Veðurstofa Íslands hefur gefið út kort sem afmarkar það svæði sem er lokað á gosstöðvunum. Á þessu svæði er fólk í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.
Kort af hættusvæðinu við gosstöðvarnar
10. apríl 2021 14:22