Eldgosið sem hófst fyrr í kvöld er líklega það stærsta af þeim sjö eldgosum sem upp hafa komið á síðustu þremur árum. Rétt eftir klukkan 22 í kvöld voru um 200 metrar frá því að hraunflæðið næði varnargarðinum norðan Grindavíkur. Hraunið átti þá ca 700 – 800 metra að Grindavíkurvegi.
Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt í ljósi eldgossins og þróun hraunflæðis frá gossprungunni. Hraun rennur áfram hratt í suður og suðaustur. Hraði hrauntungunnar eins og hann var metinn úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er um 1 km á klst.
Haldist kraftur gossins óbreyttur er sú sviðsmynd möguleg að hraun nái til sjávar rétt austan Þórkötluhverfisins í Grindavík.
Gossprungan eru á milli 3-4 km. að lengd.