Í ljósi þess að faraldur af völdum SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur COVID-19 hefur breiðst hratt út um Evópu síðastliðna daga, einkum á Ítalíu, er mikill viðbúnaður um heim allan. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi almannavarna hérlendis þann 28. febrúar sl. en í minnisblað dags. 4. mars 2020 lýsa landlæknir, sóttvarnarlæknir og ríkislögreglustjóri yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla á vinnumarkaði og skora á þá aðila sem nú eru í kjarasamningsviðræðum að leita allra leiða til að enda þær verkfallsaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir þær aðgerðir sem nú eru fyrirhugaðar.
Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram:
- Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir skora á þá aðila sem nú eru í kjarasamningsviðræðum að leita allra leiða til að enda þær verkfallsaðgerðir sem nú eru í gangi og koma í veg fyrir þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru.
- Viðbragðsáætlun almannavarna – Heimsfaraldur – landsáætlun miðar að því að tryggja órofna og hnökralausa þjónustu á hættustigi og því er afar mikilvægt er að starfsemi þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa hlutverki að gegna verði eins órófin eftir því sem framast er unnt.
- Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna faraldursins 28. febrúar sl. en þegar starfað er á hættustigi við aðstæður og vegna atburða sem þessara hafa verkföll veruleg áhrif á máttt þeirra aðgerða sem grípa verður til. Líklegt má telja að verkfallsaðgerðir muni draga úr þeim opinberu sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gangi gegn COVID-19 með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðheilsu hér á landi.
Þegar starfað er á hættustigi við aðstæður og vegna atburða sem þessara hafa verkföll veruleg áhrif á mátt þeirra aðgerða sem grípa verður til. Líklegt má telja að verkfallsaðgerðir muni draga úr þeim opinberu sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gangi gegn COVID-19 með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðheilsu hér á landi. Þá munu verkföll án efa hafa veruleg áhrif á veitingu heilbrigðisþjónustu.
Í viðbragðsáætlun almannavarna – Heimsfaraldur – landsáætlun hafa fjölmargar opinberar stofnanir afar þýðingarmiklu og lykilhlutverki að gegna við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá gegna einkaaðilar einnig mikilvægu og skilgreindu hlutverki í áætluninni. Viðbragðsáætlunin miðar að því að búa stofnanir og alla viðbragðsaðila sem hafa skilgreindu innviðahlutverki að gegna undir það að fara á neyðarstig ef áhættumat leiðir til þess. Því er það afar mikilvægt að starfsemi þessara stofnana og fyrirtækja verði eins órofin eftir því sem framast er unnt.
Því skora landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri á þá aðila sem nú eru í kjarasamningsviðræðum að leita leita allra leiða til að enda þær verkfallsaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir þær aðgerðir sem nú eru fyrirhugaðar.