, sem allar safna veðurgögnum og tilkynna reglulega.
Veðurspár eru einnig unnar af öðrum en Veðurstofunni. Veðurstofan dreifir einnig íslenskum athugunum á alþjóðavettvangi og miðlar alþjóðlegum veðurgögnum til þeirra sem þurfa á þeim að halda á landsvísu.
Viðvörun um eldfjallavá, jarðskjálfta, landris, flóð, skriður og snjóflóð
Orkustofnun og ÍSOR gegna mikilvægu hlutverki í viðbúnaði með sérfræðiþekkingu og söfnun upplýsinga. Gagnasöfn og kortasjár þ.á m. jarðgrunnskort þeirra sýna berggrunn, hraun, landform, jarðmyndanir, vatnafar, veðrun, skriður, höggun og eldvirkni.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlutverk í viðbúnaði við að afla gagna um skriðuföll og hættu af þeirra völdum í samstarfi við Veðurstofuna. Skriðuföll eru þekkt í öllum landshlutum, algengastar eru skriður þó á Miðnorðurlandi, Austfjörðum og Vestfjörðum. Þær eru einnig vel þekktar á Suðurlandi þó þar sé grjóthrun meira áberandi. Skriðuföll eru ólík að stærð, fara mislangt og geta átt sér stað hvenær sem er á árinu. Mesta hættan á skriðuföllum er þó þegar haustlægðir ganga yfir landið frá ágúst til nóvember og einnig í tengslum við vorleysingar í maí og júní. Algengustu flokkar skriðufalla hér á landi eru:
• Aurskriður
• Berghlaup
• Berghrun
• Grjóthrun
• Hægfara sig á efnisflykkjum
• Jarðvegsskriður
Lög um varnir gegn snjóflóðum og skrifðuföllum kveða á um að Náttúrufræðistofnun Íslands, í samstarfi við Veðurstofu Íslands, vinni að því að vakta, rannsaka og safna upplýsingum um skriðuföll á Íslandi jafnóðum og þau verða, auk þess að safna heimildum um eldri skriðuföll. Þessar upplýsingar eru varðveittar í ofanflóðagrunni sem er sameiginlegur gagnagrunnur stofnananna tveggja um skriðuföll og snjóflóð á Íslandi. Hættumatsrannsóknum vegna ofanflóða hefur fyrst og fremst verið beint að nokkrum þéttbýlisstöðum þar sem snjóflóða- og skriðuhætta er mikil. Á grundvelli hættumats hefur svo verið ráðist í ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og gerð rýmingaráætlana, uppsetningu varnarvirkja og byggingu snjóflóðavarnargarða, auk uppkaupa á húsnæði og breytinga á skipulagi.
Tuttugu og þrjú þéttbýli á Íslandi eru í vöktun Veðurstofunnar vegna ofanflóða: Akureyri, Bíldudalur, Bolungarvík, Drangsnes, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Kirkjubæjarklaustur, Kjalarnes, Mosfellsbær, Neskaupstaður, Ólafsfjörður, Ólafsvík, Patreksfjörður, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Súðavík, Suðureyri, Tálknafjörður, Vík í Mýrdal og Þingeyri. Þar er vöktun með tilheyrandi viðvörunar- og neyðarviðbúnað vegna rýmingar. Veðurstofan hefur skráð sautján þéttbýl[37] svæði þar sem skriða getur orðið.
Lög um Veðurstofu Íslands kveða á um ábyrgð Veðurstofunnar á viðvörunarþjónustu vegna flóða.
Náttúrufræðistofnun hefur skoðað hrun og skriðuhættu á fimm þéttbýlum svæðum.[38]
Vatn, snjór og jöklar
Lög um Veðurstofu Íslands kveða á um að Veðurstofan safni grundvallarupplýsingum og þekkingu um vatnafar landsins með rekstri vatnamælingakerfis og langtímarannsóknum. Veðurstofan stundar rannsóknir á vatnsauðlindinni í föstu og fljótandi formi, eðli hennar og skilyrðum til sjálfbærrar nýtingar. Hún sendir út viðvaranir vegna hættu á hlaupum og vatnsflóðum og gefur einnig út viðvaranir og metur ísingu á landi. Stofnunin annast verkefni á sviði ofanflóðavarna og vaktar staðbundna hættu á ofanflóðum í þéttbýli, ásamt því að senda út almennar viðvaranir vegna snjóflóða.
Svæðisbundin snjóflóðaspá er gefin út fyrir þrjú landsvæði: norðanverða Vestfirði, utanverðan Tröllaskaga og Austfirði. Á þessum svæðum starfa snjóathugunarmenn á vegum Veðurstofunnar sem aðstoða við vöktun byggðar.
Flest jökulhlaup á Íslandi eru vatnsflóð en talið er að sum Kötluhlaup og hlaup frá Öræfajökli hafi mögulega verið aurflóð. Jökulhlaup eru vatnsflóð sem brjótast fram þegar hleypur úr lónum undir jökli eða jökulstífluðum jaðarlónum. Þau geta einnig orðið vegna eldgosa undir jökli. Hlaupin hefjast oft skyndilega og geta varað allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkrar vikur. Jökulhlaup eru af ýmsum gerðum og hámarksrennsli og heildarrúmmál þeirra spannar mörg stærðarþrep. Hámarksrennsli stærstu jökulhlaupa á Íslandi á sögulegum tíma er af stærðargráðunni 100.000 m3/s. Slík hlaup hafa t.d. orðið af völdum gosa í megineldstöðinni Kötlu. Rennslisaukningin í jökulhlaupum er mjög mishröð. Sum hlaup ná hámarki á einungis 1 til 2 dögum, jafnvel á innan við hálfum sólarhring meðan önnur fylgja veldisvexti og eru 1 til 2 vikur að ná hámarki.
Eldfjallavá, jarðskjálftar, gaslosun og landris
Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands gýs a.m.t. „á 3–6 ára fresti [á Íslandi]. Oftast eru jarðskjálftar eða jarðskorpuhreyfingar fyrirboðar eldsumbrota en stundum hefjast eldgos fyrirvaralítið. Við eldgos getur ýmis vá skapast, t.d. hraunrennsli, jökulhlaup, gjóskufall og losun eiturefna. Eitraðar lofttegundir (H2S, SO2, F) ásamt gjóskufalli geta borist um allt land með vindum og þeirra getur jafnvel orðið vart utan landsteinanna. Loftborin efni eins og gjóska geta raskað flugumferð. Gjóska getur einnig verið varasöm vegna eldinga, eiturgufa og annarra eiturefna.
Jarðhræringar sem fylgja eldgosum geta komið af stað flóðbylgjum, sprengingum og skriðum. Jökulhlaup í kjölfar eldgoss undir jökli geta valdið umtalsverðu tjóni vegna flóða og ísjaka sem losna í eldsumbrotunum.“[39]
Lög um Veðurstofu Íslands kveða á um að Veðurstofan annist vöktun á jarðskjálftum, eldgosum, kvikuhreyfingum og jökulhlaupum á Íslandi. Þetta er gert með rekstri landsnets jarðskjálfta- og GPS-mæla. Veðurstofan sendir út viðvaranir um þessa þætti. Hún safnar upplýsingum um jarðskjálfta, jarðsuð, ísskjálfta og hægar jarðskorpuhreyfingar, sem verða m.a. vegna landreks og farbreytinga jökla. Veðurstofan stundar jafnframt rannsóknir á öllum þessum þáttum til að efla vöktunargetu sína og hæfni til að gefa út viðvaranir. Enn fremur safnar stofnunin upplýsingum um öskufall frá yfirstandandi eldgosum þegar ástæða þykir til. Viðvörunarkort sem sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu er gefið út daglega sem sýnir merki um byrjandi hættuástand strax og þess verður vart.
Vöktun jarðskorpunnar með öflugu mælakerfi er grundvöllur þess að geta spáð fyrir um eldgos eða gefið út viðvaranir til almennings í tæka tíð. Það er sérstaklega mikilvægt að vakta eldstöðvar sem eru nærri byggð.
Ólíkar hættur geta stafað af eldgosum, bæði vegna eldvirkni og vegna aðstæðna í náttúrunni umhverfis eldstöðvarnar. Hér á landi er mikill fjölbreytileiki eldstöðvakerfa og því eru hætturnar mismunandi eftir eldstöðvakerfum, þessar hættur eru m.a. jökulhlaup, gjóskustraumar, gasmengun, gosmekkir og öskudreifing, jarðskjálftar, hraunflæði, eldingar og skriðuföll. Þekking á gossögu eldfjalla og góður skilningur á innviðum þeirra og hegðun skiptir miklu um það að geta spáð fyrir um hvað eldstöðin muni gera í framtíðinni.
Oftast gera eldgos boð á undan sér. Dæmi um undanfara eldgoss getur m.a. verið aukin jarðskjálftavirkni, landris, breytingar á jarðhita og gasútstreymi í nágrenni eldfjallsins. Veðurstofan fylgist með þessum þáttum í grennd við eldstöðvakerfi til þess að nema breytingar. Þessir fyrirboðar tengjast yfirleitt hreyfingu eða söfnun kviku í kvikuhólfi sem getur staðið yfir í nokkur ár. Það er þó ekki algilt að eldstöðvar gefi einhverskonar fyrirboða því sum eldfjöll geta gosið án merkjanlegs aðdraganda. Eldstöðvar get einnig sýnt merki um breytingar þar sem kvikuhreyfing á sér stað undir yfirborði án þess að kvikan nái upp á yfirborð og eldgos verði.
Hér á landi eru margskonar eldstöðvarkerfi og því er ekki hægt að túlka hegðun einnar eldstöðvar á sama hátt og annarrar. Fylgjast þarf með og skoða hverja eldstöð sérstaklega.
Gaslosun er einn helsti drifkraftur kviku í eldgosum þar sem gas í kviku hækkar flot kvikunnar og kemur henni upp á yfirborðið. Þegar kvika kemst til yfirborðs losnar gasið úr henni og myndar gasmengun. Eldfjallagös geta líka losnað úr læðingi þó að eldgos verði ekki, en þá eimast þau úr storknandi kviku á yfirborði eða í kvikuhólfi eldfjallsins. Gasmengun eldfjalla er mismunandi og fer að mestu eftir efnasamsetningu kvikunnar og getur því verið misjöfn eftir eldstöðvakerfum. Þessi mismunur gerir vöktun á gasmengun oft erfiða viðfangs.
Algengustu lofttegundirnar sem losna út frá kvikunni eru vatn (H2O), vetni (H2), koltvíoxíð (CO2), kolmónoxíð (CO), brennisteinsvetni (H2S) og brennisteinsdíoxíð (SO2); magn þessara lofttegunda getur náð tugum hundraðshluta af rúmtaki gassins (mól%). Aðrar algengar loftegundir eru brennisteinn (S2), metangas (CH4), saltsýra (HCl) og flúrsýra (HF), en þessar tegundir eru yfirleitt langt undir einum hundraðshluta af rúmtakinu. Gasvöktun Veðurstofunnar vaktar aðalgösin CO2, SO2 og H2S en þau finnast almennt í nógu háum styrk svo unnt sé að vakta þau á sjálfvirkan máta.
Auk þess kveður reglugerð um loftgæði á um vöktun Umhverfisstofnunar á loftgæðum í þéttbýli. Stofnunin mælir með síritum á 36 stöðum styrk svifryks, brennisteinsdíoxíðs (SO2), köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og köfnunarefnisoxíðs (NOx), kolsýrings (CO) og ósóns (O3).[40]
Í dag eru 32 eldfjöll á Íslandi í vöktun Veðurstofunnar: Askja, Bárðarbunga, Brennisteinsfjöll, Eldey, Esjufjöll, Eyjafjallajökull, Fremrinámar, Grímsvötn, Grímsnes, Heiðarsporðar, Hekla, Helgrindur, Hengill, Hofsjökull, Hrómundartindur, Katla, Krafla, Krýsuvík, Kverkfjöll, Langjökull, Ljósufjöll, Prestahnúkur Reykjanes, Snæfell, Snæfellsjökull, Tindfjallajökull, Torfajökull, Tungnafellsjökull, Vestmannaeyjar, Þeistareykir, Þórðarhyrna og Öræfajökull. Þar er sólarhringsvöktun með tilheyrandi viðvörunar- og neyðarviðbúnað vegna rýmingar.
Samfélagslega verkefnið náttúra og umhverfi samanstendur af starfsgetu sem felur í sér vernd náttúrunnar gegn áhrifum mannlegra athafna í formi bráðra mengunar og vernd íbúanna gegn náttúruvá.
Innan samfélagslega verkefnisins eru þrjár starfsgetur skilgreindar: mengunarviðbúnaður; veðurþjónusta og vöktun á eldfjallavá, jarðskjálftum, landrisi, flóða- og skriðuhættu.
Mengunarviðbúnaður
Geta til að koma í veg fyrir eða takmarka umhverfisspjöll vegna bráðrar mengunar
Starfsgetan felur í sér viðbúnað einkaaðila, sveitarfélaga og ríkisins gegn bráðri mengun á landi og á íslenska hafsvæðinu og á íslenska landgrunninu. Aðrar öryggisráðstafanir vegna siglinga eru innifaldar í samfélagslega verkefninu samgöngur. Viðbúnaður gegn mengun sem einnig ógnar lífi og heilsu er hluti af samfélagslega verkefninu björgunarþjónusta.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir RSL
• Einkafyrirtæki
• Embætti landlæknis
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Hafrannsóknastofnun
• Heilbrigðisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun (MAST)
• Orkustofnun
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
Geta til að viðhalda forgangsraðaðri veðurþjónustu
Starfsgetan felur í sér eftirfarandi þjónustu:
• Söfnun, vinnsla og aðgengi að veðurgögnum
• Undirbúningur og dreifing viðvarana sem hafa þýðingu fyrir líf og öryggi
• Undirbúningur sérstakra veðurútreikninga og þjónustu í tengslum við leitar- og björgunaraðgerðir, mikilvægar aðgerðir og atvik sem ógna öryggi
• Undirbúningur og dreifing flugveðurupplýsinga
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Veðurstofa Íslands
Vöktun á eldfjallavá, jarðskjálftum, landrisi, flóða- og skriðuhættu
Geta til að viðhalda nauðsynlegu eftirliti og viðvörun vegna eldfjallavár, jarðskjálfta og landriss auk flóða, skriðu- og snjóflóðahættu
Starfsgetan felur í sér þau kerfi sem hafa verið sett upp til að fylgjast með og vara við flóðum í stærri og minni vatnsföllum, skriðuföllum, snjóskriðum auk þess að fylgjast með og vara við eldfjallavá, jarðskjálftum og landrisi.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
• ÍSOR
• Jarðvísindastofnun HÍ
• Matvælaráðuneyti
• Menningar- og viðskiptaráðuneyti
• Náttúrufræðistofnun Íslands
• Orkufyrirtæki
• Orkustofnun
• Samgöngustofa
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti
• Umhverfisstofnun
• Veðurstofa Íslands
• Vegagerðin
Auk þess að þjóna íbúum beint, eiga virkni og verkefni þessa flokks það sameiginlegt að vera aðföng fyrirtækja sem bera ábyrgð á öðrum mikilvægum verkefnum og virkni sem og ábyrgð á aðföngum fyrir samfélagið í heild. Flokkurinn inniheldur ýmsar gerðir birgða og þjónustu sem byggjast á innviðum.
Þegar samfélagsleg verkefni eru háð hvert öðru geta bilanir eða brestir í einu verkefni valdið bilunum eða brestum í öðrum verkefnum; þ.e. þau geta valdið útbreiðslu bilana til annarra hluta samfélagsins og geta þar með leitt til að stjórnunarhæfni og öryggi íbúa minnkar. Bilanir í raforkuafhendingu gætu m.a. haft þau afleiddu áhrif að önnur samfélagsleg mikilvæg verkefni virki ekki; t.d. vatnveitur og frárennsli, fjármálaþjónusta, fjarskipti og fleira sem myndi leiða til verulegra áskorana fyrir heilbrigðisgeirann og viðlagastjórnun. Alvarlegir misbrestir í verkefnum sem falla undir þennan flokk geta auk þess kallað fram afleiðingar eins og óróa, áhyggjur og vandamál í daglegu lífi og með þeim hætti geta þeir haft áhrif á öryggi íbúanna.
Af birgðum fyrir íbúa eru matur, vatn og eldsneyti sérstaklega mikilvægar. Innan einstakra málefnasviða eru auk þess aðrar vörur sem eru mikilvæg aðföng og þarfnast sérstakrar aðgæslu sem hluta af vinnu við að tryggja samfellu í afhendingu frá fyrirtækjum sem hafa samfélagslega mikilvæg verkefni.
Alls eru sjö samfélagsleg verkefni skilgreind undir flokknum Virkni samfélagsins: Afhendingaröryggi, Vatn og frárennsli, Fjármálaþjónusta, Dreifing á heitu vatni og rafmagni, Fjarskiptanet og þjónusta, Samgöngur og Gervihnattaþjónusta (sjá Mynd 12).
Mynd 12: Samfélagsleg verkefni í flokknum virkni samfélagsins
Samfélagslega verkefnið afhendingaröryggi felur í sér framboð á nauðsynlegum vörum til íbúa og fyrirtækja sem bera ábyrgð á mikilvægum samfélagslegum verkefnum. Verkefnið nær yfir alla virðiskeðjuna frá framleiðslu eða innflutningi allt til endanotanda. Flæðisstjórnun og flutningar eru mikilvægur þáttur fyrir starfsgetuna sem snýr að matvælaframboði og eldsneytisframboði (sjá Mynd 13).
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Búvörulög
• Lyfjalög
• Lög um almannavarnir
• Lög um matvæli
• Lög um Orkustofnun
• Raforkulög
• Reglugerð um söfnun gagna um framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti og eftirlitmeð orkuhlutdeild endurnýtanlegs eldsneytis í heildarsölu til samgangna á landi
Mynd 13: Samfélagslega verkefnið afhendingaröryggi
Búvörulög nr. 99/1993 hafa m.a. þann tilgang að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.
Engin löggjöf um viðbúnað fyrirtækja er til sem hefur þann tilgang að draga úr þeim afleiðingum sem krísur hafa á framboð vöru. Áskoranir sem varða eflingu framboðs á vöru og þjónustu og tryggja nauðsynlega forgangsröðun og dreifingu þeirra eru eingöngu leystar með frjálsri samvinnu opinberra aðila og fyrirtækja. Í lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 eru heimildir um samningskaup án útboðs vegna neyðarástands af ófyrirsjáanlegum atburðum. Samkvæmt lögum um almannavarnir nr. 82/2008 ber ráðuneytum og stofnunum skylda til að gera viðbragðsáætlanir, þ.m.t. áætlanir er varða hagvarnir, nægar birgðir nauðsynja og tryggingu neyðarflutningar til og frá landinu. Lögin heimila þó ekki opinberum aðilum að setja reglugerðir um forgangsröðun, endurúthlutun, geymslu og förgun vöru, frammistöðu þjónustu né heimila lögin þeim að skylda fyrirtæki til að vinna með opinberum aðilum til að finna árangursríkar lausnir til að takast á við skort á aðgengi að vöru og þjónustu.
Í lögum um almannavarnir nr. 82/2008 er ekki að finna ákvæði um notkun flutningsgetu samfélagsins í framboðskrísu sem tengjast aukinni eftirspurn, framboðsskorti og flutningsskorti. Í lögunum er kveðið á um að opinberir aðilar beri ábyrgð á nauðsynlegum neyðarviðbúnaði, fjármögnun og viðlagastjórnun á ábyrgðarsviðum sínum. Byggt á lögunum er þó ekki hægt að taka ákvarðanir um setningu reglugerða né aðrar ráðstafanir sem tryggja framboð á vöru og þjónustu.
Til þess að fyrirtæki geti sinnt viðbúnaðarverkefnum þurfa sveitarfélög að aðstoða við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd.
Fæðuframboð
Grundvallaratriði við að tryggja öryggi borgaranna er að tryggja þeim fullnægjandi fæðuframboð. Þótt næringarvandamál vegna bráðs og mikils matarskorts á Íslandi séu almennt talin ólíkleg, geta truflanir á fæðuframboði leitt til óróa og óöryggis hjá íbúum, t.d. alheimsbrestur á matarkorni.
Með fullnægjandi fæðuframboði er átt við nægjanlegt magn matar þar sem gætt er að gæðum og matvælaöryggi.[41]
Líta má á fæðuframboð sem keðju sem samanstendur m.a. af framleiðendum og innflytjendum, matvælaiðnaði, heildsölum, flutningsaðilum og verslunum. Ábyrgðin á fæðuframboðinu liggur fyrst og fremst hjá markaðsaðilum (frumatvinnugreinar, iðnaður, innflytjendur, heildsalar og smásalar). Athygli yfirvalda á almannavarnir og viðbúnað er tengd mögulegum aðstæðum þar sem truflun í virðiskeðju veldur því að fyrirtæki geti ekki afhent nógu mikið magn af mat til að mæta þörfum íbúa. Slíkar truflanir geta komið fram í formi aukinnar eftirspurnar, framboðsskorts eða flutningsskorts.
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir því að samræma viðbúnað vegna framboðs á mat. Matvælaráðuneyti ber einnig ábyrgð á viðbúnaði vegna málefnasviðanna sjávarútvegur, fiskeldi, matvælaiðnaður og sala á dagvöru. Hlutverk matvælaráðuneytisins er að stuðla að því að atvinnulífið geti afhent vörur og þjónustu, hvort sem er í krísuástandi eða ekki. Unnið er að skipulagningu og stjórnun framboðs í matvælageiranum þegar krísuástand ríkir í samvinnu við önnur yfirvöld og fyrirtæki, t.d. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð.
Ábyrgð matvælaráðuneytisins á sviði öryggis almennings og neyðarviðbúnaðar tengist m.a. matvælaframleiðslu og matvælaöryggi. Matvælaráðuneytið skal stuðla að því að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar sé í samræmi við þarfir þjóðarinnar og að nægt vöruframboð sé tryggt við breytilegar aðstæður í landinu.
Viðbúnaður stjórnvalda vegna matvælaafhendingar þarf í grundvallaratriðum að miða að því að tryggja nægilegt magn af mat til smásölu og stóreldhúsa svo íbúar hafi aðgang að þeim. Trygging þess að matur berist til þeirra íbúa sem ekki geta útvegað sér hann sjálfir eftir hefðbundnum leiðum, er á ábyrgð viðeigandi sveitarfélags. Þetta getur t.d. átt við um þá sem búa heima en þarfnast umönnunar. Í sumum tilfellum gæti hlutfall íbúa sem þurfa aðstoð verið hærra en venjulega vegna aðstæðna sem gera íbúum erfiðara fyrir en ella að bjarga sér sjálfir eða treysta á hjálp nágranna og fjölskyldu.
Eldsneytisframboð
Eldsneyti er samheiti yfir orkugjafaá fljótandi formi eða sem gas, þ.e. efni sem skapa orku í brennsluferli og sem hægt er að nota til að knýja vélar. Samfélagið er að miklu leyti háð jarðolíu til framleiðslu eldsneytis. Bensín og dísel eru algengustu eldsneytistegundirnar en samgöngur eru 30% af heildarneyslu á Íslandi. Valkostir við jarðolíueldsneyti, svo sem rafmagn, vetni og lífeldsneyti, verða þó æ mikilvægari sem orkugjafar fyrir ökutæki og skip.[42]
Lífeldsneyti er samheiti yfir etanól, metan, lífdísel, metanól og syngas sem notað er í orkuskyni. Árið 2019 var lífeldsneyti 0,3% af heildarorkunotkun á Íslandi.[43]
Ábyrgð á eldsneytisframboði liggur að miklu leyti hjá markaðsaðilum, þ.e. innflytjendum, dreifingaraðilum, flutningafyrirtækjum og bensínstöðvum. Hægt er að lýsa jarðolíueldsneyti sem keðju sem byrjar með innflutningi, löndun og dreifingu til bensínstöðva um olíubirgðastöðvar. Á Íslandi er olíu landað á þremur stöðum: í Örfirisey, Helguvík og Hvalfirði. Þaðan er olíueldsneyti dreift til atvinnulífsins og neytenda.
Eldsneytisframboð er háð flutningum á sjó og landi en skortur á eldsneyti hefur áhrif á flutningaiðnað og brestir í flutningaiðnaði hafa áhrif á birgðir af öðrum vörum.
Orkustofnun heldur utan um upplýsingar er varða framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á öllum tegundum eldsneytis. Engin sérstök löggjöf er til staðar sem gefur stjórnvöldum tækifæri til að ákveða að framleiðendur og innflytjendur skuli geyma olíuafurðir sem samsvari t.d. 20 daga neyslu né að slíkar birgðir skuli vera til í olíubirgðastöðvum innflytjenda á Íslandi.
Fyrir flutningskeðjuna frá birgðastöð innflytjenda til notenda er sömuleiðis engin sérstök löggjöf eða viðbragðsáætlun.
Ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á sviði öryggis borgaranna og viðbúnaði tengist m.a. eldsneytisframboði. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber heildarábyrgð á neyðarviðbúnaði, fjármögnun og viðlagastjórnun sem tengist framboði eldsneytis í formi olíuafurða.
Fyrir samfélagslega mikilvæga verkefnið afhendingaröryggi hefur tvenns konar starfsgeta verið skilgreind: matarframboð og eldsneytisframboð.
Matarframboð
Geta til að tryggja íbúum aðgang að mat svo hægt sé að viðhalda nánast eðlilegu mataræði
Þessi starfsgeta tengist framleiðslu, innflutningi, dreifingu og sölu matvæla.
Viðhalda þarf nánast eðlilegri frammistöðu í öllum hlutum virðiskeðjunnar, sama hve mikið álag er. Á sama tíma verða kerfin að vera nægjanlega sveigjanleg til að hægt sé að aðlaga þau eftir þörfum. Einn mælikvarði á nægilega eðlilegt ástand getur verið að kanna hvort vörur séu ekki hamstraðar í verslunum eða hvort venjulegt vöruúrval sé í boði fyrir neytendur.
Tímabundinn brestur í matvæla framboði verður varla til þess að fólk svelti né veldur hann vannæringu hjá fólki á Íslandi í dag. Allt bendir til þess að það sé svo mikill matur í virðiskeðjunni og á einstökum heimilum að fáir muni upplifa mikinn matarskort fyrstu vikuna. Skortur á aðgengi að venjulegum vörum getur þó skapað óöryggi og leitt til óróa. Aðstæður þar sem vörur eru hamstraðar geta einnig komið verr niður á hluta íbúa, því ekki hafa allir sömu forsendur til að taka þátt í samkeppni um vörur. Reynsla af atvikum sem hafa leitt til truflana á framboði matvæla sýna að viðbrögð íbúa ráðast af því að hve miklu leyti litið er á ástand sem viðráðanlegt.
Nærtækt er að minna á að við upphaf heimsfaraldursins 2020 var jafnmikil verslun samfleytt í 8 daga og annars er á Þorláksmessu en alltaf var nóg til af allri nauðsynjavöru.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Fiskistofa
• Flutningageirinn
• Framleiðendur, innflytjendur, heildsalar, verslanir
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðisráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun (MAST)
• Sveitarfélög
• Utanríkisráðuneytið
Eldsneytisframboð
Geta til að tryggja fyrirtækjum og einstaklingum aðgang að nægjanlegu eldsneyti
Þessi starfsgeta felur í sér framboð á jarðolíueldsneyti og orkugösum til fyrirtækja og einkaaðila sem er aðlagað að þeirri eftirspurn sem er á markaðnum hverju sinni og er óháð þeim atvikum sem geta komið upp.
Flokka má eldsneyti sem mikilvæg aðföng fyrir atvinnulífið og fyrir flutningageirann. Brestir í farþega- og vöruflutningum þýða að mörg fyrirtæki þurfi að loka eða takmarka framleiðslu. Truflanir á eldsneytisframboði geta leitt til þess að eldsneyti sé hamstrað sem aftur eykur eldsneytisskortinn. Ólögleg geymsla eldsneytis getur valdið hættu á bæði eldi og mengun.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Flutningageirinn
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Innflytjendur, flutningsaðilar, bensínstöðvar
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Orkustofnun
• Sveitarfélög
• Umhverfisstofnun
• Utanríkisráðuneytið
Á Íslandi eru það aðallega sveitarfélög eða fyrirtæki í eigu þeirra sem veita íbúum og atvinnulífi þjónustu á sviði vatnsveitu og frárennslis (sjá Mynd 14). U.þ.b. 48 vatnsveitur sjá 93% íbúa fyrir vatni en þau 7% íbúa sem eftir eru hafa sína eigin brunna eða minni vatnsveitur.[44] Um 28 fráveitukerfi í eigu sveitarfélaga eða innan sveitarfélaga sjá um skólp frá 76% íbúa en þau 24% íbúa sem eftir eru með minni fráveitulausnir eða ekkert skólpkerfi.[45] Þar sem innviðir fyrir vatnsveitur og fráveitur eru einokunarstarfsemi eru í grundvallaratriðum engin önnur kerfi sem íbúar og fyrirtæki geta leitað til ef þjónustan bregst. Þetta eykur þörf fyrir öflugar lausnir og góðan viðbúnað á þessu málefnasviði.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um almannavarnir
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
• Lög um landlækni og lýðheilsu
• Lög um matvæli
• Lög um meðhöndlun úrgangs
• Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna
• Lög um vatnsveitur sveitarfélaga
• Mannvirkjalög
• Reglugerð um fráveitur og skólp
• Reglugerðir um mengun, umhverfi og heilsu
• Reglugerð um neysluvatn
• Reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga
• Skipulagslög
Mynd 14: Samfélagslega verkefnið vatn og frárennsli
Vatnsveitur og frárennsliskerfin ná yfir alla virðiskeðjuna frá vatnasviði til viðtakanda en með vatnsveitu er átt við vatnsverndarsvæði, uppsprettu, vatnshreinsistöð og vatnsdreifingu (lagnir, hæðargeymar, dælustöðvar). Meðhöndlun frárennslis (frárennsliskerfi) felur í sér söfnun frárennslisvatns og yfirborðsvatns, flutning frárennslisvatns (lagnir, dælustöðvar) og hreinsun frárennslisvatns áður en það er losað í viðtaka.
Í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 er kveðið á um að vatnsveitur skuli fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja. Vatnsveitum er t.d. stjórnað með reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001 og fráveitum er m.a. stjórnað með reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999. Í reglugerð um neysluvatn eru gerðar kröfur til vatnsveitu er varða gæði og afhendingaröryggi drykkjarvatns. Sérstakar gæðakröfur eru gefnar í viðauka reglugerðanna.
Lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og lög um matvæli nr. 93/1995 leggja þá ábyrgð á sveitarfélögin að tryggja íbúum nauðsynlegan og öruggan aðgang að vatnsveitum sem miðla fullnægjandi neysluvatni.
Innan ríkisstjórnarinnar liggur ábyrgð á öruggri afhendingu neysluvatns hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Matvælastofnun (MAST) ber ábyrgð á reglugerð um neysluvatn og eftirliti í samræmi við hana og hefur yfirumsjón með starfsemi heilbrigðiseftirlits vegna eftirlits með henni. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á löggjöf er varðar hollustuhætti og mengunarvarnir og gegnir samræmingarhlutverki vegna starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Embætti landlæknis er faglegur ráðgjafi, m.a. fyrir lýðheilsu er varðar vatnsveitur og drykkjarvatn. Sveitarfélög hafa eftirlit með vatnsveitu í samræmi við reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001.
Samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð nr. 55/2012 hefur Umhverfisstofnun heimild til að fylgja eftir að sá aðili sem veldur mengun eða sveitarfélagið framkvæmi nægjanlegar mótvægisaðgerðir við bráðamengun og á það einnig við um mengun vatnsbóla.
Innan samfélagslega verkefnisins vatn og frárennsli er tvenns konar starfsgeta skilgreind: framboð á neysluvatni og meðhöndlun frárennslis.
Framboð á neysluvatni
Geta til að afhenda íbúum og fyrirtækjum sem sinna samfélagslega mikilvægum verkefnum nægjanlegt drykkjarvatn
Með „nægu magni“ er átt við að við venjulegar aðstæður nái vatnsveitan yfir eftirspurn heimila og fyrirtækja. Vatnsveitan þarf að vera tilbúin til að tryggja lágmarksframboð drykkjarvatns, óháð því hvaða atvik eiga sér stað. Þetta magn þarf sveitarfélag að skilgreina en viðbúnaður verður einnig að ná til aðstæðna þar sem sjóða þarf vatn sem afhent er í gegnum lagnakerfið til að hægt sé að nota það sem neysluvatn.
Hugtakið neysluvatn nær einnig yfir allt vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum (þ.m.t. til búfjárræktar) eða í samfélaginu almennt, sbr. skilgreiningu vatns sem ætlað er til neyslu eða matargerðar.[46] Krafan er sú að vatnið verði að vera „þannig að heilsu manna stafi ekki hætta af því“. [47]
Vatnsveitur verða einnig að sjá slökkviliðum og slökkvibúnaði fyrir nægjanlegu vatni til slökkvistarfs. Ekki eru gerðar sömu kröfur til gæða fyrir þetta vatn og fyrir vatn sem notað er í matvælaiðnaði, á sjúkrahúsum o.s.frv. en í raun hefur þetta litla þýðingu .
Sú geta að sjá fyrir neysluvatni er mikilvæg starfsgeta vegna þess að aðgangur að vatni er grunnforsenda fyrir öllu lífi og einnig er hún mikilvæg af hreinlætisástæðum.
Brestir eða bilun í vatnsveitu geta einnig haft afleiðingar fyrir getu samfélagsins til að sjá um fjölda annarra mikilvægra verkefna. Bæði matvælaframleiðsla og heilbrigðisþjónusta eru t.d. háðar nægilegum aðgangi að hreinu vatni.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Geislavarnir ríkisins
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Heilbrigðiseftirlit
• Heilbrigðisráðuneytið
• Lýðheilsa hjá embætti landlæknis
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Matvælastofnun
• Sveitarfélög
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Vatnsveitur (yfirleitt sveitarfélaga)
Meðhöndlun frárennslis
Geta til að viðhalda nægjanlegri tæmingu og hreinsun frárennslis
Sú geta að leiða burt frárennsli er mikilvæg starfsgeta vegna þess að tap gæti haft verulegar afleiðingar fyrir rekstur og hreinlæti fyrirtækja með samfélagslega mikilvæg verkefni, svo sem fyrirtæki í matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu.
Verði langvarandi bilun í frárennsliskerfi, þarf að rýma heimili. Undir frárennsli fellur frárennsli frá hreinlætistækjum og iðnaði sem og yfirborðsvatn sem þarf að leiða burt og hreinsa á viðeigandi hátt áður en það er losað í náttúruna. Kröfur um hreinsun skólps byggja á skilgreiningum sem gefnar eru í reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999.
