Í ljósi slæmrar veðurspár hefur Vegagerðin ákveðið í samráði við Lögregluna á Suðurlandi og viðkomandi þjónustustöðvar Vegagerðarinnar, að loka hringvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni kl. 14:00 í dag. ( Lokunarstaðir við Lómagnúp og Freysnes verða einnig mannaðir)
Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum uppúr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag og þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.
English
Due to extreme weather The Icelandic Road and Coastal Administration and the Police in South Iceland have decided to close road #1 at 1400 hours today, from the river Markarfljót in the west to the glacial lagoon Breiðamerkurlón (Jökulsárlón á Breiðamerkursandi) in the east.
The storm will reach eastern Iceland late this afternoon. Early this evening (at about 1900 hours) the storm will hit the northern part of the country. A travel advisory for those areas in effect. Roads through mountain passes will close in the evening. The weather forecast calls for a northerly storm tomorrow, Saturday, so there will be very limited service in the northern half of the country, mountain passes may remain closed.