Í Kaupmannahöfn, 27. janúar 2023 samþykktu yfirmenn almannavarna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð að auka samstarf sitt í takt við nýjar áherslur og áskoranir.
Norðurlöndin hafa um árabil unnið náið saman á sviði almannavarna með góðum árangri. Breytt ástand í Evrópu og áhrif vegna loftslagsbreytinga valda því hins vegar að þau hafa ákveðið að auka þetta samstarf og er það gert í anda Haga-yfirlýsingarinnar.
Til að efla og hlúa að nýjum verkefnum, hafa betri yfirsýn og tryggja en betra og sameinað norrænt viðbragð hefur verið samþykkt að stofna norræna almannavarnaskrifstofu (NORCIVCO). Til að byrja með mun skrifstofan móta stefnu fyrir skammtíma-og langtímaverkefni, m.a. með stofnun „Ukraine Task Force“ (tryggja Úkraínu meiri og betri aðstoð). Að auki verði tryggt að minnsta kosti ein sameiginleg norræn almannavarnaæfing verði haldin á ári hverju.
Samhliða vinnustofu sem haldin var í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag heimsóttu yfirmenn almannavarna á Norðurlöndunum „Monument of Remembrace“ sem staðsett er í Kastellet í Kaupmannahöfn.