Á stöðufundi Samhæfingarstöðvar klukkan 16 í dag og lauk fyrir skömmu var farið yfir stöðu mála á Reykjanesi og sérstaklega Grindavíkurbæ með viðbragðsaðilum, Veðurstofunni, orku- og veitufyrirtækjum og öðrum hagaðilum.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hefur skjálftavirkni lítið breyst í dag, heldur hafi virknin fært sig aftur til norðurs, nær miðju kviku gangsins. Örlítið hefur dregið úr virkni. Vart hefur orðið gikkskjálfta við Reykjanestá, flestir skjálftanna hafa orðið á um 5 km dýpi. Skjálftar á þessu svæði geta orðið allt að 5 á stærð. Örlítil virkni hefur verið í Brennisteinsfjöllum í dag.
Rafmagnsbilanir hafa komið upp í nokkrum hverfum Grindavíkur vegna bilunar í dreifikerfi, bæði lögnum og spennistöðvum.
Lagnir hafa slitnað við gliðnun jarðar og spennistöðvar hafa skemmst af völdum skjálfta
Heitt vatn er á öllum bænum og góður þrýstingur á kerfinu.
Full afhending er frá Svartsengi, á rafmagni, köldu og heitu vatni.
Dreifikerfi kalda vatnsins varð fyrir nokkrum skemmdum en lokið hefur verið við viðgerðir og slökkvivatn því á öllum hverfum.
Talsverðar skemmdir eru á götum Grindavíkur