Sjá uppfærslu að neðan vegna Sandgerðisskóla og Heilsuleikskólanum Sólborg.
Að öllu óbreyttu verður skólastarf í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar. Þetta á einnig við um starfsemi frístundaheimila.
Þess má geta að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum fellur niður. Vel gengur að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafa nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. Staðan verður tekin reglulega og upplýsingar verða sendar frá skólastjórnendum til foreldra/forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.
Uppfært kl.19: Skólastarf fellur niður á morgun mánudag í Sandgerðisskóla og í Heilsuleikskólanum Sólborg í Suðurnesjabæ vegna vandræða við uppsetningu á búnaði til hitunar. Stefnt er að opnun þeirra frá og með þriðjudeginum 13.febrúar.