Líkt og fram hefur komið hefur hraun nú runnið yfir Grindavíkurveg norðan við Grindavíkurbæ. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Norðurljósavegur einnig farinn undir hraun og það sama má segja um Nesveg. Aðeins eru um 50 metrar í að hraun fari yfir Grindavíkurveg norðan við Svartsengi.
Þá rennur einnig hraun til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er átekta nú þegar gos er nýhafið.
Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð eins og stendur.
————————-
As has been mentioned, lava has now flowed over Grindavíkurvegur north of Grindavíkurbær. According to information from the Icelandic Road Administration, the Northern Lights Road is also covered by lava and there are only about 50 meters before the lava crosses Grindavíkurvegur north of Svartsengi. There is a high probability that Nesvegur will close soon due to lava flow.
Lava also flows to the south towards Suðurstrandarvegur. The Icelandic Road Administration is closely monitoring the situation and is awaiting action now that the eruption has just begun.
All roads to and from Grindavík are closed to public traffic at the moment.