Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra lýsa yfir óvissustigi Almannavarna i fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem framundan er.
Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi í klukkan 11: 00 fyrramálið á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.
Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á því svæði þar sem veðrið er verst. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og líkur á fokstjóni eru verulegar.
Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra klukkan 11:00 í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna og viðbragð á þeim svæðum þar sem veðurspá er slæm. Einnig hefur verið ákveðið að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna klukkan 10:00 í fyrramálið.
Samkvæmt Veðurstofunni er von á sunnan stormi og miklu roki. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Inn á umferdin.is er hægt að fylgjast með rauntímaupplýsingum um færð á vegum og inn á vedur.is er eins og alltaf hægt að fylgjast með veðrinu.