Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt. Enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum og verður það endurskoðað á morgun. Hvöss austan átt var á miðvikudag með mikilli snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum. Á fimmtudag var hvöss NA-átt og úrkoma. Aðfaranótt fimmtudags snjóaði svo mjög mikið í norðan átt. Mörg snjóflóð féllu í veðrinu meðal annars nokkuð stór snjóflóð á Patreksfirði, Mikladal og Rauðasandi. Samkvæmt snjóflóðavakt Veðurstofunnar er því mikill snjór til fjalla, sérstaklega í hlíðum sem snúa móti suðri og vestri. Gera verður ráð fyrir að óstöðugleiki geti verið í snjóþekjunni. Þeir sem eru á ferð í fjallendi ættu því að gæta sérstakrar varúðar við þessar aðstæður.