English below// Polski poniże
Eldgos hófst í Geldingardal á Suðurnesjum 19. mars sl. Það hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og erlendis, sökum staðsetningar hafa margir lagt leið sína að eldstöðvunum. Þó ber að varast ýmislegt í nágrenni við gosstaðinn og mikilvægt að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Símasamband á svæðinu er ekki gott og því getur orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Hér fyrir neðan er að finna ráðleggingar og leiðbeiningar sem nýtast þegar gossvæðið er heimsótt. Ekki má gleyma að COVID-19 faraldurinn er enn í fullum gangi og ber öllum að fylgja sóttvarnarreglum og gildandi samkomutakmörkunum.
Veður á gossvæði
Veðurstofa Íslands hefur komið fyrir veðurstöð við gosstöðvarinnar og sendir stöðin athuganir á klukkustunda fresti. Ennig er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum frá Veðurstofu Íslands af eldgosinu við Fagradalsfjall.
Veður getur breyst á skömmum tíma og því afar brýnt að kynna sér veðurspána áður en lagt er af stað.
Það sem þarf að hafa í huga
- Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði.
- Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er.
- Vertu með nesti og vatn að drekka.
- Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt.
- Haltu þér við gönguleiðirnar. Forðastu dali og dældir í landslaginu.
- Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar.
Suðurstrandavegur – bílastæði – utanvegaakstur
Hægt er að leggja bíl við Suðurstrandaveg og ganga þaðan. Það er merkt á göngukortinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stýrir umferðinni um Suðurstrandaveg og þegar bílastæðið fyllist. Vegurinn ef lokaður frá klukkan 21:00 til 9:00 á morgnanna og ekki er ætlast til að vegfarendur séu á gossvæðin. Frekari upplýsingar er að finna fb síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Utanvegaakstur er ólöglegur. Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól.
Gasmengun á svæðinu
Búast má við gasmengun á svæðinu og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgæði.is og heimasíðu Veðurstofu Íslands. Umhverfisstofnun fylgist einnig vel með loftgæðunum á svæðinu. Hér eru myndræn framsetning sem gott er að skoða – Hvað ber að varast?
- Hér er hægt að fylgast með textaspá varðandi gasmengun á eldsstöðinni.
- Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt.
- Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja.
- Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka.
- Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu.
- Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni.
- Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt
- Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun.
- EF þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Listi yfir eldfjöll á Íslandi.
English
Instructions for the public.
What to watch out for:
- Off road driving is illegal.
- This applies to all motor vehicles, such as ATVs, six-wheelers, motorcycles.
- The weather can change quickly. It is cold and wet and the forecast is for rain during the weekend.
- Wear hiking shoes, warm and waterproof clothing.
- Assume that the journey may take longer than planned.
- Bring a packed lunch and water to drink.
- Keep an eye on your travel companions. Fatigue and hypothermia come quickly.
- Stick to hills and ridges. Avoid valleys and dells in the landscape.
- There is a risk of rock fall. Beware of steep slopes
- It does not take much to get lost.
- Carry a positioning device.
- The telephone connection in the area is bad and it can therefore be difficult to call for help if needed.
- Eruption sites can change and new eruption cracks may open on short notice.
- Gas pollution is strongest close to the area and can lurk in valleys and dells where it is particularly dangerous.
- Gas pollution can change on short notice if the eruption suddenly increases and it is dangerous to be near the eruption sites without measuring instruments.
o People must always turn downwind. This means that people must have the wind in their back when walking towards the eruption site and go against the wind when walking back.Gas pollution is not visible and does not necessarily follow the visible gas cloud in the area.
Gas pollution can change at short notice in the case of the eruption suddenly increasing and it is dangerous to be near the eruption sites without measuring instruments.
Gas pollution can still linger even if a visible eruption cloud is different due to a different wind direction.
Masks used for disease prevention do not provide any protection against gas pollution.
If you experience the slightest symptoms of health problems, you should immediately get away with the wind against you.
Gas pollution can be odorless and it is, therefore, difficult avoid it.
_________
Polski
Wytyczne dla opinii publicznej.
Co należy mieć na uwadze:
- Jazda off-road po za drogami publicznymi jest nielegalna.
- Dotyczy to wszystkich pojazdów silnikowych, takich jak quady, sześciokołowce, motocykle.
- Można zaparkować w Grindavíku a stamtąd udać się spacerem.
- Droga z parkingu zajmuje 4-8 godzin i jest przeznaczona wyłącznie dla osób, przyzwyczajonych do przebywania na świeżym powietrzu w trudnych warunkach.
- Pogoda może się szybko ulegać zmianie. Weekend ma być zimny, deszczowy i wietrzny.
- Załóż obuwie do chodzenia po górach, ciepłą i wodoodporną odzież.
- Weź pod uwagę, że wyprawa może zająć więcej czasu niż zakładałeś.
- Weź ze sobą jedzenie i wodę do picia.
- Miej oko na swoich towarzyszy poodróży. Zmęczenie i hipotermia mogą szybko się pojawić.
- Trzymaj się wzniesień i szczytów. Unikaj dolin i zagłębień w krajobrazie.
- Istnieje ryzyko osuwisk. Uważaj na strome zbocza.
- Nie potrzeba wiele, aby się zgubić.
- Miej urządzenie nawigujące.
- Połączenie telefoniczne w okolicy jest słabe i wezwanie pomocy w razie potrzeby może być trudne.
- Miejsca erupcji wulkanu mogą się zmienić a nowe mogą powstawać w bardzo krótkim czasie.
- Skarzenie gazowe występuje najbliżej obszaru i może być skondensowane w dolinach i obniżeniach terenu, gdzie jest szczególnie niebezpieczne..
- Skażenie gazem może się zmieniać w bardzo krótkim czasie, jeśli erupcja nagle przybierze na sile. Przebywanie w pobliżu miejsc erupcji bez przyrządów pomiarowych jest niebezpieczne.
- Cały czas należy iść z wiatrem. Co, oznacza, że powinniśmy mieć wiatr wiejący nam w plecy podczas spaceru do miejsca erupcji a w twarz podczas powrotu.
- Skażenie gazowe nie jest widoczne i niekoniecznie może być, też przez nas wyczuwalne.
- Zanieczyszczenie gazem może się miejscowo kondensować, nawet jeśli widoczny dym z erupcji zmieni kierunek z kierunkiem wiatru.
- Maseczki jakie używamy do ochrony epiedemiologicznej, nie zapewniają ochrony przed zanieczyszczeniem gazem.
- JEŻELI wystąpią najmniejsze objawy problemów zdrowotnych, należy natychmiast starać się wyeliminować wiatr wiejący ku twarzy.