Með nægjanlegri hreinsun er átt við að hreinsun frárennslisvatns í venjulegum aðstæðum fari fram í samræmi við gildandi reglur og leyfi. Auk þess verður að meta og framkvæma ráðstafanir til að tryggja að hætta á mengun viðtaka sé á viðunandi stigi, eins þegar óæskileg atvik eiga sér stað.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Heilbrigðiseftirlitið
• Sveitarfélög
Stýring stjórnvalda sem snýr að fjármálageiranum hefur það meginmarkmið að tryggja fjármálastöðugleika.. Þetta þýðir að fjármálakerfið verður að vera traust m.t.t. truflana svo það geti haft milligöngu um fjármögnun, framkvæmt greiðslur og dreift áhættu á fullnægjandi hátt.
Fjármálakerfið samanstendur af fjármálamörkuðum, fjármálastofnunum og fjármálainnviðum (sjá Mynd 15).
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
• Lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár
• Lög um fjármálafyrirtæki
• Lög um gjaldeyrismál
• Lög um gjaldmiðil Íslands
• Lög um greiðsluþjónustu
• Lög um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fjárfesta
• Lög um lánasýslu ríkisins
• Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
• Lög um Seðlabanka Íslands
• Lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga
• Lög um verðbréfaviðskipti
• Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum
• Reglur um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands
Mynd 15: Samfélagslega verkefnið fjármálaþjónusta
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands deila ábyrgðinni á því að tryggja fjármálastöðugleika á Íslandi en Seðlabankinn starfrækir einnig fjármálaeftirlit. Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber heildarábyrgð á því að fjármálakerfið virki vel. Seðlabanki Íslands skal stuðla að öflugu og skilvirku fjármálakerfi og hafa eftirlit með fjármálastofnunum, verðbréfamörkuðum og greiðslukerfum til að greina aðstæður sem geta ógnað stöðugleika. Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara.
Hugtakið peninga- og verðbréfamarkaðurinn[48] er gjarnan notað um fleiri en einn markað með viðskiptakröfur og skuldir. Fjármálastofnanir og bankar eru stærstu aðilarnir á peninga- og verðbréfamörkuðum. Bankarnir eru í sérstakri stöðu að því leyti að þeir gegna mikilvægu hlutverki bæði í lántöku og lánastarfsemi og í greiðslumiðlun.
Í riti Seðlabanka Íslands Peningamál 2017/2 segir: „Halli á viðskiptum við útlönd endurspeglar að innlend fjárfesting er meiri en innlendur sparnaður stendur undir og því þarf að fjármagna fjárfestingu sem eftir stendur með innflæði sparnaðar annarra landa. Þegar afgangur er á viðskiptum við útlönd snýst þetta við: innlendur sparnaður er meiri en þarf til að standa undir innlendri fjárfestingu og því er hluta sparnaðarins ráðstafað til fjárfestingar erlendis, t.d. til kaupa á erlendum eignum eða til niðurgreiðslu erlendra skulda.“[49] Alþjóðlegir fjármálamarkaðir fléttast sífellt meira saman. Þetta stuðlar að aukinni hagkvæmni en fjármálakerfið verður um leið viðkvæmara. Útbreiðsla óróa frá einum fjármálamarkaði eða landi til annarra markaða og landa á sér stað hratt. Íslenskir bankar eru háðir alþjóðlegum peninga- og fjármagnsmörkuðum sem gerir íslenska hagkerfið viðkvæmt fyrir óstöðugleika á sömu mörkuðum.
Traustir bankar með gott áhættustjórnunarkerfi munu venjulega hafa traust á mörkuðum og því sem útgangspunkt einnig hafa nægjanlega aðgang að lausafé. Á tímum óróa á erlendum fjármálamörkuðum geta traustir bankar á mörkuðum þar sem efnahagsaðstæður eru góðar jafnvel lent í vandræðum með fjármögnun sem gæti sérstaklega haft áhrif á smærri markaði, svo sem Ísland. Enn fremur geta ýmsar gerðir bresta aðila- og/eða bilana innan kerfa komið upp sem geta leitt til lausafjárvanda, svo sem skortur á lausafé á alþjóðlegum peninga- og fjármagnsmörkuðum, skortur á trausti á efnahag banka eða landsins eða brestir í kerfum banka eða í greiðslukerfum.
Framkvæmd greiðslna og annarra fjármálaviðskipta er háð öflugum og öruggum greiðslukerfum.
Í því samhengi samanstendur greiðslukerfið af millibankakerfum og kerfum fyrir greiðsluþjónustu. Millibankakerfi eru kerfi til að flytja peninga á milli banka með sameiginlegum reglum um greiðslujöfnun og uppgjör. Greiðslukerfi eru kerfi til að flytja peninga á milli viðskiptavinarreikninga í banka eða hjá öðrum sem geta veitt greiðsluþjónustu. Handbært fé fellur utan greiðslukerfa.
Markaðstorg fjármálagerninga (MTF) er kerfi til uppgjörs á viðskiptum með fjármálagerninga þar sem sameiginlegar reglur um greiðslujöfnun og uppgjör gilda.
Þó reiðufé sé lítið hlutfall af heildargreiðslumiðlum nú til dags, gegnir það samt mikilvægu hlutverki sem greiðslumiðill. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 eru eingöngu seðlar og mynt, gefin út af Seðlabanka Íslands, lögeyrir á Íslandi. Þetta þýðir að neytendur geta krafist greiðslu með reiðufé hjá viðtakanda. Trúin á að hægt sé að breyta innlánum í samsvarandi upphæð í reiðufé hefur skipt sköpum fyrir stöðu innlána sem greiðslumiðils, a.m.k. sögulega. Rafrænir greiðslumiðlar eru viðkvæmir fyrir rafmagnsleysi og bilunum í fjarskiptanetum og reiðufé verður því áfram mikilvægt í langan tíma sem varalausn. Í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 segir að viðskiptabankar skuli taka við reiðufé frá viðskiptavinum og endurgreiða innlán til viðskiptavina í formi reiðufjár.
Hlutfall rafrænnar greiðslumiðlunar er mjög hátt á Íslandi og byggir á notkun greiðslukerfa sem mörg hver tengjast beint og óbeint. Peningafærslur frá mismunandi greiðslukerfum (eða fjármálainnviðum) fara ólíkar leiðir í gegnum greiðslu- og uppgjörskerfi, sem saman sjá um miðlun, uppgjör og skráningu viðskipta.
Mikilvægustu greiðslu- og uppgjörskerfin eru millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands (MBK) og verðbréfauppgjörskerfi en hlutverk yfirsýnar fjármálainnviða af hálfu Seðlabankans að fylgjast með þróun, virkni og rekstraröryggi þeirra á hverjum tíma.
Í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 er kveðið á um að Seðlabanki Íslands skuli stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Bankinn er framkvæmdaaðili og ráðgefandi aðili er varðar stefnu í peningamálum, lánamálum og gjaldeyrisstefnu. Hann gefur út seðla og mynt, stuðlar að skilvirkum greiðslumiðlum innanlands og við útlönd og fylgist með peninga-, lána- og gjaldeyrismörkuðum.
Verkefni og ábyrgð Seðlabankans á þessu sviði leiðir af 2. gr. laga um Seðlabankann en þar segir að bankinn skuli „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd.“ Samkvæmt lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum, sem tóku gildi árið 1999, er Seðlabankinn leyfisveitandi fyrir greiðslu- og uppgjörskerfi bankanna, svokölluð millibankakerfi.
Samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 eru greiðslukerfi kerfi til að yfirfæra fjármuni með sameiginlegar reglur og staðlað fyrirkomulag, þ.m.t. sameiginlegar reglur um meðferð, greiðslujöfnun og/eða uppgjör greiðslna, hvort sem er fyrir tilstilli milligönguaðila eða milli þátttakenda. Greiðslukerfi inniheldur millibankakerfi og kerfi fyrir greiðsluþjónustu.
Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum nr. 90/1999 byggja á því að fjármálageirinn beri eigin ábyrgð á að hanna öflug kerfi og að aðilarnir sjálfir beri ábyrgð á rekstri millibankakerfanna þannig að tekið sé nægilegt tillit til áhættu og skilvirkni. Eftirlit og vöktun með millibankakerfunum byggist einnig á alþjóðlegum ráðleggingum.
Samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 er fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabanka Íslands og skal sjá til þess að þær stofnanir sem það hefur eftirlit með starfi á viðeigandi og traustvekjandi hátt. Þar segir: „Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.“.
Markmið laga um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár nr. 15/2018 er að auka gagnsæi í afleiðuviðskiptum, draga úr kerfisáhættu sem getur stafað af slíkum viðskiptum og stuðla að fjármálastöðugleika.
Getan sem samfélagið þarf að hafa á hverjum tíma innan þessa sviðs er lýst í starfsgetum tengdum fjármálamarkaði, fjármálaviðskiptum og greiðslumiðlum.
Fjármálamarkaðurinn
Geta til að viðhalda öruggri miðlun fjármagns milli aðila innanlands og til og frá útlöndum
Starfsgetan er tengd getu yfirvalda til að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að viðhalda starfhæfum peninga- og verðbréfamörkuðum í aðstæðum þar sem framboð fjármagns stöðvast.
Krísur sem tengjast gjaldfærni í bankakerfinu sem og hreinar lausafjárkreppur geta haft alvarlegar afleiðingar sem gera aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar:
• Lánveitendur verða mun sértækari í mati á lánum þannig að lánaaðgangur til stórra hópa í versta falli stöðvast með þeim afleiðingum sem það hefur fyrir fjárfestingar og störf.
• Lánveitendur gera meiri kröfur til verðbréfa sem hægt er að nota sem veð fyrir lánum.
Aðgerðir sem yfirvöld geta beitt til að mæta slíkum krísum samanstanda af nokkrum þáttum. Til að draga úr erfiðleikum í bankakerfinu er varða gjaldfærni geta yfirvöld gert ráðstafanir til að dæla nýju eiginfé í bankana. Komi til lausafjárkreppu gæti verið mikilvægt fyrir Seðlabankann að starfa sem lánveitandi til þrautavara og sjá bankakerfinu fyrir meira lausafé.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
• Fjármálastofnanir
• Seðlabanki Íslands
Fjármálaviðskipti
Geta til að ljúka greiðslum og öðrum fjármálaviðskiptum á öruggan hátt
Greiðslukerfi eru forsenda samspils aðila í fjármálakerfinu. Rafræn viðskipti milli reikninga og milli banka, bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi, eru mikilvægust í þessu samhengi. Notkun reiðufjár minnkar og hefur litla þýðingu þegar kemur að fjármálaviðskiptum milli viðskiptaaðila. Reiðufé getur samt haft hlutverk í neyðarástandi. Ekki hefur enn verið skjalfest að til séu nógu góðir kostir til að afskrifa reiðufé sem hluta af heildarviðbúnaðarlausn bankanna.
Greiðslumiðlar
Geta til að viðhalda aðgangi íbúa að nauðsynlegum greiðslumiðlum
Meðal greiðslumiðla eru reiðufé og rafrænir greiðslumiðlar eins og greiðslukort, gíróseðlar og reikningsviðskipti. Aðrir greiðslumiðlar eins og ávísanir og tilvísanir gegna litlu hlutverki á Íslandi í dag. Greiðslumiðlar eru forsenda neytendaviðskipta. Brestur í aðgangi að greiðslumiðlum gæti því haft verulegar afleiðingar fyrir aðgang einstaklingsins að mat, eldsneyti og öðrum mikilvægum vörum.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Fjármála- og efnahagsráðuneytið
• Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
• Fjármálastofnanir
• Seðlabanki Íslands
Dreifing á heitu vatni og rafmagni er samfélagslegt verkefni sem felur í sér hitaveitu til upphitunar þar sem hún er til staðar og þau kerfi og afhendingar sem samfélagið þarfnast til að hafa næga raforku til upphitunar, heimilishalds, framleiðslu, flutninga o.s.frv. (sjá Mynd 16).
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um almannavarnir
• Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu
• Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raflagna
• Orkulög
• Raforkulög
• Reglugerð um framkvæmd raforkulaga
• Reglugerð um gæði raforku og afhendingaröryggi
• Reglugerð um hitaveitur
• Reglugerð um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku
• Reglugerð um kerfisstjórnun í raforkukerfinu
• Reglugerð um raforkuvirki
Mynd 16: Samfélagslega verkefnið dreifing á heitu vatni og rafmagni
Dreifing á rafmagni
Samfélagslega mikilvæg verkefni eru háð vel virku raforkukerfi með áreiðanlegri orku. Á Íslandi er hluti raforku í orkunotkun verulega hærri en í öðrum löndum. Gera verður miklar kröfur til afhendingaröryggis raforku þar sem samfélagið er svo háð einum orkugjafa.
Árið 2014 var 71% af raforkunni framleidd í vatnsaflsvirkjunum en 29% í jarðvarmavirkjunum. Raforku er miðlað með veitukerfum frá framleiðendum til neytenda en rafkerfi eru stærðarhönnuð til að geta flutt þá raforku sem þarf á þeim stundum ársins þegar raforkunotkun er mest. Með nægri eigin raforkuframleiðslu þar sem ekki er um innflutningsmöguleika frá öðrum löndum að ræða er orkuþörfinni á landsvísu svalað.[50]
Flutningskerfið er það kerfi sem sér um að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna sem sjá síðan um dreifingu raforku til almennings og annarra fyrirtækja en stóriðju. Rekstur flutningskerfisins er sérleyfisstarfsemi sem er í höndum ríkisfyrirtækisins Landsnets en það er að stærstum hluta í eigu Landsvirkjunar.[51]
Framboðskerfið á Íslandi skiptist í tvö stig: flutningskerfi Landsnets (þ.e. byggðalínu) og dreifiveitur. Flutningskerfið er það kerfi sem sér um að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna sem sjá síðan um dreifingu raforku til almennings og annarra fyrirtækja en stóriðju. Dreifiveitur eru staðbundin net sem dreifa raforku til endanotenda.
Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið ber heildarábyrgð á stjórnun orku- og vatnsauðlinda á Íslandi. Það er verkefni ráðuneytisins að sjá til þess að sú stjórnsýsla fari fram í samræmi við fyrirmæli frá Alþingi og ríkisstjórn. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á ríkisfyrirtækinu Landsnet[52] sem er að 65% í eigu Landsvirkjunar.
Orkustofnun[53] fer með stjórnsýslu er varðar innlendar orkulindir og er eftirlitsstofnun raforkugeirans. Orkustofnun ber einnig ábyrgð á stjórnun vatnsauðlinda Íslands og ber ábyrgð á afhendingaröryggi raforkukerfisins. Í afhendingaröryggi felst orka, afl og rekstraröryggi.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með stjórnsýslu er varðar löggjöf um rafmagnsöryggi sem er einnig mikilvæg fyrir hönnun rafveitukerfisins og um leið fyrir öryggi þess. Í eftirliti með því hvort aðilar fylgi reglugerðunum kortleggur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áhættu og viðkvæmni sem tengjast rafmagnsöryggi og rekstri rafveitukerfa.[54]
Flutningsfyrirtæki ber ábyrgð á því að flytja raforku um land allt. Á Íslandi er einn aðili sem fer með þetta hlutverk, þ.e. Landsnet. Fyrirtækið tekur við raforku, annað hvort frá dreifiveitu eða virkjun, flytur hana um raforkukerfið og afhendir svo dreifiveitu eða stórnotanda. Landsnet hefur kerfisábyrgð til skemmri og lengri tíma sem felur í sér að fyrirtækið stillir raforkunotkun af og tryggir að nóg raforka sé til í flutningskerfinu, spáir fyrir um uppbyggingu kerfisins og auðveldar að afhendingargæði séu fullnægjandi í öllum landshlutum. Vegna mikilvægis starfseminnar þarf fyrirtækið að leggja árlega svokallaða kerfisáætlun fram til samþykktar þar sem m.a. koma fram áform um uppbyggingu og endurbætur á flutningskerfinu.[55]
Neyðarsamstarf raforkukerfisins[56] sér um að undirbúa viðbrögð og viðbúnað og samræma skipulag í undirbúningi viðbragða. Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) samanstendur af Orkustofnun, Samorku, Landsneti og dreifiveitum og Almannavörnum. Neyðarsamstarf raforkukerfisins er ekki viðbragðsaðili og sinnir því ekki viðbrögðum í neyð. Landsnet er samræmingaraðili raforkukerfisins í neyð. Öllum aðilum að Neyðarsamstarfi raforkukerfisins ber skylda til að tryggja öryggi og viðbúnað sem og framkvæma ráðstafanir til að koma í veg fyrir, takmarka og takast á við áhrif óvenjulegra aðstæðna.
Geta til að viðhalda trúnaði, áreiðanleika og aðgengi að upplýsingum í raforkukerfinu er grundvallaratriði fyrir öryggi kerfisins. Fyrir mikilvægustu orkuverin er eðlilegt að gera kröfur um umfremd í samskiptaleiðum fyrir rafræn samskipti í stýrikerfum.
Eftir því sem orkuskiptum vindur fram og vélar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti víkja fyrir rafmagnsknúnum vélum verða samgöngur háðari stöðugri rafmagnsafhendingu. Það sama á við á mörgum öðrum sviðum, m.a. í heilbrigðisþjónustu.
