Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð opnar eftir páska þriðjudaginn 11. apríl Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð í Neskaupstað verður lokuð frá og með morgundeginum, skírdag 2. apríl, og verður lokuð yfir páskana. Hún opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl og verður opin út vikuna til og með 14. apríl.
Opnunartími miðstöðvarinnar er frá kl. 11 til 18. Þar er í boði stuðningur við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Stuðningurinn felur meðal annars í sér upplýsingagjöf af ýmsu tagi og Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning. Þjónustumiðstöðin stendur öllum á Austfjörðum til boða og þau sem hafa ekki tök á að koma í heimsókn eða kjósa að gera það ekki geta haft samband í gegnum síma 855 2787 eða í netpósti á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
Opnunartími þjónustumiðstöðvarinnar í Neskaupstað
5. apríl 2023 15:20