Viðbúnaður og varnir vegna öskufalls

Gosaska er samsett úr fíngerðum ögnum og hún myndast í eldgosum við sprengingar þegar gas (og/eða vatnsgufa) stígur upp úr heitri bergkvikunni og hrífur með sér efnisagnir út í andrúmsloftið. Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400μg/m3 er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

1. Ekki er nauðsynlegt fyrir fullfrískt fólk að nota grímu þegar farið er á milli staða, s.s. út í búð eða þess háttar.

2. Forðist langvarandi útiveru.

3. Íþróttaiðkun og útivist sem felur í sér áreynslu, s.s. trimm og erfiðar gönguferðir, getur valdið óþægindum í öndunarfærum.

4. Stjórnendur íþróttaviðburða ættu að íhuga frestun móta við þessar aðstæður, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.

5. Þeir sem nauðsynlega þurfa að dvelja langdvölum úti við ættu að íhuga að nota grímur (sjáleiðbeiningar um grímur að neðan).

6. Ekki er mælt með langvarandi útiveru barna né að ungbörn sofi úti í vagni.

Ákveðinn hópur fólks er viðkvæmari fyrir svifryki en aðrir, t.d. fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma.

Viðkvæmustu einstaklingar þess hóps geta fundið fyrir auknum einkennum frá sínum sjúkdómum við mun lægri styrki, jafnvel niður fyrir 100 μg/m3.

Heildarmagn þeirrar ösku sem einstaklingur andar að sér yfir daginn er háð styrk öskunnar í andrúmlofti og athöfnum viðkomandi. Þannig eykur útvera og aukin líkamleg áreynsla í miklu öskufoki innöndun öskunnar enn frekar. Þegar styrkur klukkutímameðaltals svifryks er farin að mælast í hundruðum míkrógramma á rúmmetra (μg/m3) er ekki hægt að mæla með langvarandi útiveru. Erfitt er að fastsetja ákveðna tölu en þó má segja að við 400 μg/m3 ætti fólk að forðast langvarandi óþarfa útiveru. Ekki eru allsstaðar svifryksmælar en þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks er mikið svifryk á ferðinni.

Um rykgrímur: Almennt er mælt með P2 síum til að verjast gosösku. Ekki er talin þörf á notkun P3 grímna. Mjög einstaklingsbundið er hversu vel fólki gengur að nota rykgrímur og sumum þykja P2 grímurnar óþægilegar. Minnsta mótstaðan er í P1 síum og fyrir fólk sem finnst óþægilegt að anda gegnum P2 síu er P1 sían vissulega kostur því hún heldur þó frá um 80% af rykinu mun lægri styrki, jafnvel niður fyrir 100 μg/m3.

Hætta á heilsutjóni vegna gossösku – Leiðbeiningar fyrir almenning um hættu á heilsutjóni vegna gosösku.

Loftmengun frá eldgosum – Leiðbeiningar fyrir almenning um hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum.