Um miðnætti bárust Veðurstofu Íslands og Almannavörnum ábendingar um að á Fagradalsfjalli virtust vera glæringar í reyk. Að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum var leitað aðstoðar Landhelgisgæslu Íslands sem flaug með fulltrúa Veðurstofu og Almannavarna yfir svæðið til að kanna málið frekar.
Í ljós kom að þarna var um sinubruna að ræða. Ekki verður aðhafst frekar vegna þessa en áfram verður fylgst grannt með stöðu mála.
Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í nótt.