Rýmingar á Seyðisfirði og í Neskaupsstað

Ákveðið hefur verið að rýma ákveðin svæði bæði á Seyðisfirði og í Neskaupsstað frá klukkan 18:00 í dag.
Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera sem minnst á ferðinni meðan veðrið gengur yfir.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að appelsínugul viðvörun vegna veðurs er á Austurlandi.

Ítarlegri upplýsingar um hvaða reitir eiga að vera rýmdir er hægt að nálgast á www.mulathing.is vegna Seyðisfjarðar og á www.fjardabyggd.is vegna Neskaupsstaðar.