Meðfylgjandi er uppfært áhættumat sem meðal annars tekur tillit til hættumats Veðurstofu Íslands frá 4. mars, sem er óbreytt frá fyrra hættumati.
Engu að síður var talin ástæða til endurmats áhættu, þar sem áhættustigið er ekki eingöngu háð undirliggjandi hættumati, heldur samspil hættu, varna, viðbragðs og ytri aðstæðna svo sem veðurs. Mikilvægt er að taka tillit til samspili þessara þátta þegar áhættan er metin, sérstaklega þar sem veikleikar eða frávik geta magnað aðra þætti. Viðbragðsáætlanir þurfa einnig að taka slíkt samspil inn í myndina.
Megin niðurstöður eru að áhættustigið er óbreytt frá fyrra mati. Almennt er hættustigið hátt, sem þýðir að almennt eru varnir til staðar, en að talsverð óvissa er til staðar. Áhættustig ferðafólks er enn mjög hátt að nóttu, en staðbundnar varnir eins og fyrir finnast hjá stærri ferðaþjónstuaðilum er mikilvægt mótvægi. Á mögulegu gossvæði/sprengjusvæði er áhættustigið áfram óásættanlegt.
Hér er gildandi áhættumat frá 22.febrúar 2024 frá Framkvæmdarnefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
- Samkvæmt c. lið 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er eitt verkefna nefndarinnar; gerð áhættumats fyrir þéttbýli í Grindavíkurbæ í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Áhættumat þetta snýr fyrst og fremst að þéttbýli Grindavíkur í samræmi við áður tilgreint ákvæði laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík en önnur svæði eru einnig nefnd.
- Við áhættumatið er litið til uppfærðs hættumats Veðurstofu Íslands frá 21. febrúar 2025 og áhættumats sem unnið er af verkfræðistofunni Örugg, dags. 21. febrúar 2025, stöðu innviða og þeirra varna sem eru til staðar. Þar með talið eru framkvæmdir við innviði til að auka öryggi í bænum. Jafnframt er tekið mið af tilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 28. janúar sl.
- Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum
- Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
- Gildandi áhættumat frá 22.febrúar 2024 frá Framkvæmdarnefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.
- Áhættumat frá verkfræðistofunni Örugg.
- Sjá eldri áhættumöt.
Áhættumatið gildir þar til nýtt áhættumat er gefið út eða ön