Gas sem kemur upp með eldgosi getur verið hættulegt í miklu magni. Í minna magni getur það valdið óþægindum s.s. sviða í augum og öndunarfærum. Viðkvæmir einstaklingar, þ.á m. fólk með hjarta- og lungasjúkdóma og börn, ættu að vera sem minnst úti við þegar styrkur gass fer yfir hættumörk. Ungabörn ættu því ekki að sofa utandyra í slíkum aðstæðum.
Upplýsingar um loftgæði á Íslandi er að finna inn á vef Umhverfisstofnunnar www.loftgaedi.is
Gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands er hægt að nálgast hér.
Almennar ráðleggingar vegna loftmengunar
- Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk.
- Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
- Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna loftmengunnar frá eldgosum.
– Leiðbeiningar fyrir almenning.