Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur

Í dag, mánudaginn 26. febrúar, kl. 17:00 til 19:00, heldur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. Fundurinn verður haldinn í Laugardalshöllinni og verður streymt og túlkaður á pólsku. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík.  Fram hefur komið að staðan sé ekki góð og því er mikilvægt fyrir íbúa að fá réttar upplýsingar í máli og myndum.

Fundarstjórn verður í höndum Almannavarna.

Þau sem tala á fundinum:
Sigríður Björk Guðjónsdóttir opnar fundinn, Embætti ríkislögreglustjóra
Freysteinn Sigmundsson, Háskóli Íslands
Kristín Jónsdóttir, Veðurstofa Íslands
Ari Guðmundsson, Verkís / Varnargarðar
Hallgrímur Örn Arngrímsson, Verkís / Jarðkönnun í Grindavík
Atli Geir Júlíusson, Grindavíkurbær / Frárennsli og almennt um stöðuna á innviðum Grindavíkurbæjar
Reynir Sævarsson, Efla / Rafmagn og heita vatnið
Úlfar Lúðvíksson, Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum

Auk þessara aðila verða fulltrúar eftirtaldra á staðnum:

  • Vegagerðin
  • HS Orka
  • HS Veitur
  • Náttúruhamfaratrygging Íslands


Fundinum verður streymt hér: