Umsóknareyðublöð eru á Word sniði.

♦  Tenglar-hlekkur Heildarnafnalisti (Útfyllist af bæði fjölmiðlum og vísindastofnunum – sendist inn á Word eða HTML sniði)

Á þessum lista skulu tilgreind nöfn allra einstaklinga sem óska aðgangs að lokaða svæðinu (þ.m.t. bílstjórar og flugmenn).
Þessi heildarnafnalisti verður að vera rétt útfylltur á stafrænu sniði af bæði fjölmiðlum og vísindamönnum og sendist okkur á Word eða HTML sniði.

Fyrir öll umsóknareyðublöð hér að neðan gildir eftirfarandi:

Fjölmiðlar og vísindastofnanir skulu senda umsókn um aðgang að lokunarsvæðinu ásamt heildarnafnalista fyrir ferðahóp og afritum af viðeigandi útfylltum og fullfrágengnum umsóknareyðublöðum.

Senda skal inn afrit rétt útfylltra umsóknareyðublaða á PDF sniði, stimpluð, undirskrifuð og vottuð eins og fram kemur á eyðublöðunum.

Í umsókn skal koma fram fyrir hvaða tímabil er sótt um aðgang.

Frumrit fullfrágenginna umsóknargagna skilist inn til Samhæfingastöðvar almannavarna, Skógarhlíð 14, 107 Reykjavík í síðasta lagi þegar aðgangsleyfi er sótt.

Fyrir bæði fjölmiðla og vísindastofnanir gildir eftirfarandi:

Hvort sem aðilar að umsókn eru einn, tveir eða fleiri (þ.e. fyrirtæki, stofnanir, háskólar) – þarf hver aðili fyrir sig að útfylla yfirlýsingar á bls. 1 og 2 í umsóknareyðublöðunum.
Hver einstaklingur sem óskar ferðaleyfis á lokaða svæðinu þarf að undirrita yfirlýsinguna á bls. 3.

♦  Tenglar-hlekkur Umsóknareyðublöð fyrir vísindastofnun

♦  Tenglar-hlekkur Umsóknareyðublöð fyrir fjölmiðla 

Umsókn um fjölmiðlaaðgang þarf að koma frá til þess bærum aðila hjá fjölmiðlinum sjálfum (sjá skilgreiningu á fjölmiðli í gr.2  í aðgangsreglum).
Staðfest verkefnisbeiðni (assignment letter) til handa „free-lance“ blaðamanni eða ljósmyndara frá til þess bærum aðila hjá fjölmiðli kemur einnig til greina (fer í gegn um sérstaka skoðun hverju sinni).

Umsóknaeyðublöð fyrir fólksflutningaþjónustur:

♦  Tenglar-hlekkur Umsóknareyðublöð og yfirlýsingar vegna starfsmanna flutnings- og ferðaþjónustu 
(fyrir t.d. bílstjóra, þyrluflugmenn, leiðsögumenn)

Umsókn um aðgang:

Fullfrágengnar aðgangsumsóknir og fylgiskjöl sendist til info@sst.is

 

Frumrit fullfrágenginna umsóknargagna skilist inn til Samhæfingastöðvar almannavarna, Skógarhlíð 14, 107 Reykjavík í síðasta lagi þegar aðgangsleyfi er sótt.