Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja SMS-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði á Reykjanesskaganum vegna jarðskjálftahrinurnar sem hófst að kvöldi 4. júlí sl. Er þetta gert bæði vegna grjóthruns svæðinu og eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgos verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði.
Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur beðinn um að hafa það í huga.
Í skilaboðunum er varað við ferðum á svæðinu vegna grjóthruns og mögulegs eldgoss.
Skilaboðin eru einungis send á ensku. Ástæðan er sú að markhópurinn er erlent ferðafólk sem hefur ekki jafn gott aðgengi og aðrir að upplýsingum vegna jarðskjálftahrinurnar sem hófst í gærkvöldi.
Skilaboðin: Police: Reykjanes peninsula – earthquakes! Increased seismic activity in the area. Stay away from slopes and cliffs due to danger of rockfall and landslides. A volcanic eruption might start with short notice