Ríkislögreglustjóri ásamt lögreglustjóranum á Suðurlandi aflýsir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrina hófst 4. maí kl. 09:41 norðaustarlega í öskju Kötlu og mældust þrír skjálftar yfir 4 að stærð.
Hrinan gekk hratt yfir og var að mestu yfirstaðin sama dag. Engin frekari virkni hefur mælst um helgina sem bendir til að dragi frekar til tíðinda. Sama dag og óvissustiginu var lýst yfir lokaði Lögreglan á Suðurlandi veginum inn að Kötlujökli en hann var opnaður daginn eftir.