Áhættumat sem unnið er fyrir Framkvæmdarnefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ og Almannavarnasvið ríkislögreglustjóra hefur tekið breytingum. Miðað við núverandi áhættumat er nú er talið að áhætta á þéttbýlissvæði Grindavíkur sé há fyrir alla aðila sem þýðir að varnir gegn hættum séu til staðar en talsverð óvissa ríkir í einstaka þáttum. Fólki er ráðið frá því að vera á ferðinni í Grindavík að nauðsynjalausu.
Gildandi áhættumat (22.febrúar 2024) frá Framkvæmdarnefnd vegna jarðhræsinga í Grindavíkurbæ og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
- Samkvæmt c. lið 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er eitt verkefna nefndarinnar; gerð áhættumats fyrir þéttbýli í Grindavíkurbæ í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Áhættumat þetta snýr fyrst og fremst að þéttbýli Grindavíkur í samræmi við áður tilgreint ákvæði laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík en önnur svæði eru einnig nefnd.
- Við áhættumatið er litið til uppfærðs hættumats Veðurstofu Íslands frá 21. febrúar 2025 og áhættumats sem unnið er af verkfræðistofunni Örugg, dags. 21. febrúar 2025, stöðu innviða og þeirra varna sem eru til staðar. Þar með talið eru framkvæmdir við innviði til að auka öryggi í bænum. Jafnframt er tekið mið af tilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 28. janúar sl.
Í Grindavík er áhætta há fyrir alla hópa, bæði að nóttu sem degi. Á Svartsengissvæðinu er áhætta talin há, bæði að nóttu sem degi. Á gos-/sprengisvæði er áhættan hins vegar óásættanleg fyrir viðbragðsaðila, ráðgjafa og verktaka, ytri aðila og ferðafólk. Mælt er gegn því að óviðkomandi fari inn á gos- og sprengisvæði.
Uppfærðir líkanareikningar Veðurstofunnar sýna að magn kviku sem hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú jafn mikið og það var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember í fyrra og miðað við reynslu fyrri atburða má ætla að vaxandi líkur séu á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna. Sífellt færri og minni skjálftar mælast á svæðinu vikurnar og dagana fyrir gos en gerðu í aðdraganda fyrstu eldgosanna og fyrirvari um eldgos verður styttri, allt niður í 30 mínútur.
- Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum
- Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
- Gildandi áhættumat (22.febrúar 2024) frá Framkvæmdarnefnd vegna jarðhræsinga í Grindavíkurbæ og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
- Áhættumat frá verkfræðistofunni Örugg.
- Sjá eldri áhættumöt.
Áhættumatið gildir þar til nýtt áhættumat er gefið út eða önnur breyting verður á forsendum.