Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tekur þátt í almannavarnastarfi Evrópusambandsins, en  með EES samningnum hefur Ísland aðgang að ýmsum verkefnum og samstarfii í almannavörnum eins og þjálfun viðbragðsaðila, æfingum og sérfræðingaskiptum. Innan almannavarnasamstarfsins er á hverju ári varið ákveðinni upphæð til að styrkja alls kyns verkefni í almannavörnum sem miða meðal annars að áhættuminnkandi verkefnum, alls kyns aðstoð við íbúa á hamfarasvæðum og þjálfun. Í dag verður kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi þar á meðal í almannavörnum í Háskólanum í Reykjavík frá klukkan 11:00 – 13:00 og í Háskóla Íslands klukkan 14:30 – 16:30. Nánari upplýsingar um kynninguna eru á vefsíðunni www.evropusamvinna.is