Veðurspár virðast vera að ganga eftir og hefur veðrið verið að ganga yfir Suðurland og Vestmannaeyjar. Rauðar veðurviðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum, Faxaflóa og Suð-Austurlandi. Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið að störfum þar, þá hafa tilkynningar um fok verið að berast frá Kjalarnesi og höfuðborgarsvæðinu. Rafmagnsbilanir hafa verið á nokkrum stöðum bæði, undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, í Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. Verið er að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum.
Allar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar og má sjá nánari upplýsingar um lokanir á vef Vegagerðarinnar