Íslenska hitaveitukerfið er einstakt á heimsmælikvarða. Rúmlega 90 % híbýla á Íslandi eru kynt með hitaveitu sem byggir á beinni nýtingu jarðhita. Í nokkrum hitaveitum eru notaðir aðrir orkugjafar, þá fyrst og fremst raforka. Stærri hitaveitur starfa samkvæmt reglugerð og hafa einkaleyfi til reksturs hitaveitu á sínu starfssvæði. Fjölmargar smærri hitaveitur starfa ekki samkvæmt einkaleyfi og er áætlaður heildarfjöldi slíkra veitna um 200. Þær nýta flestar heitt vatn úr borholum, laugum eða hverum til húshitunar. Margar sjá einungis stökum sveitabæjum fyrir vatni en einnig er um að ræða veitur sem veita vatn til fleiri bæja og sumarhúsabyggða eða til atvinnustarfsemi á borð við fiskeldi, iðnað og ylrækt. Dreifikerfi hitaveitu felur í sér að vatni er dælt úr borholum í dælustöð, ýmist í heitavatnstanka eða jafnvel beint til notenda. Umfang dreifikerfis er mjög mismunandi eftir stærð hitaveitu og svæðisbundnum aðstæðum. Heita vatninu er svo annað hvort dælt til notenda eða er sjálfrennandi til notenda. Bakvatnið (sem notandinn hefur nýtt) er oft notað aftur ef kostur er, t.d. með því að blanda því við heitara vatn til að kæla það.[57]
Nær öll húshitun á Íslandi er byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum og þá fyrst og fremst á jarðhita. Þar sem viðskiptavinir hafa enga aðra upphitunarmöguleika er afhendingu á heitu vatni í hitaveitu afgerandi fyrir íbúa, sérstaklega þegar kalt er í veðri. Fyrir heilbrigðisstofnanir skiptir stöðug afhending frá hitaveitu miklu máli allt árið um kring.
Stýring laga og reglugerða á afhendingu raforku og hitaveitu
Raforka er sjálfsagður og mikilvægur þáttur í nútímasamfélagi. Hvorki heimili, fyrirtæki né samfélagið geta án raforku verið. Lög, reglugerðir og staðlar kveða á um hvernig rekstraröryggis skuli gætt í rekstri raforkuframleiðenda og þeirra fyrirtækja sem flytja raforkuna og dreifa henni. Aðgangur samfélagsins að raforku er skilyrtur með regluverki sem fjallar um framleiðslu, umbreytingu, flutning, sölu, dreifingu og notkun orku. Starfsemi orkufyrirtækjanna er háð víðtæku regluverki með kröfum um tækni og virkni. Hér að neðan er stiklað á stóru um nokkrar meginreglur sem varða raforku og hitaveitu.
Raforkulög nr. 65/2003 eru mikilvægasti grundvöllur regluverksins í raforkugeiranum. Í samræmi við tilgang raforkulaga skal Orkustofnun aðeins veita leyfi fyrir raforkuvirkjum sem eru skynsamleg fyrir samfélagið og umhverfið. Þetta felur einnig í sér mat á því hvernig stuðlað er að afhendingaröryggi fyrir rafmagn og hitaveitu.
Afhendingar- og tengiskylda fyrir rafmagnsframleiðslu er mikilvæg í tengslum við framboð. Ákvæði um kerfisábyrgð, skömmtun, afhendingargæði, orkuskipulag og viðbúnað vegna neyðar eru einnig lykilatriði í regluverkinu til að tryggja mikið afhendingaröryggi. Þessi ákvæði eru nánar útfærð í reglugerðum.
Ábyrgðarmenn raforkuvirkja og neysluveitna bera ábyrgð á að þau séu í lögmætu ástandi.[58] Enn fremur er einnig gerð krafa um að ábyrgðarmenn verði að taka tillit til viðbúnaðar við skipulagningu, uppbyggingu og rekstur. Ákvæðin fela í sér kröfu til leyfishafa sem eiga að stuðla að rekstraráreiðanleika raforkukerfisins og þar með einnig afhendingaröryggi fyrir raforku.
Markmið reglugerðar um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003 er að tryggja tafarlaust jafnvægi milli framleiðslu og neyslu, búa í haginn fyrir skilvirkan raforkumarkað og fullnægjandi afhendingargæði í raforkukerfinu. Reglugerð um kerfisstjórnun lýsir verkefnum kerfisstjóranna til að mæta kröfum á hverjum tíma um afl. Að auki leggur reglugerðin skyldu á kerfisstjórann að rannsaka og þróa nauðsynleg tæki til að takast á við tímabil með kerfisöng[59] þar sem hætta er á orkuskorti.
Reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005 heimilar skömmtun raforku ef ekki er lengur hægt að koma jafnvægi á framboð og eftirspurn á orkumarkaði. Í reglugerðinni segir „Dreifiveitur skulu setja sér reglur um hvernig skömmtun skuli háttað. Við setningu reglna um skömmtun skal gæta jafnræðis og leitast við að tryggja að skömmtun valdi sem minnstri röskun á samfélagslegum hagsmunum. Skal m.a. leitast við að tryggja raforku til þeirra fyrirtækja og stofnana sem veita almenningi bráðaþjónustu og tryggja öryggi borgara og allsherjarreglu.“ Orkustofnun hefur gefið út leiðbeiningar um skömmtun raforku. Leiðbeiningunum er ætlað að tryggja að þegar grípa þarf til skömmtunar á raforku sé hún framkvæmd á þann hátt að sú raforka sem er til taks sé sem best nýtt að teknu tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessum leiðbeiningum er dreifiveitum gert að hrinda í framkvæmd fjölda aðgerða í tengslum við skipulagningu og framkvæmd skömmtunaraðstæðna.[60]
Reglugerð um gæði raforku og afhendingaröryggi. nr. 1048/2004 er ætlað að tryggja að orkuöflun sé viðhaldið og að eðlilegt framboð sé endurreist á skilvirkan og öruggan hátt til að draga úr samfélagslegum afleiðingum, meðan á óvenjulegum aðstæðum stendur og að þeim loknum. Í raforkulögum segir að vinnslufyrirtæki skuli hafa viðbragðsáætlanir við vá og flutningsfyrirtæki skuli „hafa tiltækar viðbragðsáætlanir og annast samræmingu neyðaraðgerða í flutningskerfinu, bregðast við í vá og ef einhver aðili að neyðarsamstarfi raforkukerfisins óskar þess og tryggja tengsl við yfirstjórn almannavarna.“
Í þessu felst að eigendur raforkuvirkja skulu gera áhættu- og viðkvæmnigreiningu, hafa uppfærða viðbragðsáætlun og æfa sig reglulega þannig að ljóst sé að viðbragðsáætlun standist. Fyrirtækjunum er gert að framkvæma fyrirbyggjandi öryggisráðstafanir við öll orkuvirki sem skipta máli fyrir afhendingaröryggi og að hafa aðgang að nauðsynlegum auðlindum og sérþekkingu til að ná skjótri endurreisn ef bilun eða skemmdir verða. Regluverkið gerir ýmsar kröfur til að tryggja orkuvirki eftir flokkun og um viðbúnað vegna mikilvægra UT kerfa.
Markmið laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 er að tryggja að raforkuvirki, neysluveitur og rafföng séu hönnuð, smíðuð, rekin, viðhaldið og þeim stjórnað þannig að þær skapi ekki hættu fyrir líf, heilsu og eignir. Ákvæði laganna leggja skyldur á fyrirtækin varðandi byggingu, rekstur og viðhald eigin orkuvirkja og spila þannig lykilhlutverk fyrir tæknilegt öryggi sem og rekstrar- og afhendingaröryggi raforkukerfisins. Reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 gerir kröfur um áhættumat, áreiðanleika raforkuvirkja gagnvart náttúrulegum atburðum og fleira.
Umhverfisráðuneytið ber ábyrgð á málefnum er varða ætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og stjórn vatnamála og ráðgjöf um nýtingu vatns og fl. og hefur því hlutverki að gegna í þessu samhengi.[61]
Til þess að tryggja afhendingaröryggi þarf m.a. að meta þörfina fyrir varaafl út frá hættu fyrir líf, heilsu og eignir ef bilun verður í raforkukerfi.
Innan samfélagslega verkefnisins dreifing á heitu vatni og rafmagni er skilgreind tvenns konar starfsgeta: dreifing á rafmagni og dreifing á heitu vatni.
Geta til að tryggja endanotendum aðgang að fullnægjandi raforku
Starfsgetan felur í sér framboð raforku til fyrirtækja og heimila í takt við eftirspurn. Þótt afhendingaröryggi í íslenska raforkukerfinu sé almennt mjög gott eru truflanir óhjákvæmilegar. Starfsgetan felur því einnig í sér getu til endurreisnar eins fljótt og auðið er þegar bilun á sér stað. Ef langvarandi skortur er á aðgengi að raforku á stærra eða smærra svæði skal orkufyrirtækið hafa kerfi til skömmtunar orku svo að fyrirtækjum með samfélagslega mikilvæg verkefni sé sinnt sérstaklega og skaðleg áhrif á samfélagið séu lágmörkuð.
Stöðugur aðgangur að nægri orku er grundvallaratriði fyrir samfélagslegt öryggi. Brestir í raforkudreifingu munu einnig leiða til bresta í almennum fjarskiptum og hafa í för með sér verulegar áskoranir fyrir einstaklinga og fjölda opinberra og einkarekinna fyrirtækja. Afleiðingar umfangsmikils og langtímataps á afhendingargetu verða verulegar og yfirsýn að hluta erfið, þó að mögulegt sé að vega upp á móti að einhverju leiti með eigin viðbúnaði í formi varaaflgjafa eins og rafgeyma og rafstöðva.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Byggingarfulltrúar
• Dómsmálaráðuneytið
• Faggiltar rafskoðunarstofur
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Landsnet
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Neyðarsamstarf raforkukerfisins
• Orkustofnun
• Rafmagns- og rafveitufyrirtæki
• Ríkislögreglustjóri (RLS)
• Samorka
• Sveitarfélög
• Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
• Umhverfisstofnun
• Veðurstofa Íslands
Dreifing á heitu vatni
Geta til að tryggja notendum aðgang að nægjanlegri hitaveitu
Starfsgetan felur í sér afhendingu hitaveitu til fyrirtækja og heimila í samræmi við þær kröfur sem eru í gildi hverju sinni. Þótt afhendingaröryggi íslenskra hitaveitna sé almennt mjög gott eru truflanir óhjákvæmilegar. Starfsgetan felur því einnig í sér getu til hraðrar endurreisnar þegar bilun á sér stað.
Hitaveitur gegna mikilvægu hlutverki við upphitun bygginga. Þar sem viðskiptavinir hafa enga aðra upphitunarmöguleika getur framboð hitaveitu verið afgerandi þegar kalt er í veðri. Fyrir heilbrigðisstofnanir og aðra sambærilega starfsemi geta hitaveitur verið sérstaklega mikilvægar óháð veðri.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Byggingarfulltrúar
• Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Hitaveitur
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Orkustofnun
• Orkuveitur
• Samorka
• Sveitarfélög
•
Fjarskiptanet og fjarskiptaþjónusta eru samfélagsleg verkefni sem fela í sér rafræn samskipti í gegnum almenn fjarskiptanet sem og Tetra-kerfið, sem eru innviðir ríkisins fyrir farsímasamskipti fyrir neyðarþjónustuna og aðra aðila við neyðarviðbúnað (sjá Mynd 17).[62]
Sumir aðilar hafa sínar eigin fjarskiptalausnir, t.d. í orkugeiranum. Þær lausnir falla ekki undir þetta samfélagslega verkefni heldur eru þær hluti af samfélagslega verkefninu sem þeim er ætlað að þjóna.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um Fjarskiptastofu
• Lög um fjarskipti
• Lög um öryggi net og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
• Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptakerfum
• Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta
• Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu
Mynd 17: Samfélagslega verkefnið fjarskiptanet og fjarskiptaþjónusta
Í 3. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 eru fjarskiptanet skilgreind sem „sendikerfi og þar sem það á við skiptistöðvar, beina og önnur úrræði sem gera mögulegt að miðla merkjum eftir þræði, þráðlaust, með ljósbylgjum, rafdreifikerfi, háspennulínum eða með öðrum rafsegulaðferðum, þ.m.t. net fyrir hljóð- og sjónvarp og kapalsjónvarp.“
Grunnþættir fjarskiptainnviða eru flutningsnet, aðgangsnet, þjónustunet og stjórnkerfi. Flutningsnet vísar til svæðisbundinna neta sem tengja þjónustur yfir langar vegalengdir og hægt er að lýsa þeim sem burðarásnum í virku fjarskiptaneti. Aðgangsnet tengja einstaka notendur við flutnings- og þjónustunet.
Þjónustunet er ekki sjálfstætt flutningskerfi heldur nauðsynlegir innviðir til að stjórna þjónustu í flutningsnetinu. Stjórnkerfi eru upplýsingatæknikerfi sem fylgjast með og stjórna fjarskiptaneti og þjónustuneti. Stjórnkerfin geta verið ómissandi hluti af innviðnum. Stjórnunin er gjarnan miðstýrð og er í sjálfu sér háð fjarskiptaneti til að vakta og stýra hinum ýmsu þáttum í netkerfunum.
Almenn fjarskiptaþjónusta
Almenn fjarskiptaþjónusta er í boði í formi fastlínusíma, farsíma og breiðbands í bæði farsíma- og fastlínunetum. Fjarskiptalögin skilgreina fjarskiptaþjónustu sem þjónustu sem að nokkru eða öllu leyti felst í því að beina merkjum um fjarskiptanet, þ.m.t. tölvupóstþjónusta og netaðgangur. Fjarskiptaþjónusta er almennt veitt gegn greiðslu.
Nokkrir veitendur almennrar fjarskiptaþjónustu eru til hér á landi og má skipta þeim í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn býður upp á þjónustuna í sínum eigin netkerfum en annar flokkurinn kaupir þjónustuna af öðrum og endurselur hana til endanotanda. Þriðji flokkurinn er sambland af hinum tveimur; sum þjónustan er framleidd í eigin neti en önnur þjónusta er keypt af öðrum og endurseld til endanotanda. Saman myndar þetta markað þar sem margir þjónustuveitendur eru háðir þeim þjónustuveitendum sem eru einnig helstu innviðaeigendur. Síminn ásamt dótturfélaginu Mílu ehf. er bæði stærsti veitandi þjónustu og langstærsti innviðaeigandinn.
Koparlínukerfi, ljósleiðara- og örbylgjukerfi Mílu er gífurlega víðtækt þar sem nærri öll fyrirtæki og heimili landsins eru tengd þeim. Á fjarskiptaneti Mílu eru öll sambönd fyrir almenna símaumferð, innanlands og til útlanda, sambönd fyrir farsímakerfi viðskiptavina símafyrirtækjanna og gagnasambönd. Enn fremur rekur Míla flutningskerfi að sendum nær allra útvarps- og sjónvarpsstöðva í landinu. Þessir innviðir eru mikilvægur hluti símkerfisins fyrir símafyrirtæki á Íslandi. Tetra-kerfið sem og önnur fjarskiptafyrirtæki leigja aðgang að neti Mílu til að ná fram skilvirkri nýtingu innviða án þess að þurfa að koma upp eigin netum milli sinnar aðstöðu.
Innviðaráðuneytið ber ábyrgð á að setja skilmála á markaði fyrir fjarskipti. Þetta felur í sér heildarábyrgð á stjórnun fjarskiptamála á Íslandi. Innviðaráðuneytið setur reglugerðir á grundvelli laga og/eða gerir það í umboði ráðherra. Ráðherra skipar forstjóra Fjarskiptastofu.
Fjarskiptastofa gegnir mikilvægu hlutverki. Samkvæmt lögum um Fjarskiptastofu nr. 75/2021 skal fjarskiptastofa „stuðla að því að fjarskiptanet hér á landi byggist á bestu framkvæmd og nýjustu stöðlum og ávallt sé litið til áreiðanleika- og öryggissjónarmiða, þ.m.t. við uppbyggingu nýrra fjarskiptainnviða. Fjarskiptastofa skal stuðla að áreiðanlegum fjarskiptum út frá hagsmunum almannavarna, neyðarfjarskipta og netöryggis og skal vera ráðgefandi aðili fyrir yfirvöld þegar almannavarnaástand er yfirvofandi, það stendur yfir og er afstaðið. Fjarskiptastofa skal jafnframt stuðla að öryggi og viðnámsþrótti fjarskiptainnviða og samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Þegar almannavarnaástandi hefur verið lýst yfir getur Fjarskiptastofa gefið fjarskiptafyrirtækjum fyrirmæli um aðgerðir til að tryggja fjarskiptasamband á tilteknu svæði, svo sem að opnað skuli fyrir reikiþjónustu.“
Markmið laga um fjarskipti nr. 81/2003 er að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Íslenska ríkið þarf að tryggja eftir því sem unnt er að öllum landsmönnum bjóðist aðgangur að fjarskiptaþjónustu. Lögin kveða á um að veitendur verði að bjóða fjarskiptanet og þjónustu af tilteknum lágmarksgæðum fyrir notendur og enn fremur að fyrirtæki sem bjóða almenna tal- og farsímaþjónustu skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir sem miða að því að almenna tal- og farsímanetið og almenna tal- og farsímaþjónustan þ.m.t. neyðarþjónusta, rofni ekki.
Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta nr. 1222/2007 lýsa réttindum og skyldum vegna aðgangs fyrir veitendur og aðra notendur að almennum fjarskiptanetum og vegna boðs um fjarskiptaþjónustu. Reglurnar kveða m.a. á um að veitandi skuli undirbúa og viðhalda áætlunum og framkvæma ráðstafanir til að viðhalda öryggi í fjarskiptanetinu, þ.m.t. til að tryggja fullnægjandi þjónustuframboð og getu til að framkvæma í samræmi við eigin neyðaráætlun.
Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta nr. 1222/2007 miða einnig að því að tryggja raunlæga vernd aðstöðu gegn óæskilegum ytri áhrifum, þannig að veitendur geti boðið fjarskiptanet og þjónustu með nauðsynlegu öryggi fyrir notendur á hverjum tíma einnig við neyðarástand. Reglugerðin kveður á um að fjarskiptafyrirtæki skuli flokka alla aðstöðu á grundvelli þess hversu mikilvægur eigin netbúnaður í aðstöðunni er talinn vera fyrir almenna fjarskiptaþjónustu.
Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta nr. 1222/2007 fjallar einnig um forgang í farsímanetinu sem skal tryggja þeirri umferð sem þjónar best almannahagsmunum mestan forgang ef umferð takmarkast af einhverjum völdum vegna ónógrar flutningsgetu. Farsímafyrirtækið þarf jafnframt að tryggja aðgangsstýringu fyrir tækni- og stjórnunaraðgerðir í forgangskerfinu, þar með talið varðandi upplýsingar um áskrifendur sem njóta forgangs sbr. Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum.
Tetra-kerfið
Tetra-kerfið er stafrænt samskiptanet fyrir neyðarþjónustu á Íslandi byggt á Tetra-tækni. Tetra-kerfið starfar á landsvísu og auðveldar skilvirk og örugg samskipti fyrir viðbragðsaðila um allt Ísland.
Auk neyðarþjónustuaðilanna (þ.e. lögreglunnar, slökkviliða, sjúkraflutninga og björgunarsveita) geta ýmsir samstarfsaðilar neyðarþjónustunnar, orðið notendur, t.d.:
• Fyrirtæki sem eiga eða eru rekstraraðilar mikilvægra innviða
• Fyrirtæki sem bera ábyrgð á samfélagslega mikilvægum verkefnum
• Fyrirtæki sem veita þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið
• Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga sem bera skilgreinda ábyrgð innan neyðarviðbúnaðar
Auk þess geta aðrir almennir áskrifendur verið notendur að Tetra-kerfinu. Aðgerða- og vettvangsstjórnir, samhæfingar og stjórnstöð, Almannavarnir, lögreglan, slökkvilið, sjúkraflutningar og björgunarsveitir eru meðal þeirra sem nota Tetra-kerfið.
Fyrst og fremst býður Tetra-kerfið upp á tal í fyrir fram skilgreindum hópum sem eru skilgreindir innan einstakra eininga, þvert á stofnanir og landsvæði, í samræmi við sameiginlegar samskiptareglur. Tetra-kerfið býður einnig upp á símtöl, textaskilaboð, stöðuskilaboð, staðsetningar, kerfi til að boða viðbragðsaðila og gagnaþjónustu, m.a. fyrir stjórnun (fjarmælingar).
Tetra-kerfið er byggt eftir sömu meginreglum og almennu fjarskiptanetin en hafa auk þess viðbótargetu sem er mikilvæg fyrir viðbragðsaðila í neyðarástandi. Þetta felur m.a. í sér að sending í kerfinu fer aðeins á þá senda sem þörf er á, þ.e. þar sem viðkomandi talhópur er í hlustun. Tetra-kerfið hefur verið þróað með eigin innviðum um allt land en er að hluta háð almennum fjarskiptanetum sem flutningsneti.
Samskiptin í Tetra-kerfinu eru dulkóðuð og grunnstöðvarnar hafa yfirleitt meiri varaaflsgetu en grunnstöðvar í almennum fjarskiptanetum. Neyðarlínan hefur sett sér þau öryggismörk fyrir Tetra-kerfið að varaafl sé tryggt á öllum sendistöðvum fyrir a.m.k. tuttugu og fjórar stundir en það er í flestum tilvikum gert með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Á nítján stöðum er þó að finna uppsettar varaaflstöðvar sem ýmist koma beint inn eða eru ræstar þegar rafhlöður tæmast. Auk þess eru díselvélar á mikilvægum stöðum sem geta hlaðið stoðveituna í mun lengri tíma, eða nokkra sólarhringa.
Innan samfélagslega verkefnisins Fjarskiptanet og -þjónusta er tvenns konar starfsgeta skilgreind: almenn fjarskiptaþjónusta (Ecom-þjónustur) og öryggi í almennum fjarskiptum[63].
Almenn fjarskiptaþjónusta (Ecom-þjónustur)
Geta til að viðhalda aðgangi að fjarskiptaþjónustu
Starfsgetan felur í sér almenn fjarskiptanet og net fyrir neyðarþjónustu (Tetra-kerfið). Fjarskiptanet eru viðkvæm fyrir tapi á raforku, skemmdum í köplum og hönnunar- og uppsetningarvillum. Starfsgetan felur einnig í sér getuna til endurreisnar eins fljótt og auðið er þegar bilun á sér stað.
Almenn fjarskiptaþjónusta er mikilvæg fyrir öryggi íbúanna, ekki síst í neyðarástandi, þar sem þörf er á hjálp frá heilbrigðisþjónustu eða öðrum. Þá má heldur ekki að gera lítið úr örygginu sem margir upplifa með því að vera í sambandi við fjölskyldumeðlimi og aðra nána ættingja í daglegu lífi. Fyrir fyrirtæki og hið opinbera er aðgangur að almennri fjarskiptaþjónustu í mörgum tilfellum forsenda þess að viðhalda nauðsynlegri virkni. Þetta á ekki síst við um atvik sem krefjast hraðrar og samræmdrar úrlausnar.
Bilun í Tetra-kerfinu hefur í för með sér verulegar áskoranir fyrir lögregluna, heilbrigðisþjónustuna og slökkvilið og björgunarsveitirnar auk annarra notenda og getur stofnað lífi í hættu.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjarskiptafyrirtæki
• Fjarskiptastofa
• Innviðaeigendur
• Innviðaráðuneytið
• Utanríkisráðuneytið
Tetra-kerfið:
• Dómsmálaráðuneytið
• Neyðarlínan
• Öryggisfjaskipti
Öryggi í almennum fjarskiptum
Geta til að gæta trúnaðar og friðhelgi í fjarskiptum
Starfsgetan er tengd almennum fjarskiptum um almenn fjarskiptanet og Tetra-kerfið. Mismunandi undirkerfi og notkunarsvið fyrir almenn fjarskipti hafa í grundvallaratriðum mismunandi öryggisstig með tilliti til þess hvaða möguleikar eru fyrir óviðkomandi t.d. til að hlera samskipti. Starfsgetan gerir ráð fyrir að það öryggisstig sem eigi að viðhalda sé tæknilega viðurkennt og gildandi dags daglega. Með þessu er ekki sagt að samþykkja eigi eða sætta sig við óleyfilega hlerun eða meðhöndlun upplýsinga þar sem óviðkomandi nýta sér veikleika í núverandi kerfum, en styrking öryggis til að fást við slíka veikleika er utan gildissviðs þessa skjals.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjarskiptafyrirtæki
• Fjarskiptastofa
• Innviðaeigendur
• Innviðaráðuneytið
• Utanríkisráðuneytið
Tetra-kerfið:
• Dómsmálaráðuneytið
• Neyðarlínan
• Öryggisfjarskipti
Samfélagslega verkefnið samgöngur tengist ábyrgð samfélagsins á virkni og öryggi flutningskerfa. Þau flutningskerfi sem falla undir þetta samfélagslega verkefni eru (sjá Mynd 18):
• Línukerfi
• Loftferðakerfi
• Siglingakerfi
• Vegakerfi
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli:
• Lög um almannavarnir
• Lög um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
• Lög um loftferðir
• Lög um meðhöndlun úrgangs
• Lög um ráðstafanir til öryggis við siglingar
• Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála
• Lög um siglingavernd
• Lög um stjórn fiskveiða
• Lög um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála
• Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
• Siglingalög
• Hafnalög
• Umferðarlög
• Vegalög
Mynd 18: Samfélagslega verkefnið samgöngur
Ábyrgð á vegakerfi á Íslandi skiptist milli ríkisins og sveitarfélaganna. Vegagerðin sér um vegagerð fyrir ríkið á þjóðvegum og er ábyrg fyrir því að sjá um, skipuleggja, þróa, reka og viðhalda vegum fyrir notendur og samfélagið almennt.
Samgöngustofa hefur umsjón með ökunámi og ökuprófum auk þess að annast eftirlit með starfseminni en ökuskírteini eru gefin út á skrifstofu sýslumanns. Samgöngustofa sér um skráningu ökutækja og eftirlit með flutningafyrirtækjum. Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggiskröfum sem tengjast innviðum vega og að þær séu uppfylltar af Vegagerðinni. Vegalög nr. 80/2007 og umferðarlög nr. 77/2019 setja reglur og stuðla að öruggum samgöngum.
Innviðir í loftferðum á Íslandi eru í eigu og rekin af Isavia sem er sjálfstætt ríkisfyrirtæki. Ábyrgð Isavia felur í sér flugvallarrekstur, öryggisinnviði og flugöryggisþjónustu fyrir borgaralega starfsemi og öryggissvæði. Flugmálastjórn hefur eftirlitsheimild og fer með eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum skv. lögum um loftferðir nr. 60/1998. Lögin stuðla að greiðum og öruggum flugsamgöngum. Flug lýtur einnig víðtækum alþjóðlegum reglum sem íslenskar reglur eru aðlagaðar eftir, þar sem flugmálastjórn er einnig eftirlitsaðili.
Borgarlínan er í eigu ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin hefur umsjón með Borgarlínunni. Samgöngustofa er eftirlitsstofnun með Borgarlínunni. [64]
Mikilvæg verkefni sem snúa að siglingum og siglingaþjónustu tengjast því að tryggja örugga og skilvirka umferð um ströndina og til hafna. Mikilvæg tæki eru leiðsögukerfi eins og vitar og önnur siglingamerki, hafnsaga og eftirlit með skipaumferð til að geta greint frávik frá öruggri siglingu. Samgöngustofa, Vegagerðin og Landhelgisgæslan fara hver á sinn hátt með ábyrgð á þessum verkefnum. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Hlutverk Vegagerðarinnar er að þróa og annast samgöngukerfi á sjó og landi. Meðal þess sem fellur undir löggæslu- og eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar á hafi er að fylgjast með því hvort vitar og önnur siglingamerki eru í lagi.
Hafnirnar eru yfirleitt í eigu eins eða fleiri sveitarfélaga og í sumum tilfellum skipulögð sem sérstök fyrirtæki. Samgöngustofa ber ábyrgð á stjórnsýslu vegna íslenskra skipa og áhafna sem og eftirliti með erlendum skipum sem koma til íslenskra hafna. Siglingar lúta einnig víðtækum alþjóðlegum reglum. Lög um siglingar og hafnalögin setja reglur og stuðla að öruggum samgöngum á sjó.
Auk þess sem aðilar þurfa að fara eftir gildandi reglugerðum hverju sinni, gera reglur í öllum hlutum flutningageirans kröfur til atvinnufyrirtækja er varða áhættustjórnunarkerfi, sem m.a. segir til um að þeir ættu að geta greint, metið, stjórnað og fylgt eftir áhættu þannig að áhættan í rekstrinum sé viðunandi.
Þótt ábyrgðin á innviðum sé aðallega hjá opinberum aðilum eða fyrirtækjum, þá er flutningastarfsemin sjálf einkum einkarekin.
Umfremd er mismikil í flutningskerfunum sem þýðir að hægt er að bæta upp bilun í hluta kerfisins með því að nota aðrar leiðir eða aðra flutningsaðila. Vegkerfið, ásamt siglingakerfinu, er það sem hefur mesta umfremd. Þjóðvegir, stofnvegir, tengivegir, héraðsvegir, landsvegir og sveitarfélagavegir mynda tengslanet og komi einhvers staðar til bresta í innviðum, er oft hægt að flytja umferð þannig að farið sé um aðrar leiðir. Þetta er þó mjög mismunandi á milli svæða. Í vegakerfinu er einnig mikill fjöldi smárra og stórra einkaaðila sem bjóða vöru- og farþegaflutninga. Í hinum kerfunum eru aðilar færri en aðeins innan Borgarlínunnar getur bilun eins aðila þýtt að flutningsgeta kerfisins stöðvist.
Það er líka ákveðin umfremd milli kerfanna að því leyti að hinir ýmsu flutningsmátar geta að einhverju leyti komið í staðinn fyrir hvern annan. Flutningar á vegi geta valdið umfremd ef bilun verður í Borgarlínunni og að einhverju leyti öfugt. Meðfram ströndinni geta bátar eða ferjur verið lausn þegar vegir lokast með skriðum eða af öðrum ástæðum. Flugumferð getur að einhverju leyti komið í stað annarra leiða fyrir umferð á milli landshluta.
Fyrir hraðflutninga fólks og vöru um langar vegalengdir eru flugsamgöngur þó eini kosturinn en sjóflutningar kunna hins vegar að vera eina hentuga flutningsleiðin til að flytja mjög þunga hluti eða mikið magn. Mikilvægasta verkefni Borgarlínunni verða farþegaflutningar á höfuðborgarsvæðinu en vegakerfið er víða eini samgöngukosturinn. Fólk og vörur sem nota aðra ferðamáta um lengri vegalengdir er oft einnig háð flutningum á vegum til og frá umferðarmiðstöðvum, flugstöðvum eða höfnum.
Flugstöðvar og umferðarmiðstöðvar fyrir vöruflutninga og farþegaflutninga, þar sem nokkrir flutningsmátar mætast, eru sérstaklega mikilvægir fyrir áreiðanleika flutninganetsins. Áreiðanlegt samgöngunet er nátengt því hversu mikill traustleiki[65] er innbyggður í hina ýmsu þætti sem mynda samgöngunetið og því hvaða viðbúnaður er á staðnum og á nærsvæðinu til að takast á við óæskileg atvik.
Viðbúnaður samgangna á Íslandi byggist á samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Í neyð er gott samstarf opinberra yfirvalda, verktaka og flutningsaðila mikilvægt til að viðhalda nægilegri flutningsgetu.
Flutningssvið Samtaka verslunar og þjónustu er samstarfsvettvangur fyrirtækja í flutningsþjónustu og er þátttakandi í almennri umræðu um starfsemi og umhverfi vöruflutningagreinarinnar. Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu og vinna m.a. að því að innviðir ferðaþjónustunnar styðji við framþróun hennar.
Matvælaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið bera faglega ábyrgð á viðbúnaði siglinga. Íslenski kaupskipaflotinn starfar um allan heim og er einnig mikilvægur fyrir vöru- og farþegaflutninga til Íslands.
Sveitarfélög bera ábyrgð á að greiða fyrir nauðsynlegum og svæðisbundnum viðbúnaði vegna samgangna í héraði. Í því felst að greina hvaða krísur geta kallað fram flutningsþarfir, hvaða tegundir flutningaþarfa eiga í hlut og hvernig hægt er að útbúa viðeigandi skipulag vegna slíkra þarfa. Sem vegaeigandi og umsjónarmaður almenningssamgangna samhæfir viðkomandi sveitarfélag viðbrögð vegna samgangna í samvinnu við Vegagerðina, flutningsaðila og aðra viðbragðsaðila í héraði. Sveitarfélagið ber einnig ábyrgð á að aðstoða og styðja lögreglustjóra við samhæfingaraðgerðir með nauðsynlegri faglegri ráðgjöf er varðar vegi og samgöngur, komi til stærri krísu í héraði.
Samgönguslys eru mikil áskorun fyrir samfélagið. Milli fimm og tuttugu manns deyja á ári hverju og um eitt þúsund til eitt þúsund og fimm hundruð manns slasast í umferðinni á Íslandi.[66] Í siglingum og flugi er tíðni slysa lægri en þegar slys verða eru afleiðingarnar oft umfangsmeiri. [67] Siglingar og flug eru einnig frábrugðin umferð á vegum að því leyti að þau eru að mestu í lokuðu kerfi. Nánast allir íbúar landsins eru aðilar að vegakerfinu en atvinnumenn gegna ráðandi hlutverki í hinum samgöngukerfunum. Þetta er ein ástæðanna fyrir því að samþykkjanleg áhætta virðist mismunandi á milli kerfa.
Hluti af innviðauppbyggingu samgangna tengist orkuskiptum og öryggi og snýr því einnig að því að samgöngur verði háðari stöðugri rafmagnsafhendingu eftir því sem vélar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti víkja fyrir rafmagnsknúnum vélum.
Samgönguöryggi er háð öryggi innviða sem með óverulegum undantekningum eru í opinberri eigu og öryggi flutningsaðila sem með fáum undantekningum eru einkareknir. Ríkið samþykkir og hefur eftirlit með flutningsaðilum, þó í mismiklum mæli og formi, eftir því hvaða flutningskerfi á í hlut.
Innan samfélagslega verkefnisins samgöngur hafa þrenns konar starfsgetur verið skilgreindar: flutningsgeta; örugg flutningskerfi; öruggar samgöngur.[68]
Flutningsgeta
Geta til að viðhalda virkni í mannvirkjum og kerfum sem eru nauðsynleg til að mæta þörfum samfélagsins fyrir flutninga
Flutningskerfi eru mjög mikilvæg fyrir virkni samfélagsins. Skilvirkir fólks- og vöruflutningar eru í grundvallaratriðum mikilvægir fyrir atvinnulífið og fyrir afhendingaröryggi.
