Uppfært 14.12.2019 – kl. 18:00:
RARIK telur að fjöldi heimila sem ekki hafa verið rýmd og eru án rafmagns eru um fimm talsins. Við viljum biðja notendur sem eru tengdir varaafli að spara rafmagn eins og hægt er.
Norðausturhornið: Lína Landsnets Kópaskerslína er komin í rekstur að Silfurstjörnunni. Einhverjar truflanir urðu hjá notendum á meðan verið var að frátengja varaafl á Lindarbrekku og Kópaskeri. Enn eru keyrðar varaaflsvélar á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði. Búið er að tengja aðra vél við á Raufarhöfn þannig að ekki þarf að skammta rafmagni þar. Flestir á þessu svæði eru með rafmagn.
Tjörnes: Töluvert mikið er af brotnum staurum og slit á línum. Viðgerð er hafin.
Fnjóskadalur: Einhverjar bilanir en þeir sem þurfa hafa varaafl.
Grýtubakkahreppur: Lína frá Nolli að Sveinbjarnargerði er öll niðri og varaafl er keyrt þar sem þörf er á.
Árskógssandur: Vegna bilunar á Dalvíkurlínu er rafmagn nú tekið frá Rangárvöllum sem veldur lágri spennu og lélegum spennugæðum.
Hrísey: Keyrt er á varaafli vegna bilunar á Dalvíkurlínu.
Svarfaðardalur: Svarfaðardalur vestur, Innri Svarfaðardalur og Skíðadalur eru komnir með rafmagn. Reisa þarf brotinn staur og huga að ísingu áður en hægt er að setja inn svæðið sem enn er rafmagnslaust. Um er að ræða 12 spennistöðvar.
33 kV lína frá Dalvík til Árskógsands: Línan er slitin og mikið sliguð. Mikill halli er á staurum.
Dalvík: Búið er að tengja tiltækt varaafl á Dalvík. Varðskipið Þór er að framleiða fyrir alla almenna notkun.
Siglufjörður: Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun, allir almennir notendur með rafmagn.