Eftir vorveður á landinu síðustu daga er gert ráð fyrir vorhreti með kulda og snjókomu norðan og austantil á landinu og hvassviðri undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir, éljagangur eða snjóþekja á vegum víða á Norðausturlandi.
Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði og hálkublettir og él á Fagradal og Oddsskarði. Snjóþekja og él er á Vatnskarði eystra. Hálka er á Öxi. Snjóflóðaspá Veðurstofunnar bendir á að enn er nokkur hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum