Engin skýr merki um að jarðhræringunum á Reykjanesskaga og við Grindavík ljúki á næstunni. Áður en hægt verður að spá fyrir um tímasetningu á endalokum þeirrar atburðarásar sem er í gangi og tengist kvikusöfnun undir Svartsengi, þurfa að sjást skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hafi minnkað verulega á milli síðustu atburða.
Gögn og líkanreikningar sýna það með skýrum hætti að það magn kviku sem streymir inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi á hverjum sólarhring hefur haldist stöðugt í síðustu þremur atburðum eins og sést á línuritinu hér að neðan.
Nánar á vef Veðurstofunnar