Starfsgetan felur í sér getu til að viðhalda aðstöðu og kerfum sem nauðsynleg eru til að tryggja fullnægjandi flutningsgetu í samfélaginu:
• Flutningaleiðir
• Stjórn eða umferðarstjórnkerfi og umferðarstjórnstöðvar (þ.m.t. hafnsaga)
• Umferðamiðstöðvar
Með nægjanlegri flutningsgetu er átt við getu til að flytja vörur og einstaklinga eins og nauðsynlegt er hverju sinni til að tryggja að hægt sé að viðhalda samfélagslega mikilvægum verkefnum og grunnþörfum íbúa. Við hefðbundnar aðstæður er hlutverk yfirvalda að sjá til þess að innviðir í samgöngum séu virkir og greiðfærir en flutningunum sjálfum er aðallega sinnt af aðilum á markaði.
Starfsgetan felur einnig í sér getu til að skipuleggja flutninga í neyðarástandi eða ef upp koma óæskilegir atburðir þar sem ekki er hægt að viðhalda aðgangi að flutningatækjum og nægjanlegri þjónustu á markaðnum. Í slíkum aðstæðum getur einnig verið nauðsynlegt að veita undanþágur frá gildandi reglum sem tengjast notkun og notendum flutningatækja.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Einkareknir aðilar
• Hafnareigendur
• Innviðaráðuneytið
• Isavia
• Landhelgisgæsla Íslands
• Ríkisfyrirtæki
• Samgöngustofa
• Sveitarfélög
• Vegagerðin
Örugg flutningskerfi
Geta til að fylgjast með innviðum og stjórna umferð til að viðhalda viðunandi öryggisstigi
Starfsgetan felur í sér stjórnun og eftirlit með öllum flutningskerfum: vegakerfi, flugvöllum og íslenskri lofthelgi og höfnum. Í þessum kerfum er mismunandi hve mikil stýring og vöktun er viðhöfð en hún er umtalsvert umfangsmeiri í loftferðakerfinu en fyrir siglingar og umferð á vegum. Samþykktarmörk áhættu eru einnig mismunandi. Brestir í stýringu og vöktun í loftferðakerfinu hafa í för með sér óásættanlega áhættu á slysum sem leiðir til þess að umferð er stöðvuð en það sama á ekki við um hin umferðarkerfin. Starfsgetan tengist því að viðhalda öryggisstigi sem er í samræmi við reglur eftirlitsyfirvalda, þ.m.t. kröfur um öryggisstjórnunarkerfi sem getur einnig náð yfir áhættu sem ekki tengist atriðum er varða kröfur í regluverkinu.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Byggingarfulltrúar
• Dómsmálaráðuneytið
• Einkarekendur
• Flugafgreiðsluaðilar
• Flugfélög
• Flugmálastjórn
• Hafnareigendur
• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
• Innviðaráðuneytið
• Isavia
• Landhelgisgæsla Íslands
• Ríkisfyrirtæki
• Samgöngustofa
• Skatturinn
• Skipulagsstofnun
• Slysavarnafélagið Landsbjörg
• Slökkvilið
• Sveitarfélög
• Umhverfisstofnun
• Vaktstöð siglinga
• Veðurstofa Íslands
• Vegagerðin
Öruggar samgöngur
Geta til að viðhalda viðunandi öryggisstigi við flutning sem getur orsakað stór slys
Starfsgetan felur í sér öryggi í flutningafyrirtækjum þar sem flutningur eða farmur getur orsakað stór slys: flugfélög, skip og almennings- og vöruflutningar með þungum ökutækjum. Með viðunandi öryggisstigi er átt við öryggisstig sem er í samræmi við reglur eftirlitsyfirvalda, þ.m.t. kröfur um öryggisstjórnunarkerfi sem geta greint áhættu sem ekki tengist atriðum er varða kröfur í regluverkinu.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Flugmálastjórn
• Flutningafyrirtæki
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Landhelgisgæsla Íslands
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Samgöngustofa
• Veðurstofa Íslands
• Vegagerðin
Samfélagslega verkefnið gervihnattaþjónusta samanstendur af þjónustu sem hefur margs konar notkun en á það sameiginlegt að vera afhent með gervihnöttum. Gervihnöttur er manngert tæki eða hlutur sem er á sporbraut um jörðina. Gervihnettir bera farm sem þjónar ýmsum tilgangi og eru settir í brautir sem eru aðlagaðar að tilgangi hnattarins. Gervihnöttur getur haft farm fyrir jarðkönnun, leiðsögukerfi, samskipti eða vísindarannsóknir eða sambland af þeim.
Mikilvæg löggjöf og fyrirmæli: Lög um fjarskipti
• EES-samningurinn, viðauki XIV
• Lög um Fjarskiptastofu
• Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða
• Reglugerð um rekstur radíóstöðva
Mynd 19: Samfélagslega verkefnið gervihnattaþjónusta
Áskoranir vegna öryggis er varða gervihnattaþjónustur hafa nokkrar hliðar fyrir íslensk yfirvöld:
• Hlutverkið sem gervihnattaþjónustan gegnir veldur í mörgum tilfellum því að nauðsynlegt er að tryggja samfellu í henni og einblína á viðkvæmni samfélagsins fyrir tapi eða truflun á merkjum frá gervihnetti
• Margar mikilvægar þjónustur og afhendingar eru háðar gervihnattaþjónustu
• Öryggi jarðstöðva sem eru staðsettar á íslensku yfirráðasvæði
Gervihnattaþjónusta er flokkuð eftir notkunarsviði. Algeng skipting er samskipti, leiðsögukerfi og athuganir en gervihnettir geta einnig haft önnur verkefni. Hér á eftir fylgir lýsing á þremur mikilvægustu tegundum þjónustugerðanna og mikilvægustu gervihnattaáætlunum sem Ísland tekur þátt í.
Samskiptagervihnettir eru hannaðir til sendingar sjónvarps, símtala, gagna, breiðbandsþjónustu o.fl. sem er mikilvægasta notkunarsvið gervihnatta fyrir viðskiptalífið. Gervihnattasamskipti geta gegnt mikilvægu hlutverki við að tryggja líf og heilsu sem og endurreisn mikilvægra verkefna þegar hlutar kerfa á jörðu niðri eru settir úr leik, svo sem í óveðri, flóðum og skriðum. Margir viðbragðsaðilar eru einnig með Iridium-gervihnattasíma sem varalausn í neyðarástandi. Þetta er bandarískt kerfi sem íslensk yfirvöld hafa takmörkuð áhrif á. Farsímanotendur á norðurhluta norðurslóða hafa um þessar mundir enga aðra samskiptamöguleika en gervihnattasímtöl og lághraða gagnasamskipti.
Gervihnattaleiðsögn felur í sér stöðuákvörðun með merkjum frá gervihnöttum á braut um jörðina. Gervihnattaleiðsögn er upphaflega þróuð í hernaðarlegum tilgangi en er notuð bæði í siglingum og vegakerfi sem og í auknum mæli í loftferðum. Að auki er fjöldi annarra mikilvægra notkunarmöguleika fólginn í staðsetningu með gervihnetti. Leiðsögugervihnettir senda einnig tímamerki sem eru mikilvæg í mörgum greinum, þ.á m. Í fjármála-, orku- og upplýsingatæknigeirunum.
Bandaríska GPS-kerfið[69] sinnir þörfum Evrópu fyrir gervihnattaleiðsöguþjónustu en það er hernaðarkerfi sem evrópsk stjórnvöld hafa ekki yfirráð yfir. Hins vegar hefur evrópska Galileo-kerfið verið í þróun og er sjálfstætt, alþjóðlegt gervihnattaleiðsögukerfi á sama hátt og bandaríska GPS-kerfið og önnur rússnesk og kínversk kerfi. Galileo er kerfi sem er undir borgaralegri stjórn og átti að vera að fullu virkt árið 2020. Dags daglega eru jarðkönnunargervihnettir mikilvægastir í veðurspám en í alþjóðlegu loftslagssamstarfi eru það gögnin frá þessum gervihnöttum sem mynda einnig mikið af grunngögnunum sem notuð eru. Samstarf veðurgervihnatta er í gegnum samtökin EUMETSAT sem hafa aðalstöð sína á Svalbarða. Evrópska geimvísindastofnunin (ESA) og ESB hafa í sameiningu hafið smíði fjölda gervihnatta sem munu mynda Copernicus, vöktunaráætlun Evrópusambandsins, sem hefur það verkefni að vakta stöðu umhverfisins á landi, sjó og lofti og stuðla um leið að bættu öryggi jarðarbúa. Ísland hefur fullan aðgang að þjónustunum og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta, svo sem á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, landnotkunar og loftslagsbreytinga.
Íslensk yfirvöld og fyrirtæki hafa ekki tækifæri til að takast á við veikleika í kerfum sem þau eiga ekki. Þess í stað verður að vinna í gegnum alþjóðastofnanir og tvíhliða gagnvart kerfiseigendum til að efla afhendingaröryggi í kerfunum.
Landmælingar Íslands eru fulltrúar Íslands í Copernicus-vöktunaráætlun Evrópusambandsins og Almannavarnir eru fulltrúar Íslands í Copernicus EMS (e. Emergency Management Services). Almannavarnir og Landmælingar Íslands eru fulltrúar Íslands í KRIS-GIS sem er samstarf almannavarnastofnana, kortagerðarstofnana og löggæslustofnana um notkun landupplýsinga í neyðarstjórnun en sá vettvangur er notaður til að stilla saman kröfur til Copernicus EMS-kerfisins.[70]
Isavia er undirverktaki hjá fyrirtækinu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins valdi til að sjá um rekstur EGNOS-kerfisins fyrir sína hönd. Fyrirtækið, The European Satellite Services Provider, eða ESSAP SAS, er franskt fyrirtæki í einkaeigu.
Ísland er fullgildur aðili að EUMETSAT, evrópsku veðurtunglastofnuninni, en Veðurstofa Íslands sér um aðkomu Íslands að stofnuninni.
Landupplýsingar sem fást frá gervihnattamyndum, t.d. er varða aflögun vegna aðdraganda eldgosa, eru mikilvæg viðbót við þær upplýsingar sem vöktunarkerfi á Íslandi gefa um breytingar sem geta verið undanfari náttúruhamfara.
Innviðaráðuneytið sér um að samræma borgaralega stefnu í fjarskiptamálum sem einnig felur í sér gervihnattaleiðsögn. Í gegnum Fjarskiptastofu ber Innviðaráðuneytið ábyrgð á tíðnistjórnun, þ.m.t. tíðni sem gervihnettir nota og fyrir leyfi á stofnun og rekstri jarðstöðva. Þessu er stjórnað af reglugerð um rekstur radíóstöðva.
Fyrir samfélagslega verkefnið gervihnattaþjónusta hefur ein starfsgeta verið skilgreind: gervihnattaþjónusta.
Gervihnattaþjónusta
Geta til að tryggja öryggi við afhendingu þjónustu sem byggist á gervihnöttum til Íslands
Starfsgetan er tengd við störf íslenskra yfirvalda í alþjóðlegum stofnunum og með tvíhliða samskiptum til að gæta íslenskra hagsmuna sem tengjast staðsetningar- og leiðsöguþjónustu, jarðkönnunarþjónustu og fjarskiptaþjónustu. Starfsgetan felur einnig í sér að viðhalda samfellu og öryggi jarðstöðva fyrir gervihnattaþjónustu á íslensku yfirráðasvæði.
Mikilvægi þjónustu af þessu tagi er vaxandi fyrir samfélagið og brestir eða tap á þjónustunni hefur miklar afleiðingar fyrir fjölda samfélagslega mikilvægra verkefna. Þetta á t.d. við um viðbragðs- og björgunaraðila, veðurþjónustu, fjármálageirann, orkugeirann og flug. Gervihnattamerki eru einnig notuð í auknum mæli af íbúum til leiðsagnar, bæði á landi og á sjó, sem og við móttöku merkja frá útvarps og sjónvarpsgervihnöttum.
Mikilvægi innviða vegna gervihnattaþjónustu á íslensku yfirráðasvæði er mismikið en eðlilegt er að líta á þá sem hluta af heild þar sem mikilvægt er að allir íslenskir aðilar uppfylli öryggisskuldbindingar sínar til jafns við aðra þátttakendur í samstarfsnetinu.
Auk þess að þjónusta gervihnetti eru sumar jarðstöðvar mikilvægar vegna þess að þær sinna úrvinnslu gagna frá gervihnöttum og miðla til notenda.
Ísland hefur gert langtímasamninga er varða geimstarfsemi við aðrar þjóðir þar sem samfella í rekstri mannvirkja á íslensku yfirráðasvæði er forsenda þess að uppfylla skyldur Íslendinga.
