Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og nágrenni

Eins og fram hefur komið hefur verið nokkuð mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni síðustu vikurnar og getur spennuástandið í jarðskorpunni orðið óstöðugra í framhaldinu. Greining Veðurstofunnar á smáskjálftum á svæðinu frá Kleifarvatni og austur í Ölfus bendir til að óstöðugleiki geti verið til staðar í jarðskorpunni.
Fyrir helgina sendi almannavarnadeildin frá sér fréttatilkynningu vegna þessarar jarðskjálftavirkni, þar sem íbúar á jarðskjálftasvæðum eru hvattir til að skoða hvort og hvar hættur geta leynst á heimili og vinnustað ef jarðskjálfti verður. Helst eru það lausamunir og húsgögn sem hreyfast úr stað og geta skapað hættu. Hægt er að gera ráðstafanir og draga verulega úr hættu með einföldum aðgerðum, sem hægt er að skoða hér á vefsíðu almannavarnadeildarinnar /default.asp?cat_id=102 og um viðbúnað almennt vegna hættu.  Einnig er mikilvægt að kenna börnunum að bregðast við og gera þau meðvituð um hættuna af jarðskjálftum til dæmis með því að kenna þeim að Krjúpa – Skýla – Halda  og hvernig hægt er að bregðast við þegar hlutir fara af stað í jarðskjálfta /default.asp?cat_id=85 . Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gert stutt myndband um viðbúnað og varnir gegn jarðskjálfta sem hægt er að skoða hér

Frett_22062015

Myndin sýnir upptök jarðskjálfta (svartir krossar) yfir 1 að stærð á tímabilinu 2000 til júní 2015. Blá strik tákna þekkt misgengi sem hafa verið virk á nútíma (Páll Einarsson, 2015). Einnig eru sýnd eldstöðvakerfi með gulum sprungusveimum (Páll Einarsson og Kristján Sæmundsson, 1987).