Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups.
Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt síðustu daga og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.
Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.
Ítarlegri upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands.
Óvissustig Almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.