Ábyrgð og hlutaðeigandi aðilar:
• Aðilar á markaði
• Almannavarnir
• Dómsmálaráðuneytið
• Fjarskiptastofa
• Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
• Innviðaráðuneytið
• Landmælingar Íslands
• Landhelgisgæsla Íslands
• Matvælaráðuneytið
• Menningar- og viðskiptaráðuneytið
• Menntamálaráðuneytið
• Utanríkisráðuneytið
• Veðurstofa Íslands
Almannavarna- og öryggismálaráð. (2015). Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017. Sótt 02.02.2021 af https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2016/05/Almannavarnastefnan.pdf
Almannavarnir. (2017). LEIÐBEININGAR UM STÖRF ALMANNAVARNANEFNDA. Sótt af https://www.almannavarnir.is/utgefid-efni/leidbeiningar-um-storf-almannavarnanefnda/?wpdmdl=22940
Alþingi. (2015-2016). Tillaga til þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Þingskjal 389-327. mál. Sótt af https://www.althingi.is/altext/145/s/0389.html
Alþingi. (2007-08). Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum. Þingskjal 130 -129. mál. Sótt af https://www.althingi.is/altext/135/s/0130.html?fbclid=IwAR1JnwFDNH_Ss769XLRRUHpXB8NWCTxml6j9mlNcuH2bsRByRDZMj96SC14
Björn Bjarnason. (2020). NORDIC FOREIGN AND SECURITY POLICY 2020. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/NORDIC_FOREIGN_SECURITY_POLICY_2020_FINAL.pdf
Borgarlínan. (e.d.). Breið samvinna. Sótt 03.05.2021 af https://borgarlinan.is/um-okkur
DSB. (2016). Samfunnets kritiske funksjoner. Hvilken funksjonsevne må samfunnet opprettholde til enhver tid? Sótt 02.02.2021 af https://www.dsb.no/globalassets/dokumenter/rapporter/kiks-2_januar.pdf
European Space Agency. (2021.). The EU Space Programme. Sótt af https://www.euspa.europa.eu/european-space/eu-space-programme
Guðmundur Birkir Guðmundsson. (2018). Lögreglusamþykktir. Lagastoð ákvæða lögreglusamþykkta og reglugerðar um lögreglusamþykktir (meistararitgerð). Sótt af http://hdl.handle.net/1946/29981
Hagstofa Íslands. (e.d.). Heildarnotkun orku eftir uppruna 1940 – 2020. Sótt af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Umhverfi/Umhverfi__4_orkumal__2_framleidslaognotkun/IDN02102.px/?rxid=8e49a201-e833-486e-906d-74c6165dbadd
Halldór G. Pétursson. (2006). Hrun- og skriðuhætta úr bökkum og brekkum á nokkrum þéttbýlisstöðum. Sótt af https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/4243/NI-06016.pdf?sequence=1
Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið. (1998). Forgangsröðun í heilbrigðismálum – Niðurstöur nefndar um forgangsröðun. Sótt af https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/7493/Forgangsrodun_i_heilbrigdismalum_2__1998.pdf?sequence=1
Hagen, J., Fridheim,H. (2005). Hvad er kritisk infrastruktur? FFI/Notat 2005/00363 (Viðauki við NOU 2006:6). Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2006-6/id157408/sec4
Hörður Þór Sigurðsson og Þórður Arason. (2006). Könnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi. Sótt af https://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/2006/06020.pdf
Maslow, Abraham. (1943). A Theory of Human Motivation. Sótt af https://psycnet.apa.org/record/1943-03751-001
Náttúrufræðistofnun. (e.d.). Eldgosavá. Sótt af https://www.ni.is/jord/natturuva/eldgosava
Norges offentlige utredninger (NOU). (2006). Når sikkerheten er viktigst. Beskyttelse av landets kritiske infrastrukturer og kritiske samfunnsfunksjoner. Sótt 02.02.2021 af https://www.regjeringen.no/contentassets/c8b710be1a284bab8aea8fd955b39fa0/no/pdfs/nou200620060006000dddpdfs.pdf
Orkustofnun. (2012). Skömmtun raforku dreifiveitna. Sótt 30.04.2021 af https://orkustofnun.is/gogn/Raforkueftirlit/Skommtun_raforku.pdf
Orkustofnun. (2015). Íslenska raforkukerfið. Viðauki 87 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04. Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar. Sótt 29.04.2021 af https://orkustofnun.is/gogn/Skyrslur/OS-2015/OS-2015-04-Vidauki-87.pdf
Orkustofnun. (2020). Raforkuöryggi. Viðbúnaður, viðbrögð og neyðarstjórnun - tillögur frá Orkustofnun. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Innvidir-2020/Orka/Orkustofnun.pdf?fbclid=IwAR2KnJZBCEyH6AvkuLcECpzFYEjyRVap9dfm90vp7PsbWuGFwTfrR0z0wGE
Ríkissaksóknari. (e.d.). Um ákæruvaldið. Sótt af https://www.rikissaksoknari.is/um-akaeruvaldid/um-akaeruvaldid
Samband íslenskra bankamanna. (2006). Orðasafn SÍB. Sótt 28.04.2021 af https://ssf.is/wp-content/uploads/2013/03/SIB-or%C3%B0asafn-endanlegt-0207_873208808.pdf
Samgöngustofa. (e.d.). Um slysaskrá. Sótt 03.05.2021 af https://www.samgongustofa.is/umferd/tolfraedi/umferdarslys/um-slysaskra
Samorka. (e.d.). Hitaveitur. Sótt 30.04.2021 af https://www.samorka.is/hitaveitur/
Samtök iðnaðarins. (2019). Íslensk raforka, Ávinningur og samkeppnishæfni. Sótt 29.04.2021 af https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/SI_Islensk-raforka-avinningur-og-samkeppnishaefni_skyrsla2019.pdf
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga. (2021). Innviðir á Íslandi. Ástand og framtíðarhorfur. Sótt af https://www.si.is/innvidir-a-islandi/vatnsveitur/
Seðlabanki Íslands. (2017). Peningamál. Sótt af https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Peningamal/2017/Mai-2017/Peningamal_2017_2.pdf
Stjórnarráð Íslands, Dómsmálaráðuneytið. (2019). Löggæsluáætlun fyrir árin 2019-2023. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/DMR/L%C3%B6gg%C3%A6slu%C3%A1%C3%A6tlun%20.pdf
Stjórnarráð Íslands. (2020)1. Greinargerð með ábendingum vegna afleiðinga óveðurs í desember 2019. Áfangaskýrsla. Sótt 03.05.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Innvidir-2020/Fjarskipti/P%C3%B3st-%20og%20fjarskiptastofnun%20-%20%C3%A1fangask%C3%BDrsla.pdf
Stjórnarráð Íslands. (2020)2. Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/KThJ/Matv%c3%a6lastefna_v17.pdf
Stjórnarráð Íslands. (2020)3. Orkustefna fyrir Ísland. Sótt af https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkumal/orkustefna-fyrir-island/?fbclid=IwAR1AEbg80Ye6kMk3i5ZopF6LoAx9k7MOOLM5djrQaX48cpCVyme8UYSdEKo
Stjórnarráð Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. (2020). Sjálfbær orkuframtíð. Orkustefna til ársins 2050. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/Orkustefna/200327%20Atvinnuvegaraduneytid%20Orkustefna%20A4%20V5.pdf
Stjórnarráð Íslands, Dómsmálaráðuneytið. (2019). Löggæsluáætlun fyrir árin 2019 – 2023. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/DMR/L%C3%B6gg%C3%A6slu%C3%A1%C3%A6tlun%20.pdf
Stjórnarráð Íslands, Dómsmálaráðuneytið. (2021). Stefna stjórnvalda í almannavarna og öryggismálum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/Stefna%20stj%C3%B3rnvalda%20%C3%AD%20almannavarna-%20og%20%C3%B6ryggism%C3%A1lum.pdf
Stjórnarráð Íslands, Forsætisráðuneytið. (2020). Kynning átakshóps um uppbyggingu innviða. Sótt 02.02.2021 af https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1bbd85db-59a4-11ea-945f-005056bc4d74
Stjórnarráð Íslands, Forsætisráðuneytið. (2020). UPPBYGGING INNVIÐA Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging. Sótt 02.02.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Innvidir-2020/%c3%81taksh%c3%b3pur%20-%20a%c3%b0ger%c3%b0al%c3%bdsingar%20(ID%20139546)%20web.pdf
Stjórnarráð Íslands, Utanríkisráðuneytið. (2009). Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland, Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Sótt 02.02.2021 af https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla_um_ahattumat_fyrir_Island_a.pdf
Stjórnarráð Íslands, Utanríkisráðuneytið. (2011). Varnarmálalög. Sótt af https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/oryggis-og-varnarmal/varnarmalalog/
Umhverfisstofnun. (2018). Stöðuskýrsla fráveitumála 2018. Sótt af https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/St%c3%b6%c3%b0usk%c3%bdrsla_2018_loka%c3%batg%c3%a1fa.pdf
Umhverfisstofnun. (2019). Loftgæði á Íslandi. Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur. Sótt 28.04.2021 af https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Loftgaedi/Loftg%C3%A6%C3%B0i%20%C3%A1%20%C3%8Dslandi%20-%20umhverfisv%C3%ADsar,%20v%C3%B6ktun%20og%20uppsprettur%202019.pdf
Þjóðaröryggisráð. (2018). Skýrsla þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sótt 02.02.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Sk%C3%BDrsla%20%C3%BEj%C3%B3%C3%B0ar%C3%B6ryggisr%C3%A1%C3%B0s%20.pdf
Þjóðaröryggisráð. (2021). Skýrsla þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Sótt 30.11.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Matsskyrsla(INT)_07.05.21.pdf
Þjóðaröryggisráð. (2021). Skýrsla þjóðaröryggisráðs um framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland á tímabilinu 2019-2020. Sótt 30.1.2021 af https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Skyrsla_THOR_280921.pdf
MIKILVÆGIR INNVIÐIR
Skýrslan er byggð á skilgreiningum sem norski starfshópurinn Infrastrukturutvalget vann í tengslum við vinnu við NOU 2006: 6 Når sikkerheten er viktigst. Lykilskilgreiningar þeirrar skýrslu eru eftirfarandi:
Mikilvægir innviðir eru sú aðstaða og þau kerfi sem nauðsynleg eru til að viðhalda eða endurheimta mikilvægar aðgerðir samfélagsins.
Samfélagslega mikilvæg verkefni eru þau verkefni sem eru nauðsynleg til að ná að uppfylla grunnþarfir samfélagsins og öryggistilfinningu íbúa. [71].
Grunnþarfir eru skilgreindar sem matur, vatn, hiti, öryggi o.þ.h.
Samkvæmt þessari skilgreiningu eru innviðir áþreifanleg stærð sem hægt er að snerta og skynja og inniheldur því ekki þætti sem eru óhlutbundnir og félagslegir, eins og skipulag, ferli og venjur o.s.frv.[72] Þetta er frábrugðið því hvernig hugtakið er oft notað á alþjóðavettvangi og einnig stundum í norsku umræðunni. Það má líka færa rök fyrir því að „Infrasturkturutvalget“ hafi ekki verið fullkomlega trú sinni eigin skilgreiningu á hugtakinu í NOU 2006: 6.
Skilgreiningin sem starfshópurinn Infrastrukturutvalget notar gæti þó einnig verið of víðtæk til að hún sé að fullu nothæf sem upphafspunktur fyrir umræðu um öryggi tæknilegra kerfa sem skipta máli fyrir öryggi almennings. Öll samfélagsleg verkefni eru háð „aðstöðu og kerfum“ til að viðhalda rekstri. Samfélagslega verkefnið heilsa og umönnun er t.d. háð innviðum eins og byggingum, lækningatæknibúnaði (röntgenmyndum, skönnum, rannsóknarstofubúnaði o.s.frv.), sjúkrabílum, búnaði á hverju sjúkrahúsi til þvotta og sótthreinsunar o.s.frv. Fyrir stjórnun sjúkrahússins eru þeir innviðir sem hér eru taldir mikilvægir og krefjast mikillar athygli en þeir eru varla svo mikilvægir fyrir samfélagið að þeir ættu að vera með í áhersluþáttum stjórnvalda.
Hér þykir slík nákvæm nálgun á hugtakið mikilvægir innviðir samt máli vegna þess að styrk í samfélagslega mikilvægum verkefnum verður að byggja upp frá grunni með því að hvert einstakt fyrirtæki kortleggi sína viðkvæmni og framkvæmi úrbætur til að draga úr þeim, auk þess að hafa áætlanir um hvernig eigi að viðhalda eðlilegum rekstri ef bilun verður í innviðum eða aðföngum.
Hins vegar verður nálgun stjórnvalda að hugtakinu mikilvægir innviðir að vera önnur. Áhersla þeirra verður að vera á innviði sem geta verið mikilvægir út frá samfélagslegu sjónarhorni, þ.e. innviði sem við bilun eða bresti getur valdið krísuástandi í samfélaginu, hvort sem það er í nærsamfélagi, hluta af landinu eða á öllu landinu. Þá er mikilvægt að einbeita sér að því sem hægt er að lýsa sem innviðakerfi, þ.e. innviðir sem mynda net sem afhendir vöru eða þjónustu til mikils fjölda viðtakenda og þar sem brestir eða bilun getur því haft víðtækar afleiðingar.
Frá slíku sjónarhorni verður mat á mikilvægum innviðum að byggja á tæknibúnaði og kerfum sem eru tengd samfélagslegum verkefnum í flokkinum virkni samfélagsins sem og verkefninu upplýsingatækni í þessari skýrslu.
Hér að neðan er einfalt og almennt yfirlit yfir hvaða innviðum þessi verkefni eru háð:
UT-öryggi |
Kerfi og skrár, einkum þau sem flokkuð eru sem sameiginlegir hlutar á landsvísu |
Matarframboð |
Framleiðsluaðstaða, dreifing, flutningskerfi, verslanir |
Eldsneytisframboð |
Hafnaraðstaða, birgðastöðvar, bensínstöðvar |
Vatn og frárennsli |
Vatnsveitur, hreinsistöðvar, dælur, hæðartankar, lagnir og heimtaugar |
Fjármálaþjónusta |
Fjárhagslegir innviðir |
Raforka |
Virkjanir, spennar, orkukerfi o.s.frv. |
Hitaveita
|
Hitaveitukerfi, dælustöðvar, lagnir og heimtaugar |
Ecom-þjónustur |
Grunnnet, svæðisnet, aðgangsnet, rofar |
Samgöngur |
Vegakerfi, línur, hafnir, flugstöðvar, umferðarstjórnunarkerfi |
Gervihnattaþjónusta |
Gervihnettir, jarðstöðvar |
Þetta er yfirlit yfir hvað eru mikilvæg innviðir á landsvísu.
NOU 2006: 6 lýsir þeim forsendum sem geta legið til grundvallar mati á mikilvægi innviða. Viðmiðin eru þrjú: hvað er háð þeim, valkostir og þétt tenging.
Mynd 20: Líkan til að meta mikilvægi innviða (úr NOU 2006: 6 Når sikkerheten er viktigst)
Með mati á hvað er háð þeim er átt við að kortleggja þurfi hvaða samfélagslegu verkefni verða fyrir áhrifum af tapi á innviðum og hvaða afleiðingar það muni hafa, til að koma til móts við grunnþarfir íbúanna (og hversu stór hluti íbúanna verður fyrir áhrifum). Því meiri sem afleiðingarnar eru, þeim mun mikilvægari eru innviðirnir.
Með valkostum er hér átt við það sem oft er kallað umfremd (e. redundancy) í samhengi við áhættustjórnun. Mat á umfremd tekur útgangspunkt í skoðun á því hvaða aðrar lausnir eru mögulegar ef innviðir bila. Þetta getur verið innri umfremd, þar sem annað undirkerfi eða búnaður getur tekið við ef bilun verður, eða ytri umfremd þar sem annað kerfi getur tekið yfir alla eða stóra hluta af virkninni sem tapast. Rúta í staðinn fyrir flug er einfalt dæmi um seinni lausnina.
Þétt tenging er viðmið sem tekið er frá Charles Perrow: Normal Accidents. Living with High Risk Technologies (1999). Perrow benti á að kerfi væru misjafnlega viðkvæm fyrir villum og atvikum. Þétt tengt kerfi einkennist af því að ein bilun getur fljótt breiðst út til annarra hluta kerfisins og sett það úr leik. Flugumferðarstjórn er dæmi um þetta. Bilun í samskiptakerfi Flugumferðarstjórnar gæti t.d. þegar í stað leitt til að flugvélar þurfi að taka á sig sveig framhjá íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Mismunandi mikilvægi er tengt innviðum á bak við samfélagslegu verkefnin í flokknum virkni samfélagsins. Það flækir myndina að það hvað er háð innviðunum og umfremd í kerfum getur verið mismunandi eftir stöðum. Vegakerfið er t.d. yfirleitt með mikla umfremd. Hægt er að komast að flestum stöðum á landinu um aðrar leiðir og að minnsta kosti með öðrum samgönguleiðum (t.d. með báti). Engu að síður eru leiðir sem þjóna miklum fjölda íbúa sem hafa litla umfremd og þar sem truflun getur haft miklu meiri afleiðingar. Þetta á t.d. við um þjóðveg 1 milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og þjóðveg 1 austur af Hveragerði. Sama gildir bæði um dreifingu á heitu vatni og rafmagni og rafræn samskipti. Sumir hlutar kerfisins eru mikilvægari en aðrir vegna þess að fyrirtæki sem vinna samfélagslega mikilvæg verkefni eru háð þeim, eða vegna þess að umfremdin á viðkomandi sviði er lítil (eða sambland af hvoru tveggja).
Mat á því hvað eru mikilvægir innviðir þarf því að gera af þeim yfirvöldum eða fyrirtækjum sem þekkja viðkomandi innviði best. Slíkt mat er hægt að gera á mismunandi stigum: á þjóðhagsstigi fyrir kerfi í heild (rafmagnsdreifikerfi, fjarskiptakerfi o.s.frv.) Eða á örstigi (hvaða innviðum er spítalinn háður?) Eða á stigi sem liggur milli þeirra. Það að borin séu kennsl á hvað eru mikilvægir innviðir er innifalið sem eðlileg frekari þróun á því að greina mikilvægu verkefnin í samfélaginu sem gert er í þessari skýrslu og þarf að gera með greiningum á því hvað er háð hverju þegar kemur að hinum ýmsu starfsgetum. Ábyrgðin á þessu þarf að vera hjá stofnunum, í sveitarfélögunum og í hverri samfélagslega mikilvægri starfsemi.
MIKILVÆG AÐFÖNG – MÖGULEG UPPSPRETTA VIÐKVÆMNI
Í skýrslu DSB frá árinu 2012 var gerður greinarmunur á samfélagslega mikilvægum verkefnum og mikilvægum almennum aðföngum þar sem síðarnefndi flokkurinn innihélt mestalla þjónustu sem byggir á innviðum sem samfélagið er háð. Þetta náði t.d. til dreifingar á heitu vatni og rafmagni, rafrænna samskipta, flutninga o.s.frv.
Þó hugtakið aðföng sé einnig notað í þessari skýrslu var ákveðið að nota hugtakið ekki sem sérstakan flokk í yfirliti yfir samfélagslega mikilvæg verkefni. Fyrir því eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi litu margir á aðgreiningu á milli samfélagslega mikilvægs verkefnis og mikilvægra aðfanga sem óþarflega flókna; í öðru lagi útiloka flokkarnir tveir ekki hvor annan. Með öðrum orðum, sum verkefni voru bæði samfélagslega mikilvæga verkefni og aðföng. Þetta þýddi að sumir þættir voru taldir upp tvisvar en þessari tvíhyggju var ekki komið eins vel á framfæri fyrir aðra þætti.
Nokkrir af samráðsaðilunum sem komu að gerð þessarar skýrslu bentu á að flokkurinn aðföng í fyrri skýrslunni hafi verið gagnlegur, vegna þess að hann benti á þjónustu sem getur verið sérstaklega mikilvæg frá samfélagslegu sjónarhorni. Bilun eða brestir hér gæti haft áhrif á stóra hluta samfélagsins á sama tíma. Mikilvægt er að beina kastljósinu að því hvað er háð aðföngum sem mikilvægri uppsprettu viðkvæmni bæði fyrir samfélagið og viðskiptalífið.
Í skýrslunni frá 2012 var hugtakið aðföng sett fram sem hér segir:
Hugtakið samfélagslegt verkefni er tengt skilgreiningunni á þjónustu sem hefur bein áhrif á grunnþarfir samfélagsins og íbúanna. Til að auka skýrleika í samhenginu og muninum á samfélagslegu verkefni og innviðum notum við hugtakið aðföng sem er tekið úr þjóðhagfræði.
Aðföng eru notuð í greiningunni um ytri afhendingar sem fyrirtækin eru háð til að geta framleitt og afhent sína vöru og/eða þjónustu svo hægt sé að uppfylla grunnþarfir samfélagsins og íbúanna. Þetta getur verið orka, fjármagn, vinnuafl og ýmsar vörur og þjónusta. Aðföngin eru frábrugðin samfélagslega mikilvægum verkefnum að því leyti að í grundvallaratriðum er hægt að skipta þeim út eða eitthvað getur komið í staðinn. Mikilvægið fyrir samfélagið veltur á því til hvaða fyrirtæki og afhendingar aðföngin leggja sitt af mörkum. Það er að segja að aðföng, til dæmis í formi þjónustu, getur skipt sköpum fyrir samfélagið í ákveðnu samhengi en hefur ekki slíka þýðingu í öðru samhengi.
Einnig var gerður greinarmunur á almennum og sérstökum aðföngum:
Almenn aðföng eru þjónusta sem í grundvallaratriðum er í boði fyrir öll fyrirtæki og alla íbúa innan ákveðins sviðs. Þau einkennast oft af því að vera tiltölulega nátengd innviðum og af því að oft er fjöldi veitenda þjónustunnar takmarkaður. [...]
Sérstök aðföng einkennast af því að þau eru löguð að þörfum sumra fyrirtækja og eru ekki afhent öllu samfélaginu, að tengingin við tiltekna innviði er lausari (þ.e. að oft er hægt að framkvæma þjónustuna á nokkra vegu) , og að margir veitendur geta keppt á markaðnum. Dæmi um sérstök aðföng geta verið upplýsingatækniþjónusta, ræstingaþjónusta o.s.frv. - eða afhending varahluta. Á grundvelli þessarar skilgreiningar má einnig líta á vinnuafl og fjármagn sem sérstök aðföng.
