Ráðstefna Almannavarna fyrir ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög og eigendur mikilvægra innviða, haldin 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica.
Fimmtudaginn 28. apríl verður haldin ráðstefna í tilefni af þemaviku Almannavarna um eigin viðbúnað. Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna fyrir ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum og eigendum mikilvægra innviða efni þemaviku Almannavarna sem og verkefni Almannavarna um greiningu á áhættu og áfallaþoli sem verið er að hrinda af stað.
Almannavarnir leggja áherslu á grundvallarreglur almannavarna, sviðsábyrgðar-, samkvæmnis-, grenndar- og samræmingarreglu og þar með á hlutverk ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og þeirra einkafyrirtækja sem falla undir kröfur um almannavarnastarf samkvæmt lögum um almannavarnir.
Fjallað verður um þemaviku Almannavarna um eigin viðbúnað, leiðbeiningar og vefgátt Almannavarna vegna samræmdra greininga á áhættu og áfallaþoli, námskeið í samstarfi Iðunar fræðsluseturs og Almannavarna um notkun leiðbeiningaefnisins og vefgáttarinnar.
Skráning á ráðstefnuna er HÉR.
Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna (hg01@logreglan.is).
Við hlökkum til að sjá ykkur fimmtudaginn 28. apríl nk.
Dagskrá
13:00 | Opnun ráðstefnunnar | Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra | |
13:15 | Áherslur Almannavarna | Víðir Reynisson sviðstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna | |
13:35 | Þemavika Almannavarna | Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna | |
13:45 | 3 dagar | Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri Rauða krossins á Íslandi | |
13:55 | Áhættustjórnun | Ársæll Þorsteinsson, vélaverkfræðingur Mannvit | |
14:20 | Verkefni Almannavarna Greining á áhættu og áfallaþoli |
Elísabet Pálmadóttir, verkefnastjóri Almannavarna | |
14:30 | Kaffi | ||
14:50 | Gagnsemi áhættugreininga | Anna Málfríður Jónsdóttir, verkfræðingur, Lota ehf. | |
15:00 | Almannavarnir í sveitarfélaginu | Kjartan M. Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar | |
15:15 | Almannavarnir og fjölskyldulífið | Anna Björg Rúnarsdóttir, íbúi og foreldri í Grindavík | |
15:30 | Námskeið í gerð greininga á áhættu og áfallaþoli | Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðuni fræðslusetri | |
15:40 | Af hverju erum við að þessu? Hver er tilgangurinn? | Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum | |
16:00 | Samantekt á ráðstefnu og ráðstefnulok | Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri |