Minniháttar Skaftárhlaup

Viðvörun vegna vatnavár: Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið
Viðvörun: Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast síðustu daga og minni háttar aukning hefur einnig orðið í rafleiðni. Sumarleysing á jökli eða rigningar orsaka ekki hið aukna rennsli. Þessar athuganir þýða að Skaftárhlaup er líklega hafið. Rennslið við Sveinstind er nú um 112 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið kemur líklegast úr Vestari Skaftárkatli, sem síðast hljóp úr í júní 2015. Vegna hins stutta tíma sem liðið hefur milli hlaupa er ekki talið að hætta sé á ferðum. Upptök hlaupsins fást ekki staðfest nema með athugunum úr flugi yfir katlana. Hlaupið getur staðið yfir næstu daga, en hámarksrennsli við Sveinstind verður líklegast náð í dag eða á morgun. Aftur skal bent á að hér er um minniháttar jökulhlaup að ræða og mjög ólíklegt er að það valdi tjóni í Skaftárdal.

Möguleg vá:
• Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

• Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum.

skafta_afstodukort-1
In English
Within recent days, the level of the Skaftá river at Sveinstindur has risen slowly. Additionally electrical conductivity readings from the same location have increased. These observations suggest that a glacial outburst flood (jökulhlaup) is in progress. It is likely that the flood originates from the western Skaftá ice cauldron, which last drained in June 2015; however this is unconfirmed until visual observations are made. The discharge of Skaftá at Sveinstindur is presently 112 cubic metres per second. The flood is not expected to cause any downstream disruption, although the following points should be kept in mind

• Hydrogen sulphide is released from the floodwater as it drains from the Vatnajökull ice-cap. The gas is particularly potent at the ice margin, where concentrations will reach poisonous levels. Travellers must stay away from the edges of Skaftárjökull, Tungnaárjökull and Síðujökull while the flood occurs.

• Crevasses will develop rapidly around the ice cauldron, so travellers on Vatnajökull should stay away from the region, including the lower part of Skaftárjökull and Tungnaárjökull, where floodwater could burst through the surface.