Klukkan 12:03 í dag, laugardaginn 11. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu. Einnig verður hann sendur út á pólsku á ruv.is
Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála eftir atburði síðasta sólarhrings.
Einnig verða á fundinum Benedikt Halldórsson frá Veðurstofunni, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða krossins og Magnús Tumi Guðmundsson.
Gert er ráð fyrir að fjölmiðlafólk geti spurt spurninga á fundinum.
Ítrekum að fundurinn verður túlkaður á pólsku á ruv.is