Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna hlaups sem hafið er í Grímsvötnum.
Samkvæmt Veðurstofunni þá líklegt að hámarksrennsli verði ekki umfram 1.000 m3/s miðað við það vatnsmagn sem safnast hefur í Grímsvötnum. Búast má við að hámarksrennsli í Gígjukvísl við þjóðveg 1 verði svipað og hámarksrennsli úr Grímsvötnum. Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mannvirki s.s. vegi og brýr.
Það þekkist að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan, það gerðist síðast árið 2004, þar áður árið 1934 og 1922. Mun oftar hefur þó hlaupið úr Grímsvötnum án þess að til eldgoss kæmi.
Ferðaleiðir austur af Grímsfjalli geta verið varhugaverðar vegna myndunar á sprungum og sigkötlum. Því biðla Almannavarnir til ferðafólks að gæta varúðar á þessu svæði.
Frekari upplýsingar um hlaupið úr Grímsvötnum má finna á vef Veðurstofu Íslands: Hlaup hafið úr Grímsvötnum | Fréttir | Veðurstofa Íslands (vedur.is)