Almannavarnakerfið var virkjað fjórtán sinnum árið 2016. Oftast var það virkjað vegna flugvéla sem voru í einhverskonar vanda en þær lentu allar heilu og höldnu. Almannavarnakerfið var ræst tvisvar vegna rútuslysa, einu sinni vegna elds um borð í hvalaskoðunarbát, einu sinni vegna óveðurs og tvisvar vegna hræringa undir Mýrdalsjökli (tafla 1). Athygli vekur að hvergi var lýst yfir almannavarnastigi vegna snjóflóðahættu á árinu 2016.
Virkjun almannavarnakerfisins árið 2016.
Tegund | Óvissustig | Hættustig | Neyðarstig | Æfing |
Flug | 2 | 6 | 4 | |
Umferðarslys | 2 | 6 | ||
Sjór | 1 | |||
Veður | 1 | |||
Eldgos/jarðhræringar | 2 | 5 | ||
Annað | 4
|
Nítján æfingar voru haldnar í Samhæfingarstöð almannavarna á árinu. Í fjórum tilfellum vegna vettvangsæfinga á flugslysaáætlunum, sex sinnum vegna annarra hópslysaæfinga, fimm sinnum voru æfingar sem tengdust jarðhræringum eða eldgosum og fjórar æfingar vegna atburða af öðru tagi. Eitt námskeið var haldið fyrir nýliða í áhöfn stöðvarinnar dagana 28. til 30. október.