Reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku

Í dag verða breytingar á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum, sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Þannig hafa þeir, sem dvalið hafa lengur en sólarhring á skilgreindum áhættusvæðum val um að fara í 14 daga sóttkví eða fara í sýnatöku vegna COVID – 19, uppfylli þeir ákvæði til sýnatöku á landamærum.
Undanskildir kröfu um sóttkví og/eða sýnatöku við komuna til landsins eru:

– Farþegar í tengiflugi/tengifarþegar, sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að sæta sóttkví né sýnatöku 
– Börn fædd árið 2005 eða síðar
– Þeir sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að hafi veikst af COVID-19 og hafa lokið einangrun.
Allar nánari upplýsingar um þessar sóttvarnaráðstafanir má nálgast á vefsíðunni covid.is og vef stjórnarráðsins

Einnig tekur gildi í dag, auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Megin breytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla jafnframt niður takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva.