Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir umdæmin um helgina. Engar veðurviðvaranir eru í gildi á þessum svæðum.
Áfram eru í gildi almannavarnastig í umdæmum lögreglustjóranna á Austurlandi og Suðurlandi. Þar eru í gildi veðurviðvaranir út daginn í dag og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð á þessum slóðum.
