Í dag kemur út Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal, útgáfa 1.0, 31.10.2017. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda í Skorradal. Lögreglustjórinn á Vesturlandi, almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala og slökkvilið Borgarbyggðar, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans bera ábyrgð á virkni áætlunarinnar, vinna saman að uppfærslum og lagfæringum og beita sér fyrir því að allir þættir áætlunarinnar séu æfðir að minnsta kosti á fimm ára fresti. Einnig skal stuðla að reglubundnum æfingum einstakra verkþátta. Við gerð áælunarinnar var höfð hliðsjón af brunavarnaáætlun Borgarbyggðar.
Markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð við gróðureldum í Skorradal, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á eignum og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð. Með hlýnandi veðurfari, breytingum í landbúnaði og aukinni skógrækt má gera ráð fyrir aukinni hættu á gróðureldum.