Á vefsíðu HS Veitna er talað um að ef heitt vatn skilar sér í vaskinn þá er komið heitt vatn inn á kerfið og er þá gott að yfirfara hvort leki kunni að vera við inntaksrými eða í grind.
Verði íbúar á Suðurnesjum varir við leka, eða vita nú þegar af frostskemmdum í lögnum, er mikilvægt að loka fyrir aðalinntakið við hitaveitugrinda, (sjá meðfylgjandi mynd) og tilkynna til þjónustuvers HS Veitna í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is.
Píparasveit Almannavarna og starfsfólk HS Veitna munu aðstoða íbúa eftir bestu getu í dag og næstu daga. HS Veitur bera ábyrgð á lögnum að mæli og munu sjá um viðgerð á þeim, en lagnir fyrir innan mæli eru eign og ábyrgð húseigenda.