Almannavarnir, í samstarfi við HS Veitur fóru í það í gærkvöldi að koma á heitu vatni á hús vestan Víkurbrautar í Grindavík (Sjá rýmignarkort Grindavíkur: rauða, græna og hluta af bláa hverfinu).
Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga. Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum.
Til þess að hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna er þess nú óskað að íbúar Grindavíkur í hverfunum sem skilgreind eru í rauða, græna hverfinu og hluta af bláa hverfinu (sjá rýmingarkort Grindavíkur og götulista hér að neðan) komi með lykla að íbúðum sínum, annað hvort í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna. Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ. Íbúar eru hvattir til þess að koma með lyklana á þessa staði eins fljótt og auðið er. Móttaka lykla er á þessum tveimur stöðum til klukkan 17:00. Almannavarnir hafa fengið til liðs við sig viðbragðsaðila pípulagningamanna til að skoða þau húsnæði sem eru á þessu skilgreinda svæði, þ.e. vestan Víkurbrautar.
Þau sem ekki ná að koma með húslykla á þessa tvo skilgreindu staði geta komið með þá á íbúafund sem haldinn verður kl. 17:00 í dag í Laugardagshöllinni. Íbúar annarra svæða geta einnig komið með húslykla af sínum íbúðum á íbúafundinn.
Eins og staðan er núna þá er vera íbúa óheimil í Grindavík en viðbragðsaðilar hafa verið þar að störfum.
Móttaka lykla í dag er í Þjónustumiðstöðinni við Tryggvagötu og á Slökkvistöðinni í Reykjanesbæ við Flugvelli. Einnig er hægt að koma með húslykla á íbúafundinn í dag.
Þær götur sem um ræðir eru:
Skipastígur |
Árnastígur |
Vigdísarvellir |
Glæsivellir |
Ásvellir |
Gerðavellir |
Baðsvellir |
Selsvellir |
Litluvellir |
Sólvellir |
Hólavellir |
Blómsturvellir |
Höskuldarvellir |
Iðavellir |
Efstahraun |
Heiðarhraun |
Leynisbraut |
Hraunbraut |
Staðarhraun |
Hvassahraun |
Borgarhraun |
Leynisbrún |
Arnarhraun |
Skólabraut |
Ásabraut |
Fornavör |
Suðurvör |
Norðurvör |
Staðarvör |
Laut |
Dalbraut |
Sunnubraut |
Hellabraut |
Vesturbraut |
Kirkjustígur |
Verbraut |