Við viljum vekja athygli á eftirfarandi tilkynningu frá Veðurstofunni.
Búist er við sunnan stormi eða roki á morgun með talsverðri rigningu og asahláku.
Hvessir í fyrramálið, sunnan 18-25 m/s um hádegi á morgun, en 20-28 m/s um landið norðvestanvert. Einnig má búast við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, einkum norðvestantil. Talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar ört, hiti 5 til 12 stig síðdegis og því má búast við asahláku í flestum landshlutum og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Einnig má búast við talsverðum vatnavöxtum í ám sunnan- og vestantil á landinu. Snýst í hægari suðvestanátt annað kvöld með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri, fyrst vestantil. Suðvestan stormur og éljagangur á miðvikudag.