English below
Unnið er að skipulagi áframhaldandi skólagöngu barna úr Grindavík sem og leikskólagöngu. Talsvert skortir upp á að Grindvíkingar hafi tilkynnt verustað sinn í síma 1717, sem er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja órofna skólagöngu. Við hvetjum Grindvíkinga, sem hafa ekki gert það enn, að hringja sem allra fyrst í síma 1717 og láta vita hvar þeir hafa komið sér fyrir. Þetta hefur úrslitaþýðingu hvað varðar að skipuleggja skólahald. Allir Grindvíkingar með börn á skóla aldri, bæði leik og grunnskóla eru því hvattir til að tilkynna aðsetur sitt í 1717.
Preparation for the continuation of school for children from Grindavik is under way. There are too many from Grindavik who have not yet called the Red Cross hotline tel no: 1717, to register with them their new dwelling. It is imperative for the organisation of continued school work to know where the children are located. This applies to all children in pre- and primary school. Please call 1717 and report your dwellings.