Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum:
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu kl. 9 þann 8. nóvember með fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Farið var yfir stöðu og þróun mála Jökulsár á Fjöllum. Ekki er mikil breyting á rafleiðni frá því í gær, en nýjustu mælingar sína sömu leitni og undanfarnar tvær vikur. Upptök vatnsins eru en óljós og þarf nánari greiningu gagna og vettvangsferð á svæðið. Í framhaldinu var ákveðið að greina þau gögn sem eru til staðar, t.d. vatnamælagögn, gervitunglamyndir, skjálftagögn/óróagögn og fleira. Ekki er líklegt að það verði flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, en vonast er til að hægt verið að fara á vettvang sem fyrst.