Mengunar vart í byggðum nálægt eldgosinu

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þá hefur mengunar orðið vart í byggðum nálægt eldgosinu í Fagradalsfjalli, einkum í Vogum. Viðbrögð við loftmengun og rauntímamælingar má nálgast á loftgæði.is.

Styrkur SO2 sem er á bilinu 601-2600 µg/m3 flokkast sem óholl loftgæði fyrir viðkvæma hópa og er þeim ráðlagt að draga úr áreynslu utandyra ásamt því að slökkva á loftræstingu.


Nánari útlistun má finna í SO2 töflu inn í viðbrögðum við loftmengun frá eldgosum á www.loftgaedi.is
Eins og stendur hefur mengunin gengið yfir en skv. veðurspá má búast við að mengunartoppar gætu komið upp fram á hádegi á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Íbúar í nærliggjandi byggðum eru hvattir til að skoða styrk SO2 á www.loftæði.is og fara eftir ráðleggingum þar.