Af gefnu tilefni þá vekja HS veitur athygli á að þrátt fyrir að heitt vatn renni í gegnum kerfið á mjög afmörkuðu svæði á Reykjanesi þá þýði það ekki vandamálið sé úr sögunni. Þvert á móti.
Ástæðan þess að íbúar verða varir við heita vatnið er að HS veitur eru að nýta tankbíla til að verja lagnakerfið.
Með þessari aðgerð er verið að flýta fyrir ferlinu þegar að heitt vatn fer að berast frá Svartsengi.
Samkvæmt frétt frá HS veitum þá mega þau sem verða vör við heitt vatn nýta það mjög sparlega. Ekki er hægt að treysta á að það verði stöðugt þar sem verið er að flytja vatnið á milli svæða í takmörkuðu magni.
Frétt frá HS veitum.