Skýrslan fjallaði um almenn mikilvæg aðföng vegna þess að það eru fyrst og fremst aðföng með víðtæka og almenna dreifingu sem skipta máli fyrir samfélagið að setja fram kröfur um öryggi og viðbúnað fyrir. Þrátt fyrir að það sé að hluta til mögulegt fyrir hvert einstakt fyrirtæki að bæta upp tap á almennum aðföngum með eigin viðbúnaði, þá er samfélagið svo háð þessum samfélagslegu verkefnum að tap á þeim ógnar í mörgum tilfellum getu samfélagsins til að mæta grunnþörfum íbúa að verulegu leyti.
Eftirfarandi starfsgetu í yfirlitinu í þessari skýrslu þarf að líta á sem mikilvæg almenn aðföng:
6.1 |
M.a. skrár sem eru sameiginlegar á landsvísu, eins og fasteignaskrá, landskrá fasteigna, þjóðskrá o.s.frv. sem eru t.d. mikilvægar fyrir fjármálageirann |
7.2 |
Aðföng fyrir lögreglu, björgunarsveitir, flutninga o.s.frv. |
8.1 |
Matur fyrir sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir o.fl. |
8.2 |
Eldsneyti fyrir ökutæki, skip, landbúnað, neyðarrafstöðvar o.fl. |
9.1 |
Drykkjarvatn fyrir íbúa sem og vatn fyrir landbúnað, iðnað, sjúkrahús o.s.frv. |
9.2 |
Mjög mikilvægt fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega með tilliti til hreinlætis og hollustuþátta |
10.1 Fjármálamarkaðurinn |
Aðgangur að fjármagni |
10.2 |
Aðgangur að fjármagni |
10.3 |
Mikilvægt fyrir verslanir, bensínstöðvar, lyfjaverslanir o.s.frv. |
11.1 |
Nauðsynlegt fyrir nánast öll önnur samfélagslega mikilvæg verkefni en dreifingu rafnmagns; hin verkefnin eru meira og minna öll háð rafmagni |
11.2 |
Mikilvæg fyrir nánast allar byggingar, fyrirtæki og heimili, þ.m.t. heilbrigðisstofnanir, stjórnsýslustofnanir o.fl. |
12.1 (Fjarskipta- og netþjónustur) |
Nauðsynlegt fyrir fjölda samfélagslegra verkefna, t.d. heilbrigðisþjónustu, björgunarþjónustu, lög og reglu, fjármál, flutningar o.s.frv. |
13.1 |
Vöru- og farþegaflutningar eru nauðsynlegir fyrir mörg fyrirtæki með samfélagslega mikilvæg verkefni |
14.1 |
Samskipti, staðsetning, siglingar, tímamerki o.s.frv. sem eru mikilvæg fyrir fjölda sviða, t.d. fyrir fjármál, veðurfræði, Ecom-þjónustur, dreifingu á heitu vatni og rafmagni |
Flest aðföng eru háð raforku og starfandi netþjónustu (Ecom-þjónustu) sem að þessu leyti virðast vera enn mikilvægari út frá samfélagslegu sjónarhorni en hin. Netþjónusta (Ecom-þjónusta) er einnig háð raforku til að virka.
Yfirlitið getur þjónað hlutverki gátlista fyrir fyrirtæki sem vinna við kortlagningu og að því að draga úr eigin viðkvæmni með það fyrir augum að viðhalda samfellu í eigin afhendingum. Það er hægt að draga úr viðkvæmni með eigin viðbúnaði og með því að koma á umfremd þar sem það er mögulegt. Auk mats á því hverju almenn aðföng eru háð, þarf slíkt mat að taka mið af því hvaða sérstöku aðföngum fyrirtækið er háð. Þetta getur t.d. verið:
Vinnuafl |
Rétt hæfni og afkastageta |
Fjármagn, fjármögnun |
|
Innri innviðir |
Byggingar, vélar, búnaður o.s.frv. |
Vörur, varahlutir |
Vörur sem þarf til framleiðslu, t.d.lækningavörur á sjúkrahúsum, mikilvægir varahlutir o.s.frv. |
Innri þjónusta |
Innri þjónusta (upplýsingatækniþjónusta, ræstingaþjónusta o.s.frv.) |
Sérstök utanaðkomandi þjónusta |
Þjónusta veitt af utanaðkomandi aðilum sem starfsemin er háð, t.d. útvistuð þjónusta |
VIÐAUKI 3:
YFIRLIT YFIR LÖG OG REGLUGERÐIR
• Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 119/2018. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018119.html
• Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 6/2022. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2022006.html
• Búvörulög nr. 99/1993. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993099.html
• EES-samningurinn, viðauki XIV. Sótt af https://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/vidaukar32
• Hafnalög nr. 61/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003061.html
• Leiðbeiningar fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli fyrir stærri einingar (t.d. stofnanir sýslumenn og sameinaðar almannavarnanefndir fyrir fleiri sveitarfélög)
• Leiðbeiningar við greiningu á áhættu og áfallaþoli í sveitarfélaginu
• Leiðbeiningar fyrir ráðuneytin um greiningu á áhættu og áfallaþoli
• Lyfjalög nr. 100/2020. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020100.html
• Læknalög nr. 53/1988. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/140b/1988053.html
• Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1980046.html
• Lög um almannatryggingar nr. 100/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007100.html
• Lög um almannavarnir nr. 82/2008. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008082.html
• Lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn nr. 43/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/150b/2003043.html
• Lög um brunavarnir nr. 75/2000. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000075.html
• Lög um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu nr. 58/2010. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2010058.html
• Lög um dómstóla nr. 50/2016. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016050.html
• Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007099.html
• Lög um félagþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1991040.html
• Lög um fjarskiptastofu nr. 75/2021. Sótt af https://www.althingi.is/altext/151/s/1795.html
• Lög um fjarskipti nr. 81/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003081.html
• Lög um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra nr. 17/2000. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000017.html
• Lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði nr. 50/2014. Sótt af ttps://www.althingi.is/lagas/nuna/2014050.html
• Lög um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016015.html
• Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html
• Lög um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu nr. 81/2020. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/151b/2020081.html
• Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998007.html
• Lög um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess nr. 110/1951. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1951110.html
• Lög um matvæli nr. 93/1995. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995093.html
• Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008088.html
• Lög um Landhelgisgæslu Íslands nr. 52/2006. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006052.html
• Lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007041.html
• Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis nr. 13/2001. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2001013.html
• Lög um loftferðir nr. 60/1998. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998060.html
• Lög um mannvirki nr. 160/2010. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2010160.html
• Lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003055.html
• Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html
• Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2014077.html
• Lög um Orkustofnun nr. 87/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003087.html
• Lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/150b/2019055.html
• Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1998057.html
• Lög um ráðstafanir til öryggis við siglingar nr. 56/1932. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/151b/1932056.html
• Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html
• Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012119.html
• Lög um siglingavernd nr. 50/2004. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2004050.html
• Lög um sjúkraskrár nr. 55/2009. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009055.html
• Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html
• Lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011036.html
• Lög um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011115.html
• Lög um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003041.html
• Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2004033.html
• Lög um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála nr. 120/2012. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012120.html
• Lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi nr. 75/2019. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/149c/2019075.html
• Lög um þjóðaröryggisráð nr. 98/2016. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016098.html2019
• Lög um þjóðskjalasafn nr. 66/1985. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/143a/1985066.html
• Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða nr. 78/2019. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019078.html
• Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raflagna nr. 146/1996. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996146.html
• Lögreglulög nr. 90/1996. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996090.html
• Orkulög nr. 58/1967. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1967058.html
• Raforkulög nr. 65/2003. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003065.html
• Reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1040-2005
• Reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/798-1999
• Reglugerð um greiningardeild ríkislögreglustjóra nr. 404/2007. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/404-2007
• Reglugerð um gæði raforku og afhendingaröryggi nr. 1048/2004. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1048-2004
• Reglugerð um kerfisáætlun fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku nr. 870/2016. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og-nyskopunarraduneyti/nr/20253
• Reglugerð um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/513-2003
• Reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita nr. 289/2003. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/289-2003
• Reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/536-2001
• Reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/678-2009
• Reglugerð um rekstur radíóstöðva nr. 493/1988. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/493-1988
• Reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjóra nr. 774/1998. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/774-1998
• Reglugerð um sjúkraskrár nr. 550/2015. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/550-2015
• Reglugerð um starfsemi sprengjusérfræðinga, hæfisskilyrði og menntun nr. 1171/2008. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1171-2008
• Reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara nr. 71/2011. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/071-2011
• Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna nr. 1050/2017
• Reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/959-2012
• Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptakerfum nr. 1221/2007. Sótt af https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=b10a1512-a4fe-4a7b-aca8-6915b1dc8e3a
• Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta nr. 1222/2007. Sótt af https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=fae977ae-998b-49af-9427-22d9d0ebebb6
• Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu nr. 866/2020. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/866-2020
• Reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu nr. 1255/2020. Sótt af https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1255-2020
• Reglugerðir um hitaveitur. Sótt af https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/hitaveitur/reglugerdir-um-hitaveitur/
• Siglingalög nr. 34/1985. Sótt af lthingi.is/lagas/nuna/1985034.html
• Skipulagslög nr. 123/2010. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2010123.html
• Sóttvarnarlög nr. 19/1997. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997019.html
• Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
• Stjórnsýslulög nr. 37/1993. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html
• Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011138.html
• Umferðarlög nr. 77/2019. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019077.html
• Upplýsingalög nr. 140/2012. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012140.html
• Útvarpslög nr. 53/2000. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/139a/2000053.html
• Varnamálalög nr. 34/2008. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008034.html
• Vegalög nr. 80/2007. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007080.html
Skrá yfir ljósmyndir og rétthafa myndefnis:
Forsíðumynd. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 41 Alþingi. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 48 Friðargæsla. Guðmundur Ásgeirsson (e.d.)
Bls. 57 Lögreglan. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 67 Landspítali – Háskólasjúkrahús. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 75 Samstarf við björgunarþjónustu. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 104 Olíubíll sem bensín lak úr í Hvalfjarðargöngunum - Um olíuflutninga á vegum gilda reglur um flutning á hættulegum farmi á landi. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 109 Neysluvatn. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 115 Hraðbanki. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
Bls. 123 Fjarskiptamastur. Júlíus Sigurjónsson (e.d.)
[1] Yfirlit yfir ábyrgð og þá sem hlut eiga að máli (listi í fjórða dálki töflunnar hér) er ekki tæmandi.
[2]Sjá einnig: Björn Bjarnason (2020).
[4]Sjá einnig: Almannavarna- og öryggismálaráð (2015), Stjórnarráð Íslands, Dómsmálaráðuneytið (2021) og Stjórnarráð Íslands, Forsætisráðuneytið. (2020)2.
[5] Sjá einnig: Stjórnarráð Íslands, Forsætisráðuneytið (2020)2.
[6] Sjá einnig: Íðorðabankinn. Ágústa Þorbergsdóttir (ritstjóri). Úr orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt 23.08.2021 af https://idordabanki.arnastofnun.is/leit/geta/ordabok/SAELA
[7] Sjá einnig: Íðorðabankinn. Ágústa Þorbergsdóttir (ritstjóri). Úr orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt 23.08.2021 af https://idordabanki.arnastofnun.is/faersla/469017
[8]Sjá einnig: 5. gr. Forsetaúrskurðar nr. 2018/119.
[10]Sjá einnig: Alþingi (2007-08).
[11]Sjá einnig: Orkustofnun (2020).
[12]Sýslumaður í fjölskyldumálum, hjúskapar og skilnaðarmálum, forsjár- og lögráðamálum o.s.frv. Umhverfisstofnun í umhverfismálum, náttúruverndarmálum o.fl. Skipulagsstofnun í skipulagsmálum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í byggingar- og brunamálum.
[13]Sjá einnig: Almannavarnir (2017).
[15]Sjá einnig: Stjórnarráð Íslands, Utanríkisráðuneytið (2009).
[17]Sjá einnig: Alþingi. (2007-08).
[18]Sjá einnig: Lög um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess nr. 110/1951
[19]Sjá einnig: Lög um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess nr. 110/1951
[22]Sjá einnig: Stjórnarráð Íslands (2019).
[23]Sjá einnig: Almenn hegningarlög nr. 19/1940
[25]Sjá einnig: Guðmundur Birkir Guðmundsson (2018).
[26]Sjá einnig: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998
[27]Sjá einnig: Lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007
[28] Sjá einnig: 4. og 5. gr. Sóttvarnarlaga nr. 19/1997
[29]Heilbrigðisráðuneytið (1998).
[30] Sjá einnig: Reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita nr. 289/2003.
[31] Sjá einnig: Lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn nr. 43/2003
[32] Sjá einnig: Lög um Landhelgisgæsluna nr. 52/2006 og . lög um vaktstöð siglinga nr. 41/2003.
[33]Sjá einnig: Reglugerð um björgun sjófarenda og loftfara nr. 71/2011
[34]Sjá einnig: https://www.raudikrossinn.is
[35] Sjá einnig: Reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. nr. 1050/2017
[36]Sjá einnig: Athugasemdir við lagafrumvarpið
[37]Sjá einnig: Hörður Þór Sigurðsson og Þórður Arason (2006).
[38]Sjá einnig: Halldór G. Pétursson (2006).
[39] Sjá einnig: Náttúrufræðistofnun (e.d.).
[40]Sjá einnig: Umhverfisstofnun (2019).
[41]Sjá einnig: Stjórnarráð Íslands (2020).
[42]Sjá einnig: Stjórnarráð Íslands (2020)3.
[43]Sjá einnig: Hagstofa Íslands (e.d.).
[44]Sjá einnig: Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga (2021).
[45] Umhverfisstofnun. (2018).
[46] Sjá einnig: 3. gr.reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001
[47]Sjá einnig: 14. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001
[48]Peningamarkaðurinn er markaður fyrir samninga til eins árs eða skemmri tíma, svo sem um millibankalán og ríkisvíxla. Mikilvægustu tækin á peningamarkaðnum eru innstæður á millibankamarkaði, sérstakar innistæður í bönkum, lántökur í fjármálafyrirtækjum, skuldabréf (verðbréf sem hægt er að semja um með gjalddaga allt að tólf mánuði), markaðslán og gjaldmiðlaskipti. Verðbréfamarkaður er skipulegur kaup- og sölumarkaður fyrir verðbréf sem lýtur sérstökum lagalegum skilmálum. Hér er vettvangur fyrir kaupendur og seljendur að setja fram kaup og sölutilboð í þau verðbréf sem sýslað er með hverju sinni. Á verðbréfamarkaði eiga sér stað viðskipti með allt í senn: hlutabréf, valrétti, skuldabréf og fleira (Samband íslenskra bankamanna, 2006).
[49]Sjá einnig: Seðlabanki Íslands (2017).
[50]Orkustofnun (2015).
[51]Orkustofnun (2015).
[52] Sjá einnig: 1.-2. gr. laga um stofnun Landsnets hf. nr. 75/2004.
[54]Sjá einnig: Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raflagna nr. 146/1996
[55]Sjá einnig: Samtök iðnaðarins (2019).
[56]Sjá einnig: Raforkulög nr. 65/2003
[57]Sjá einnig: Samorka (e.d.).
[58]Sjá einnig: Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raflagna nr. 146/1996.
[59]Kerfisöng (flöskuháls): Þær aðstæður þegar flutningsgeta flutningsvirkis eða hluta flutningskerfis er ófullnægjandi, þannig að takmarka þurfi orkuflutning.
[60]Sjá einnig: Orkustofnun (2012).
[61]Sjá einnig: Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 119/2018.
[62]Stjórnarráð Íslands (2020).
[63] Þessi starfsgeta varðar öryggi og ætti því í raun að eiga heima undir 5. kafla Öryggi íbúanna. Hún er þó höfð hér til að komast hjá því að slíta í sundur samfélagslega verkefnið fjarskiptanet og fjarksiptaþjónusta.
[64]Sjá einnig: Borgarlínan (e.d.).
[65]Geta til að standast áraun án þess að verða fyrir skemmdum að því marki að starfsemi laskist.
[66]Sjá einnig: Samgöngustofa (e.d.).
[67]Ekki er fjallað um Borgarlínuna hér þar sem hún hefur ekki verið tekin í notkun. Hins vegar þarf að taka tillit til þess flutningsforms og hafa verður í huga að það sama á að mörgu leyti við um Borgarlínuna eins og um flugsamgöngur í þessu samhengi.
[68]Síðustu tvær starfsgeturnar hér varða öryggi og ættu því að eiga heima undir 5. kafla Öryggi íbúanna. Þær eru þó hafðar hér til að komast hjá því að slíta í sundur samfélagslega verkefnið samgöngur.
[69]NAVSTAR Global Positioning System (GPS) er net minst 24 gervihnatta í eigu Bandaríska hersins sem eru á braut um jörðina.
[70]Sjá einnig: European Space Agency. (2021).
[71] Ekki er alltaf samræmi í skýrslunni hvernig samfélagslega mikilvæg verkefni eru skilgreind. „Samfélagslegt verkefni er mikilvægt ef það er algerlega nauðsynlegt til að hægt sé að sinna grunnleggjandi þörfum samfélagsins og borgaranna“ er önnur útgáfa.
[72]Hagen, J. og Fridheim,H. (2005).