Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hafa ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli.
Engin merki eru um hlaupóróa og benda mælingar til þess að jökullinn sé að jafna sig eftir jökulhlaupið og nálgist eðlilega bakgrunnsvirkni. Ennþá er þó innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem geta orðið úr Mýrdalsjökli að sumri til.