Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu sem hófst 4 júlí sl. Reykjanesskaga.
Stærsti skjálfti hrinunnar mældist 5,2 að stærð þann 9. júli. Á tímabilinu sem hrinan stóð yfir mældust sex skjálftar yfir 4.
Þrátt fyrir að óvissustiginu er nú aflýst eru Almannavarnir áfram á hættustigi þar sem eldgos stendur yfir norðaustan við Litla Hrút. Nýjar gossprungur geta opnast í næsta nágrenni eldstöðvanna með litlum fyrirvara og gasmengun er mikil í grennd við gíga og virka hraunstrauma. Einnig er mikið um sinubruna á svæðinu. Svæðið er nú lokað vegna reyk- og gasmengurnar. Mikilvægt er að fara eftir tilmælum viðbragðsaðila.