Rafmagnlaust víða á landinu

Í kvöld hafa verið miklar rafmagnstruflanir á landinu. Rafmagnslaust er á Austfjörðum og Austurlandi, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu þar á meðal á Akureyri og nærsveitum Einnig á suðausturlandi að Kirkjubæjarklaustri. Unnið er að viðgerð á þessum svæðum.Truflanir eru á örbylgjusendum.

Farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri eru úti vegna rafmagnsleysis. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru úti vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru stöðvar á varafli, það eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi

English
Power outage is in the eastern part of the country and the eastern fjords, in the northern part of the Western fjords, in the north including Akureyri and the surrounding area. Also in the southeast towards Kirkjubæjarklaustur.