Norðurland: Áfram hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu – Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis

//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Áfram rýming á húsum á Siglufirði
  • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi

c í dag með allhvassri eða hvassri norðanátt með snjókomu eða éljum. Áfram er hættustig Veðurstofu Íslands á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á öllu Norðurlandi.

Vegna snjósöfnunar, veikra snjóalaga og veðurspár framundan var því ákveðið að rýma nokkur hús undir Strengsgiljum á Siglufirði á miðvikudag vegna snjóflóðahættu sú rýming stendur áfram. Húsin sem rýmd voru eru undir varnargarðinum Stóra-Bola. Síðan varnargarðurinn var reistur 1998-99 hafa mörg snjóflóð fallið á hann og garðurinn bægt þeim frá byggðinni. Sjá frétt Veðurstofu Íslands: Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði | Fréttir | Veðurstofa Íslands (vedur.is)

Í janúar í fyrra féllu mjög stór snjóflóð á varnargarða ofan Flateyrar og fóru að hluta til yfir þá. Eftir það hefur verið unnið að endurskoðun á virkni leiðigarða á fleiri stöðum. Fyrstu niðurstöður fyrir Stóra-Bola undir Strengsgiljum gefa til kynna að ef mjög stór flóð falla á garðinn geti gefið yfir hann. Rýmingin nú er því varúðarráðstöfun sem tekur mið af bráðabirgðarýmingarkorti.

Snjóflóð féll í Héðinsfirði rétt fyrir kl. 15 í gær og náði kóf af flóðinu langt út á vatnið. Spáð er áframhaldandi norðan- og norðaustanáttum með skafrenningi og éljagangi fram yfir helgi og því má búast við því að snjóflóðahætta verði viðvarandi næstu daga.  Ekki hafa komið tilkynningar um að snjóflóð hafi fallið í dag, en skyggni til fjalla verið lítið og því ekki hægt að segja með vissu um það hvort snjóflóð hafi fallið.

Siglufjarðarvegur er ófær og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Einnig er óvissustig af sömu sökum í Ljósavatnsskarði og Ólafsjarðarmúla. Þar gæti vegurinn lokast með skömmum fyrirvara.

Vegagerðin hefur lokað veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðs sem féll þar um kl. 16:30. Fólk hvatt til þess að kanna með færð og lokanir á vegum áður en lagt er af stað. Í dag varð umferðaróhapp við gangnamunna Héðinsfjarðargangna þar sem tveir bílar lentu saman.  Mikið kóf getur myndast við gangnamunna og er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát þegar ekið er inn eða út úr göngunum.

Áfram er spáð snjókomu og vindi á Norðurlandi um helgina. Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr, liggur inn á Eyjafirði og verður til taks á meðan hættuástand varir.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar:

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má sjá spá um staðbundna snjóflóðahættu utan þéttbýlis og til fjalla: https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/
Á vef Vegagerðarinnar má sjá allar upplýsingar um færð og ástand vega: https://www.vegagerdin.is/

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands, sveitarfélagið Fjallabyggð og Vegagerðin fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of the Icelandic Police and the Chief of Police in North-East Iceland:

  • Continued evacuation of homes in Siglufjörður
  • The Icelandic Meteorological Office has extended its crisis level in Siglufjörður due to the risk of avalanches and level of uncertainty in Northern Iceland

Weather conditions in Northern Iceland have been very poor today with very sharp or sharp northern winds followed by snow or hail. The Icelandic Meteorological Office has extended its crisis level in Siglufjörður due to the risk of avalanches and level of uncertainty to all of Northern Iceland

Due to snow accumulation, weak snow layers, and the weather forecasts, it was decided to evacuate certain homes below Strengsgiljar in Siglufjörður on Wednesday due to the risk of avalanches, and that evacuation continues. The houses that were evacuated are under the Stóra-Bola defensive barrier. Since the levee was built in 1998-99, many avalanches have struck it and the levee has successfully diverted the avalanches away from the settlement. See news from the Icelandic Meteorological Office: Crisis level due to a risk of avalanches in Siglufjörður | News | Icelandic Meteorological Office (vedur.is)

In January of last year, several major avalanches struck the defensive barriers above Flateyri and some of it made it over the barrier. After that, a review of the function of the guiding barriers is underway in other locations. Preliminary results for Stóra-Bola below Strengsgiljar indicate that if the barrier is struck by very large avalanches, there is a possibility that they may flow over the barrier. The current evacuation protocol is therefore a precautionary measure that is taking into account the temporary evacuation map.

An avalanche fell in Héðinsfjörður just before 15:00 yesterday and it extended far out into the bay. The northerly and northeasterly winds are forecast to continue with snowdrifts and hailing extending past the weekend, so the risk of avalanches can be expected to persist over the coming days.  There have been no reports of avalanches today, but visibility to the mountains has been poor and it is not possible to say with certainty whether an avalanche has occurred.

Siglufjarðarvegur is impassable and the level of uncertainty is in effect due to the risk of avalanches. There is also a level of uncertainty for the same reason in Ljósavatnsskarð and Ólafsjarðarmúli. There, the road could become impassable at short notice. 

Icelandic Road and Coastal Administration (Vegagerðin) has closed the road by Ólafsfjarðarmúli due to an avalanche that fell there at approx. 16:30.

People are encouraged to check road conditions and road closures before setting off. Today there was a traffic accident at the mouth of the Héðinsfjörður tunnel where two cars collided.  Major snowdrift can form at the mouth of the tunnel and people are asked to take special care when driving in or out of the tunnel.

Snow and wind are still forecast in Northern Iceland this weekend. The Coast Guard’s patrol vessel, Týr, is situated in Eyjafjörður and will be available while the crisis level is in effect.

People are encouraged to pay close attention to the announcements of the Icelandic Meteorological Office and the Icelandic Road and Coastal Administration:

The National Commissioner of Police’s Civil Protection Department, the police in the North-East, the Icelandic Meteorological Office, the municipality of Fjallabyggð, and the Icelandic Road and Coastal Administration continue to monitor developments and the situation closely.