Katla er eldfjall undir Mýrdalsjökli sem gosið hefur að jafnað 1 – 2 sinnum á öld, síðast 1918. Eldgos í Kötlu eru gjóskugos með tilheyrandi gjóskufalli og þeim fylgja jafnframt jökulhlaup.

hlaupaleidir

Forboðar eldgoss eru jarðskjálftar sem finnast víða og órói sem kemur fram á mælum vísindastofnana. Vísindamenn upplýsa almannavarnir um að gos sé að hefjast og þá virkja almannavarnir skipulag sitt og áætlanir.

Gerð hefur verið rýmingaráætlun fyrir þaus svæði sem eru í hættu við eldgos í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli og mikilvægt er að íbúar kynni sér áætlunina.

BOÐUN: Boð um eldgos verða send í SMS textaskilaboðum í farsíma á svæðinu og hafa verður í huga að víða er stuttur tími til rýmingar.

NEYÐARKASSI: Takið með ykkur neyðar- og viðlagakassa með helstu nauðþurftum

NÁGRANNAHJÁLP: Hugið að nágrönnum ef mögulegt er.

ÞÖRF Á AÐSTOÐ OG UPPLÝSINGAR: Hafið samband við 1 1 2 ef þörf er á aðstoð – 1717 er upplýsingasími Rauða krossins í hamförum

BÚFÉ: Vegna skamms tíma til rýmingar verður búfé ekki flutt burt fyrr en hættuástand vegna jökulhlaups hefur verið aflýst. Gerið sjálf viðbragðsáætlun fyrir heimilið. Hafið girðingar milli hólfa opnar ef mögulegt er til að greiða leið dýra á hæðir og hóla í landinu þegar rýma þarf í skyndi.

ELDINGAVARI: Vegna eldinganna sem fylgja þessum eldgosum er ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau

FJÖLDAHJÁLPARSTÖÐ: Haldið afarlaust til næstu fjöldahjálparstöðvar til skráningar

Gerð hefur verið hermun á flóðum frá Kötlu

hermun-nidur-solheimasand hermun-hlaups_vestur

 hermun-hlaups_austur